Frækorn - 03.03.1903, Blaðsíða 1

Frækorn - 03.03.1903, Blaðsíða 1
FRÆKORN. HEIMÍLÍSBLAÐ MEÐ MYNDUM •* *~ RITSTJÖRI: DAVID ÖSTLUND. 4. árgrangur. Seyðisfirði. 3. rnarz 1903. 4. tölublað. Biðjum stöðugt Alvaldur drottinn oss styður á strindi; stjórn hans og gæzka ber kærleikans vott, lífið það hverfur sem ljós fyrir vindi; að láni það höfum sem allt annað gott. Ei skulum kvarta, þó harmar sig lireifi og hugurinn reiki sem blævakið ský. Biðjum því stöðugt, að stríðið vort deyfi styrkur guðs verkandi hjartanu í. J. S. Hið íifandi forauð • Sannlega, sannlega segi eg yður: Eí þér ctið ekki hold mannsins souar og drekkið ekki bans blóð, þá bafi þér ekki lífið í yður.« •'Andiiui er það sera bfgar, holdio gagnar ti! einskis; þau orð, sem eg tala til yðar, eru andioglíf.* Jóh 6,53 63. Fáum orðum Jestí hefur verið eins hörmulega misþyrmt eins og þessum of- an tilfærðu, um að eta hans hold og drekka haus blóð Hin andlausa bókstafa- tiú heíur fengið það tií, að Jesús ætti hér við kvöldmáltíðina o. því væri hún óhjákvæmilegtsáluhjílparskilyrði. í ákaf- anum í þessu efni heíur hún aigerlega gleymt að athuga það, að þessi getur ekki hafa verið meining, Jesú þcgar af þeirri ástæðu, að kvöldmáltíðin hefur ekki veiið ínnsett fyr en nokkrum tíma eftir að Jesús mælti bessi orð. Hefði hann átt við kvöldmáltíðina, mundi enginn þá hafa g^ tað haft gagn af orðum hans, ekki fyr en eftir stofnsctningu kvöldmáltíðar- innar, en hún fór fram rétt á undan dauða frelsarans, og hún er heldur ekki nefnd á nafn í guðspjöllunum fyrr en þegar Jesús var að skilja við læi isveinana. Lengst gengu kaþólskir í þvi' að taka þessi nrðjesú bókstafiega, þvert á móti hans eigin útleggingu á þeim Peir gerðukvöldmáltíðina að dularfuilri athöfn á þann hátt, að þeir kenndu og trúðu — og gjöra það enn í dag, — að brauðið og vínið í kvöldmáltíðinni bók- staflega breyttist í hold og blóð drottins. Eftir að prestuiinn hefur vígt brauðið og vínið, er það hjá þeim orðið að guði sjálfum, sem presturinn og söfnuðurinn fellur á- kné fyrir og tilbiður. Og nautn þcssa holds og blóðs. skoða þeir sem frelsun og friðþæging. Mönnum er hætt við að oftigria hið ytra, en gleyma kjarn- anum, andanum, því að »holdið gagnar til einskis«. Jafnvel þótt vér bókstaflega hefðum getað etið hold Jesú, þá mundi þetta út af fyiir síg ekki hafa verið oss tii frelsunar. En >andinn cr það, sem lífgar*. Ef vér ? tiú meðtökum anda hans, þá frelsumst vér frá syndinni og fáum eilift líf En hvaða þýðingu hefur þá kvöldmál- tíðin? Orðið svarar: »GjiJrið þetta,« segir Jesús, »í mína minningu.« Og postuli drottins, Páll, sem með sérstakri opinberan var uppfraeddur um hýðingu kvöldmáltíðarinnar, segir: »Svo oft sem þér etið þetta brauð og drekkið af þess- um kaleik, þá booið þér dauða drottins þangað til hann kemur. (1. Kor. 11,24. 26.)

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.