Frækorn - 05.11.1903, Blaðsíða 5

Frækorn - 05.11.1903, Blaðsíða 5
FRÆKOR N. 149 H Angell, Herra Angell hefur sýnt sérstakan góðvilja óg vináttu til okkar íslendinga í öllu, bókum þessum viðvíkjaridi, og er mér það því mikil gleði að skrifa fáein orð um hann til þess að kynna hann löndum mínum. Kapteinn H. Angell er fæddur árið 1861 innst inni í Sygnafirði (Sogni) í Noregi. Faðir hans var herforingi. Ætt sína á hann að rekja til Þrænda, en upphaflega er hún flutt til Nor- egs frá Suður-Jótlandi. Til þess að verða eigi of langorður ætla eg að láta liann sjálfan segja æfiágrip sitt; það er stutt og laggott, skírt og skorinort. í bréfi til niín skrifar hann meðal annars: — — „----þarna inni í Sogni tók eg ástfóstri við hið gamla sveitamál vort; sognamálið kvað ennþá líkjast mjög íslenzkunni. ----Um menntun mína og uppfræðslu er það að segja, að eg hef gengið á alla þá hernaðar- og herfræðisskóla, sem eg hef getað. Nýlega var eg í herstjórnarráðaneytinu. Auk þess hef eg einkanlega safnað mér manngiidislegrar menntunar og uppfræðslu á þjóðbrautinni og sveitavegum á fjöllum og fjörðum. Hef ferð- ast gegnum fleslallar sveitir í Noregi. Árið 1887 fór eg á hjólhesti niður yfir Norðurálfu; kom þá líka talsvert langt suður í Afríku. Staðnæmdist í fyrsta sinn um stundarsakir á Suður-Jótlandi til þess að læra, hvernig lítil þjóð einungis með móðurmáli sínu og sið- menningu sinni er í færum til að sigra í stríði gegn öðru eins stórveldi og Þjóðverjalandi, sem með útlegðum sínum og ofsóknum hefur eigi getað beygt sigurríka mótstöðu Suður-Jóta. S.- Jótar eru hin hraustasta bændaþjóð í Norður- Európu. Qjarnan vildi eg búa á tneðal S.- Jóta og Svartfjallabúa. „Allt fyrir fóstur- landið" virtist vera hreystiyrði þeirra. Síðan hef eg heimsótt Suður-Jótland til að heilsa kær- um vinum, en mest til þess að styrkjast sjálfur í trú minni á lífskrafti smáþjóðanna. Eg hef líka oft verið í Elsas-Lotringen til að kynna mér kringumstæðurnar þar. Rakst þar á það sama og á Suðurjótlandi. Á meðan þjóð ein heldur fast við siði, tungu og sögu feðranna, eða með öðrum orðum: „heiðrar föður sinn og móður, svo fær hún lengi að lifa í land- inu." — — Eg hef líka verið á Póllandi. Pól- verjar hafa einungis móðurmál sitt og ættjarð- arást eftir, - en það virðist líka nóg til þess að halda hita í þeim; meðan á Balkanófriðin- um stóð, 1876 — 78, heyrði eg mikið talað um Svartfjallabúana. Norskur herforingi, sem sjálf- ur hafði verið þar syðra, sagði mér frá hreysti þeirra og hinuin mörgu dýrðlegu eiginleikuin þeirra, og svo fór eg þangað veturinn 1893. Allt, sem eg hafði heyrt og lesið, var sann- Ieikúr. Svo skrifaði eg bækurnar mínar til þess að mintia æskulýð Noregs um það, að Noregur er nógu ríkur, nógu sterkur, nógu góður, ef vér Norðmenn sjálfir einungis erum nógu góðir. Hinir gömlu Norðmenn voru íþróttamenn miklir eins og Forn-Grikkir og Rómverjar. Þá vorum vér í hávegum, enginndró seglið hærra í hún; enginn sigldi framhjá oss. Þessvegna hef eg unnið að útbreiðslu íþrótta. — Árið 1893, þegar eg var í Montenegró, sá eg íþrótta- þjóð eins og feður vora. Varð að ganga á skíðum. Skíði ókunn í „heiminum", þangað til Þelamerkingar komu til Kristjam'u 1879 og kenndu Kristjauíustrákunum listina. Nú eru skíði yfir allan heim alveg suður á Ástralíu. — Eg kenndi Svartfjallabúum mínum skíðalistina. Hef meðal annars verið kennari hinnar núver- andi drottningar á Ítalíu og hins núverandi konungs í Serbíu (Peter Karageorgiwitsch). Bæði framúrskarandi íþróttamenn. (Sjá kaflann um „Montenegró" í „Svartfjallasynir".) Árið 1897 var eg sendur sem styrkþegi þjóðarinnar suður í grísk-tyrkneska stríðið. Var einn vet- ur með öðrum norskum herforingja á Frakk- landi til að kenna hinum frönsku fjallaliðum

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.