Frækorn - 03.03.1903, Blaðsíða 2

Frækorn - 03.03.1903, Blaðsíða 2
26 FRÆKO RN. Og vér erum sannfserðir um, að þar sem þessi heilaga máltíð er höfð í metum samkvæmt orði drottins, án allra kirkju- legra viðbóta, þar sem hún fær að vera hið sýnilega tákn uppá hina innri andlegu sameiningu við drottinn, þar mun hún einnig verða til þess að styrkja og efla trú manna á Krist, hann .sem er »andinn« og sem vér hvorki eigum né getum þekkt eftir holdinu, heldur eftir andanum. Sbr. 2 Kor. 5, 16. Hín »hærri kritík Eftir séra Runólf Marteinsson. III. Nú vil eg leyfa mér að minnast nokkuð á fyrirlestur séra Friðriks J. Bergmanns í »Aldamótum« (n. árg.). Því verður ekki ncitað, að sá fyrirlestur er oss, sem aðhyllumst hina görnlu skoðun á biblíunni, mikið hryggðarefni. Reyndar kemur höf- undurinn þar fram með stakri kurteisi og hógværð. Hann talar þar með hinni | mestu stilling og gætni um þetta ágrein- | ingsatriði gömlu og nýju skoðunarinnar á j biblíunni. Hann getur ekki einungis um- | borið það, að honum sé mótmælt, heldur lætur hann beinlínis í ljósi ánægju sína fáir vörninni til stuðnings gömlu skoðun- inni, sem átt hefir sér stað hérvestia og óskar eftir því að hún haldi áfram. Þrátt fyrir þetta fyllir hanníþessum fyrirlestri flokk þeirra, er andæfa gömlu skoðuninni, og það "þykir oss sárt, þar sem svo mik- ils metinn bróðir vor á í hlut, ekki sízt sökum þess, að vér höfðum ástæðu til, af fyrirlestri hans um gamla testamentið og ritdeilu hans við Helga Pétursson um sköpunar-og syndaflóðssöguna, að telja hann einn hinna öflugustu varnarmanna gömlu skoðunarinnar í kirkjufélagi voru. Það, að vér skulum telja annað eins og þetta hryggðarefni, er af talsmönnum nýju skoðanarinnar sjálfsagt álitið þröng- sýni eða veikleiki. Bæði séra Jón Helga- son og Einar ritstjóri Hjörleifsson hafa kveðið upp dóma sína yfir oss kirkjufé- lagsmönnum fyrir það ófrjálslytidi, sem þeim finnst koma fram hjá oss í því, að viija síður fá inn í félag vort presta, sem berðist á móti oss í þessu þýðíngarmikla máli. Reyndar var það nú að eins einn prestur vor, sem talaði þannig, og hann talaði í sínu eigin nafni, en ekki í nafni kirkjufélagsins. En þótt allt kirkjufélagið hefði látið þetta í ljósi, hefði það þó verið undarlegt af þessum vinum vorum á Islandi að tala eins og þeir gjörðu. Eg get skilið það, að þeir telji skoðun vora á biblíunni háskalega ranga og að þeir ímyndi sér, að sú skoðun vor hafi mjög illar afleiðingar í för með sér í baráttu vorri fyrir kristindóminum. Mér getur skilizt, að þeir hugsi, að sín skoðun muni verða til hinnar mestu bless- unar fyrir kristindóminn. En það finnst mér óheyrilegt skilningsleysi hjá þeim, að geta ekki rennt grun í það, að vér stöndum eins að vígi gagnvart vorri hlið málsins, aðvorskoðun á biblíunni er oss óumræðilega dýrmæt, og að vér teljum nýju skoðunina hættulega villu. Er það þá nokkurt ófrjálslyndi af oss, þótt vér ekki viljum menn inn í kirkjufélag vort, til þess að kenna opinberlega það, sem vér álítum háskalegt ogósatt? Hvernig getum vér verið sjálfum oss samþykkir, ef vér vildum aðra eins meiningarleysu ? Að heimta slíkt af oss er sama sem að fara fram á það, að vér vinnum á móti vorri eigin sannfæring, eða að vér leggj- um ekkert upp úr því, sem vér sjálfir segjum að sé sannfæring vor, Onnur eins framkoma og þessi gefur grun um það,' að sannfæringin hjá talsmönnum nýju skoðunarinnar sé ekki mjög sterk, að þeir leggi ekki mikið upp úr sinni sannfæring, úr því þeir ætlazt til þess, að vér lítilsvirðum skoðun vora. Ekki er heldur alveglaust við, að það bóli áþessu í fyrirlestri séra Friðriks. Hann segir á einum stað: »Hugur minn hneigist til hins nýja, eins og þegar erkunnugt.* Sam- kvæmt þessu er hann fremur óákveðinn, ekki ákveðinn í hinni nýju guðfræði. Það er ekkert undarlegt, þótt rnaður sé ekki ákveðinn gagnvart nýrri stefnu, og er ekkert út á það að setja. En svo kemur

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.