Frækorn - 17.07.1903, Blaðsíða 2

Frækorn - 17.07.1903, Blaðsíða 2
FRÆKO RN. 106 Jesús áður en hann gekk út í pínuna — með tilfinningunni fyrir pínunni, vinnur sigurinn með pínu sinni dauða og upp- risu. Nú verður haldinn dómur yfir hon- um, nú á að varpa honum niður. —Þá verða þeir um leið daemdir skelfilegum dómi, sem honum heyra til í hjarta sínu. Engin mannleg hugsun getur útmálað þann skelfilega dóm. Menn eiga erfiðast með að beygja sig fyrir þessu af öllum vitnisburðum and- ans. En, — hann er óhaggandi. Og jafnskjótt sem þeir lúta honum eru þeir rækir úr heiminum til Krists Og inn í hans söfnuð. Menn vilja eingöngu heyra síðari vitn- isburðinn, þykjast ekkert þurfaað heyraum synd, rt't læti og dóm. En alstaðar cru bæði trúaðir og vantrúaðir, því þarf hvortveggja vitnisburðarins við. Ef við viljum gjöra Krist dýrðlegan, þá segjum vér til hinna ungu, styrku og hamingjusömu: Leitið Krists, fáið inni- hald í líf yðar. Méðan þér eruð í blóma 1 fsins, þá haldið þér, að þér getið feng- ið háleitt og göfugt innihaM í líf yðar, og tíl þess nema ungir gáfumenn vísindi, skáldskap, listir, eða vinna að umbótum í mannfélaginu, cða fást við stjórnmál. Konurnar leita þess í kærleika og ást og ungir sveinar líka. En alla þyrstir aftur, sem drekka af þessu vatni. Ahuginn á landsmálum dofnar með árunum og ástin kólnar. En vatnið, sem Kristur gefur, missir ckki gildi s tt; sá, sem drekkur af því, styrkist ár frá ári; það er cndurnæring. Það sézt ef til vill bezt hjá gömlum mönn um; þeir drekka af því meira og meira; þó þe r í öðrum greinum missi þrótt og andlega hæfi’eika, — þá verða þeir í þessum efnum fjörugri og frískari; vér getum ckki oft annað en minnst þessara orða: Þó ytri maðurinn hrörni, þá end- urnýjast hinn innri dag frá degi. Viljið þér fá innihald í sálir yðar, sem varað gcti, sem stað zt geti lífsreynzluna, þá leitið þess hjá Kristi, því þar getið þér fundið það. Hann eyðir ekki né varpar burtu neinu öðru góðu og göf- ngu sem þér hafið numið á lífsleiðinni, hann setur það bara allt á sinn rétta stað, vígir það æðri vígslu og styrkir það ei- lífum krafti. Hann segir við hina þreyttu og þjáðu: Komið til mín, eg mun gefa yður hvíld; hann brýtur ekki brákaða reyr- inn né slekkur hinn líttlogandi hörkveik, heldur bindur um reyrinn, svo hann geti vaxið beint upp aftur; hann kann að halda hendi yfir neistanum, sem ætlar að slokkna, og blása á hann, þar til er hann verður skær og fagur logi. Komið til hans. Til syndaranna er kallað: Leitið hans, því hann er guðs lambið/sem ber burtu synd heimsins. Hann einn kann að þvo sálir yðar hvítar og hreinar. Þannig tölum vér til hve s einstaks um dýrð Krists og á marga aðra vegu eftir hvers eins þörfum. En eins og hann getur gefið hverjum einstökum manni það, sem hann sárast þráir, svo gefur hann það þjóðunum; hefur lyft þjóðunum í i8aldir til afls og heið- urs, ljóss og láns, en hinar, sem ekki taka við honum, sitja í myrkri og mcnningar- leysi. Segjum hverri þjóð, sem finnur til veikleika síns, eða ætti að finna til hans: — leitið Krists. Vilji þjóð vor cfl- ast að verulegum krafti, hamingju og andlegum dugnaði, og heiðri með þjóð- inni, þá skal hún snúa sér til hins mikla konungs mannanna. Hann er eilíflega að fæðast af guðs kærleika, hann er eingetinn sonur hjarta hanr, ekki aðeins speki hans, og því segj- um vér, að hann sé guð af guði, háttlof- aður um eiiífð. Svona gjörir guðs andi Krist dýrð- legan samfara því að sannfæra heiminn um synd, réttlæti og dóm. — Og and- inn er persóna — hann er sannleikans andi: »Hann skal af mínu taka og kunn- gjöra yður og allt, sem faðirinn hefur, er mitt.« Jesús hefur ráð á öllu, sem guð faðir hefur, og andinn hefur ráð á öllu, sem Kristi tilheyrir. Þeir eru því allir jafnir, Því er sagt, að andinn rannsaki allt, jafnvel guðs leyndarráð, sé ekki útilokaður frá neinu, sem heyrir tilveru guðs; þeim er allt sameiginlegt; því segjum vér: Dýrð sé guði föður, syni og heilögum anda, sem var og er sannur guð, háttlofaður að eilífu. ’ ® "

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.