Frækorn - 05.11.1903, Blaðsíða 2

Frækorn - 05.11.1903, Blaðsíða 2
146 FRÆKO RN. Ríkisstjórnarafmæli konungs vors — o — 15. þ. m. hefur Kristján IX. setið 40 ár að ríkjum sem konungur Danaveldis. Fáir eru þeir konungar, sem sitja eins lengi að völdum, og sárafáir þeir, sem eins og hann eru elskaðir af þegnum sínum og virtir af öllum að verðleikum Og mannkostum. Eftirfarandi ávarp senda borgarar í Akureyrar-kaupstað í tilefni af 40-ára- -afmælinu: Allramildasti herra konungur! Nú, er Yðar Hátign hefur setið að ríkjum í 40 ár, finnum vér, eins og aðrir Yðar ]>egn ar í Danaveldi, þrá og löngun til þess að votta yðar Hátign vorar lotningarfyllstu heilla- óskir á þesum þýðingarrrikla degi. — Mörg ár eru að baki liðin og mikið starf er unnið á því Ianga tímabil' til beilla og hamingju fyrir ríki Yðvart, og á það sér eigi sízt stað með fósturjörðu vora. — Yðar Há- tign á hinn mesta og bezta þátt í því, hverj- um framförum land vort helur tekið á þessu tímabili, og nú að síðustu, einmitt á þessu ári, hefur sá gleðilegi og heillaríki atburður orðið, að sú barátta, sem staðið hefur yfir milli löggjafarþings þjóðarinna'- annarsvegar og stjórnar Yðvarrar hinsvegar, er á enda bundin fyrir sakir Yðar Hátignar vísdóms- fullu milligöngu. — Má því ganga að því vísu, að fósturjörð vor sé nú að byrja glæsilegt og athafnarmikið framfaraskeið, og mun það verða til þess að festa <mn betur þá ást og virð- ingu, er islendingar ala í hjarta sínu til Yðar Hátignar og geyrna minningu hins lofsælasta buðlungs um ókomnar aldir. Allramildasti herra konungur! Drottinn alsvaldandi haldi sinni hendi yfir Yðar Hátign, Yðar tignu ættmönnum og yfir öllum Yðar þegnum og gefi Yðar Hátign ró- samt og friðsamt æfikvöld. Allra þegnsamlegast. Oll hin íslcnzka þjóð mun vafalaust vera samhuga þessari hlýlegu kveðju. ^ <§r Kom! — O— Niðurl. Á kvöldin, þegar hann kom heim frá störfum sínum, sagði hún: »Heyrðu,Jón, komdu! mér var lánuð góð bók; langar þig ekki til að lesa dálítið í henni fyrir mig, meðan eg er að bæta?« Jón gat aldrei sagt nei, þegar Margrét sagði »kom«. Einu sinni las hann fyrir hana úr ritn- ingunni, og eftir það tók hann hana stund- um óbeðið. Svo var það eitt kvöld, að hann rak sig á þessi orð: »Komið til mtn allir þér, sem erfiði og þunga eruð hlaðnir, eg mun gefa yður hvíld!» »Ó, Margrét,« sagði hann, »biblían er alveg eins og þú. — Nú sé ég það atlt.« »Jón, Jón!» sagði Margrét og lagði hendurnar um hálsinn á honum, »hvað áttu við með þessu, að biblían sé eins ogég? Hvað sérðu núna?« — »Skilurðu mig ekki, góða? Þú ert allt öðru vísi en fólkið mitt. Það sagði allt af: »farðu,« en þú segirallt af; »komdu!« Og nú sé eg, að þú hefur lært það af biblíunni. — Mér þykir vænt um þá bók núna. « »Elsku Jón«, sagði Margrét með gleði- tár í augunum. »Þetta er ekki það eina »kom« í guðs orði. Þar stendur alstað- ar »kom«. Við skulum nú gæta að.« Hún þurfti ekki að leita lengi, hún var ekki ókunnug ritningunni. »Líttu; á Jón!« — Það var Jesajas 55: »Heyrið, allir þér, sem þyrstir eruð. Komið hingað til vatnsins, og þér, sem ekkert silfur cigið; komið, kaupið korn og etið. Komið, kaupið korn án silfurs og endurgjaldslaust bæði vín og mjólk!« Svo sýndi hún honum Jóh. 7 : »Ef nokkurn þyrsíir, hann komi til m'n og drekki:« Lúk. 14.: »Komið, því nú er alit til reiðu«, og Opin. 22. : »And- inn og biúðurinn segja; Kom þú, Sá, sem þetta heyrir, hann segir; Kom þú. Sá, sem þyrstur er, hann komi; hve", sem vdl, taki gefins lífsins vatn!« »En hérna er þó það allra bezta »kom«. Líttu á, Jón.« Hún fletti upp Matt. 25- »Komið, þér ástvinir míns föðurs, og eignist það ríki, sem yður var fyrirbúið frá upphafi veraldar.« »Það stendur al- staðar »kom«, góði minn.« Vekjarinn.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.