Frækorn - 03.04.1903, Blaðsíða 2

Frækorn - 03.04.1903, Blaðsíða 2
42 FRÆKO RN. 30 árum síðar samkvæmt heilagri ritn- íngu.* . . . Biblían og hvíldardagurinn er heróp prótestantanna, en vér höfum greini- lega sannað, að aldrei hefur verið stærri mótsögn en kenning þeirra og breytni. Vér höfum sannað, að hvorki þeirra biblíu- legu forfeður nje þeir sjálfir hafa haldið einn einasta hvíldardag á æfi sinni. ». . . Hvaða prótestanti getur ná, eftir að hafa lesið þessar ritgerðir, haldið áfram að brjóta guðs boðorð, sem skipar oss að halda laugardaginn, sem kennari prótestantanna, biblían, frá fyrstu Mósebók til Opinberunarbókarinnar talar um sem guðs viljaf . . — Guðs skrifaða orð skipar undantekningarlaust, að hans guðsþjónusta skuli haldast á hinum sjö- unda degi — laugardeginum — og þetta er margsinnis augljóslega skrifað, með hótun um dauðahegningu fyrir þá, seni ekki hlýða.« Ut af því að Meþódistarnir í Maryland í Bandaríkjunum buðu hinum kaþólsku prestum að taka höndum saman mcð sér til að sjá um, að sunnudagalögunum væri strangara framfylgt, kom eftirfylgjandi áminning til þeirra í áðurnefndu blaði : »Hver er sá klerkur, sem ekki veit það, að prótestantarnir, þrátt fyrir sínar grund- valiarreglur, hafa yfirgefið sinn einasta kennara, biblíuna, hvað hvíldardagsspurs- málið snertir, og að þeir, sekir í tvöföidu fráfalli, með húð og hári eru gengnir yfir til kenningar og breytni hinnar kaþólsku kirkju? Jafnframt og eg framset þetta, verð eg þó að gjöra eina heiðarlega und- antekningu. Jeg meina sjöundculagsad- ventistana. Þeir eru hinir einu sönnu prótestantar íheiminum. Þeir fylgja þeirri kenningu, sem biblían tiltekur, með því að halda hvíldardaginn á þann hátt, sem guð og leiðtogi þeirra (guðs orð) býður þeim, og með þvf að gjöra þetta, þá eru þeir, og það hér í Maryland-rík- inu, að undiriagi þeirra prótestantisku bræðra, sektaðir, verða að sæta fangelsi fyrir þessa sfna breytni, en þeirra ofsæk- endur hafa á hinn svívirðilegasta hátt yfirgefið hin sönnu lög og reglu.« * Matt, 23, 20, Stríðið miili manna boðorða og guðs orðs og laga verður harðara og harðara. — Kaþólskir halda því fram, að þeir (þ. e. a. s. páfarnir) hafi rétt til að skipa iög þvert ámótiguðs orði. En á hverju byggja mótmæl.endur, þegar þeir yfirgefa guðs orð, og halda við mannkenningar? — I raun réttri á grundvelli kaþólsk- unnar. En er sú afstaða æskileg ? »Eg met það tjón.« Eftir Nils Andersson. Niðurl, Enn fremur var Páll í ráðvendni eftir lögmál- inu óstraffanlegur. Hér komumst vér til mikil- vægs atriðis, nefnilega lögmálsins. Ritningin talar um tvö lögmál: lögmál um fórnir og lögmál um siðfræði. Ef lesarinn hef- ur eigi tekið eftir þessu, þá viljum vér biðja hann að rannsaka þetta efni í bíbliunni með þolinmæði og gaumgæfni. Það lögmál, sem hér er sagt frá, er lögmál um fórnir — siða- skipanir Gyðinga — reglugjörðir um guðs- þjónustuna í hinu jarðnaska musteri (sbr. Hebr. 9, 1). Það var það skuldabréf, sem stílað var í gegn oss og innifalið var í lagasetning- um ; það aftók Jesús ognegldi það á krossin- um (Kol. 2, 14). Guðs lögmál, hin 10 boðorð, geta aldrei orðið afnumin. Því kærleikurinn fellur aldrei úr gildí (1. Kvr. 13, 8). Þetta lög- mál segir oss að elska guð og náungann (Mark. 15, 29-31). Að það lögmál ekki fellur burt, sézt enn af því, að það var í hinu alli ahelgasta í helgi- dóminum hér á jörðu, og hin sömu lög — sáttmálans lög— eru á tíma nýa sáttmálans í hinu allrahelgasta í musteri guðs á himnum; þar sem Jesús er inngengínn fyrir oss og orð- inn prestur að eilífu. í Opinb. 11, 19. lesurn vér: „Þá opnaðist guðs musteri á himni og

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.