Frækorn - 17.07.1903, Blaðsíða 7

Frækorn - 17.07.1903, Blaðsíða 7
I 12 FRÆKO RN. Bænir barnanna hafa fylgt biblíunni. Hvílík náð að eiga föður á himnum, sem heyrir bænir vorar og svarar þeim. maðurinn er,og eftirþví, hvernig á stendur; en hinni hóflegu nautn áfengis (alkóhols) eru óteljandi hættur samfara « <9* ^0"qXö’ (2T® "q) Bakkus konungur af-krýndur. Nokkur Bakkusi vinviett blöð (»Reykja- vík« og eftir henni »Gjallarhorn« og »Bjarki«) voru fyrir nokkru með mikilli athöfn að »krýna Bakkus* í vísindanna heilaga nafni. Það kvað vera orðið sannað með margra ára vísindalegum rannsókn um, að áfengisnaotn í hófi væri góð, gagnleg og holl. »Vísindamennirnir« voru amerískir, og þar sem það er alkunnugt að hin ameríkönsku vísindi nokkuð oft eru talsvert »humbug«-kennd, þá var til frekari staðfestingar »frægur frakkneskur vísindamaður«, Duclaux, tekinn með, sagð- ur fylgismaður þessarar svokölluðu vís- indalegu rannsóknar-niðurstöðu. Stórspeki þessa höfðu hin ofannefndu blöð eftir e'nhverju dönsku blaði; en að dönsk blöð strax aftur mótmæltu henni — það létu Bakkus-vinii nir eins og þeir vissu ekki. Ekki einu sinni hr. Jón Olafs- son, ábyrgðarmaður »Reykjavíkur«, fann neina hvöt hjá sér til þess að mótmæla þessari kenningu sem kom með aðsend- ingarmcrki í »Reykjavík«. Loksins hefur hr. cand. theol. Haraldur Níelssonsent »Reykjavík« eftirfarandi leið- réttingar, sem tala greinilega nóg í mál- inu: Duclaux og áfengið. Herra ritstjóri. — Fyrir skömmu flutti blað yðar grein um áfengið og heilnæmi þess. I grein þessari er einkum vitnað í álit hins mikilsviita franska vísindamanns, Duclaux. Eg þykist vita, að þröngt sé um pláss í blaði yðar, en hins vegar ber eg það traust til yðar, að þér sannle'kans vegna ljáið þessum örfáum línum rúm í blaði yðar: »1 stórum mæli er alkóhól áfengt, í stœrri banvænt, í smáum, sé þess neytt daglega, eyðileggur það líkama og sál. Ahrifin eru mismunandi, eftir því, hver Duclaux. »Börn og fullorðnir, þeir er heilbrigðir eru og því eigi þurfa áfengis, œttu aldrei að neyta þess.< Eg þarf eigi að geta þess sérstak- lega, að sá Duclaux, er svo mælir, er sarri maðurinn og sá, er aðsendingin í blaði yðar þóttist byggja á hina nýrri og betri þekking sína. Eg. þyk'st þess full- viss, að yður sé Ijúft að láta blað yðar flytja ummæli hins merka vísindamanns, svo að lesendurnir fái sannar fréttir af, hvert álit Duclaux hefur á áfengi, þótt hann vilji telja það næringarefni; en þeirri skoðun hans eru margir vísindamenn mót- fallnir, og það einmitt þeir, er rækileg- ast hafa rannsakað áhrif áfengisins. Reykjavík 17. júní 1903 Vinsamlegast og virðingarfyllst Haraldur Níelsson. — Kórónan, sem þessi blaða-vísindi »Reykjavíkur«, »Gjallar'norns« og »Bjarka« scttu á höfuð hins alræmda mannfjanda Bakkusar, er þá mcð þessu tekin af honum altur. Þegar það hefur sýnt sig að vera ósannindavefur, sem sagt var um írakkneska vísindamanninn, má óhætt skoða veslheimsku meðmælendur Bakk- usar á líkai veg. — En það er sjálfsagt, að áliti bhða þeirra, sem tekið hafa fyrnefnda »krýn- ingarsögu« upp eftir »Reykjavfk«, sé hætta búin, ef þau taka nú ekki líka upp leiðréttingargrein herra Haraldar Níelssonar. Blaðanna vegna vonum vér, að þau geri það. 2. blndi JHjóðm. jííatth, Joch. kemur út um mánaðamófin ág -sepf. /mp enna se/’ur @. ©s/tunr/. FRÆkORN,he‘“lað MEÐ MYNDUM, ___ á ári auk jólablaðs, - kostar jjér á landi 1 kr. 50 au. um árið; til Vesturheims 50 cents. Borgist fyrir 1. okt. Ursögn ógild nema komin sé til útg. fyrir 1. okt. og blaðið sé fullu borgað fyrir það ár. David Ostlund. útg. PRENTSMIDJA SEYÐISFJARÐAR.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.