Frækorn - 03.03.1903, Blaðsíða 4

Frækorn - 03.03.1903, Blaðsíða 4
28 FRÆKO RN. mikið til hin sömu eftir sem áður. Þótt stundumkæmi fram stórkostlegar byltinga- öldur, hjöðnuðu þær að mestu leyti niður, og víst er um það, að rannsóknin hefur ekki neitt líkt því eins mikið umturnað mannkynssögunni eins og »hærri kritíkin* hyggst nú að gjöra við gamla testamentið. I öðru lagi fær séra Friðrik ekki mik- inn stuðning af sögu nýja testamentis rannsóknarinnar. Eins oghann geturum, gekk nýja testamentið á síðastíiðinni öld í gegnum hreinsunareld rannsakendanna. Það voru guðfræðingarnir við háskólann Tybingen á Þýzkalandi, sem voru i broddi fylkingar í þeirri rannsókn. Verk þeirra í sambandi við nýja testamentið var yfir höfuð nákvæmlega hið sama, sem nú er verið að vinna í sambandi við gamla testa- mentið. Þeir héldu því fiam, að allar bækur nýja testamentisins, að undantekn- um einum fjórum, væru ritaðar seinna en áður hafði verið haft fyrir satt og aföðr- nm höfundum. Þær fjórar bækur voru bréf Páls til Rómverja, Korintumanna og Galata. Þessar raddir létu til sín heyra um alla kirkjuna, og var iengi um þær kenningar barist. En hver varð svo árang- urinn af öllu því starfi? Séra Friðrik er víst trúanda til þess að segja hann ekki minni en hann var. Frásögn hans ber eðlilega vott um það, að hann reynir til þess að sýna árangurinn í sem fegurstu ljósi, því hann segir meðal annars: Nýja testamentis rannsóknin hafði í sannleika mikinn og fagnaðarríkan ávöxt í för með sér.« En hans eigið svar upp á spurn- inguna: Hver varð árangurinn?—, er þó ckki annað en þetta: »Sá, að hin mann- lega hlið á frelsaranum .... koin Ijóst og greinilega fram.« En það þarf enga »hærri kritík« til þess að leiða það íljós. Það þarf ekki að breyta neitt um höfunda til þess, ekkert að raska hugsan manna um það, hve nær bækurnar hafi verið færðar í letur. Það þarf ekki að breyta kenn- ingunni um guðlegan innblástur hið allra minnsta, til þess að sjá frelsarann í bibl- íunni sem mann um leið og hann er guð. Til þess þarf ekkert annað en lesa blátt áfram það, sem stendur í nýja testament- inu. Þar eru allar þær myndir af mann- dómi frelsarans, sem til eru. Nýja testa- mentis rannsóknin uppgötvaði ekki neinar lýsingar á hinni mannlegu hlið frelsarans fyrir utan nýja testamentið. Að séra Friðrik bendir ekki á neinn meiri ávinning af nýja festamentis rann- sókninni en þetta, bendir heldur til þess, að hún hafi ekki orðið sigursæl. Enda er það rétt. Nýja testamentið kom úr þessum hreinsunareldi hér um bil cins og það stóð áður. Sömu höfundarnir voru almennt viðurkenndir eins og áður en rann- sóknin var hafin, og menn voru nú jafn- vel enn sannfærðari en áður um það, að bækurnar flestar hefðu verið skrásettar á þeim tíma, sem kirkjan hafði aimennt trúað. Vér, sem fylgjum gömlu skoðun- inni, megum því vel una við það, að nú- verandi rannsókn gamla testamentisins sé líkt við nyja testamentis rannsóknina. En satt er það, að nýja testamentis rannsóknin hafði ýmislegt gott í för með sér. Hið sama höfum vér talið sjálfsagt að því er snertir hina núverandi »hærri kritík«; því drottinn fi amleiðir gott jafn- vel af íllu. lCmræðufundur. Eins og skýrt er fiá í fundarskýrslu á öðrum stað í þessu blaði, var almennur umræðufundur haldinn hér á sunnudaginn var. Hér kemur stutt ágrip af umra ð- unum. Fundarstjóri !ýst: fyrst umræðuefninu og skoðun sínni á málinu. Þótt hann kysi helzt aðflutningsbann, mundi hann samt gcra sig ánægðan með vínsölubann, ef hitt væri ófáanlegt, og taldi hann al- mennt vfnsölubann þó vera mikla fram- för frá því sem nú er. Arni Jóhannsson sýsluskrifari tók þá til máls og var í aðalatriðunum fundar- stjóra samdóma. D. Östlund ritstj. var einnig bannlaga- maður, en vildi bó eigi, að nein bann- lög kæmust á, nema þau hefðu fylgi mikils meiri hluta þjóðarinnar. Lögunum um áfengissölu lyftala vildi hann fá brcytt þannig, að lytsalar mættu ekki selja

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.