Frækorn - 03.04.1903, Blaðsíða 5

Frækorn - 03.04.1903, Blaðsíða 5
FRÆKORN. 45 Týndi faðirinn XLVII. Eg tet ckki dæmt um trú hans; en eg þekki áhrifin af verkum hans. Og víst er von í þeirri hugsun, að maðv.rinn sku’i breyta rétt, þá sé lífið vegurinn til Ijóssins. Þá er leið'n ekki framar lokuð. Þetta hefði eg átt að víta fyrri. Nú er það orðið of seint. Þróttur minn er þrotinn. Með helsótt í brjósti byrjar enginn nýtt líf. Veikari og veikari verð eg. Eg klæð- ist aðeins suma daga og aðeins stutta stund í hvert sinn. Seinast var eg of- lengi á íótum og leið út af þar semeg sat. Eftir það lá eg rúmfastur marga daga. En verkurinn er minni. Og taksting- irnir sjaldnari. Og hugurinn rólegri. Eg er víst helzt til þreyttur. En stundum finnst mér það vera sankti Páll, sem reki hið illa burt með kröftugum orðum og hita hjarta síns. Lengi truði eg því ekki, en samt er það satt: að maður getur manni hjálpað. Og oft hugsa eg með sjálfum mér: hann hefur lækniskraft, þótt hann viti ekki af því sjálfur. Ef til vill er þetia breyting á sjúkdómi mínum. Þrauki eg af vorið, þá þiauka eg sumarið; og verði það gott, þá þrauka eg lengur. Gjarnan vildi eg enn bæta við mig nokkrum árum, fyrst eg hef fyrir- hitt mann, sem eg trúi á. XLVIII. Hugsýkin er ekki horfin. Inmt inni gnauðar hún alltaf í sama tón. Og brjóstið er þungt og sárt, og eg verð að hafa gát á mér til þess að angistin vakni ekki á ný. Það kvelur mig, að eg gc t ekki talað út og létt á hjarta mínu. Oft hefur mig lang- að til að skúfta fyrir bróði r mínum. En eg hef ekki getað það. Sutnu er þann- ig varið, að það mannskemmir mig. Og sú synd, sem menn forðast að tala um, treður sálina eins og mara, liggur eins og steinn fyrir brjóstinu. Það er heiðarleg atvinna að halda banka. Og hinn var verri blóðsuga en eg. En tungan stirðnar þegar minning- in um það vaknar, og eg get ekki sagt frá því. Enginn getur skriftað fyrir sjáifum sér. Menn hafa ekki þrek til þess að horfast í augu við sjálfa sig og s 'gja allan sann- leikann. Það er eins og uppsknrður á bkamanum. Menn hafa tkki þrek til þe--s að vera einir sér, þegar þeir eiga að le„ga sál sína á uppskurðar- borðið. Sá sem við er talað skilur hálfkveðna vísu og getur sér til, hver hugsunin sé og hvað í orðunum felist, ræður það af málrómi, andlitsdráttum og augnaráði; og það er óþarfi að segja hin síðustu og sáru 01 ð. Hann hefur vingjarnlegt augnaráð, mjúk og þýð orð, þegar hann verður var við hræðsluna; og hann seg- ir eitthvað, sem manni sjálfum hefur ekki getað komið í hug, eitthvað sem léttir og linar. Og þó ekki væri ann- að en það, að hann situr rólegur og hlustar á, en lýmir ekki burtu, eins og frá einhverju illu, þá er hjálp í því. Einhverntíma þegar eg er frískur ætla eg að tala við sankti Pál. Hann hefur sagt mér æfisögu sína; og engilhreinn er hann í samanburði viðmig; en svo mik- ið hefur hann reynt í heiminum, að hann skilur mig. Og hann dæmir eingan hart nema sjálfan sig. Þetta mundi létta á sinni mínu. Og eg mundi sofa betur á nóttunni. XLIX. Eg gat sagt b'óður mínum frá öllu. Og þungri byrði er létt af mér. Blessaður sé hvar góðurmaður! Eng- inn ve t hvað góður maður e/, nema sá se n bágt á. En hann veit það, og hann skal vitna um það á degi dómsins. Sæll er sá, sem fer með friðþægjandi oró og sá, sem réttir fram hina hjálp- andi hönd ! I honurn gengur hinn heilagi

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.