Frækorn - 05.11.1903, Blaðsíða 8

Frækorn - 05.11.1903, Blaðsíða 8
152 FRÆKO RN. bæjarfógetakontórnura veturinn 1901, og bor- ií á þá, að þeir hafi stolið honum. Hefur sakaráburður þessi flogið út um allt og vald- ið allmikilli eftirtekt og umtali, máske verið trúað af sumum, enda hefur þessi Ijóta saga verið studd af einstökum mönnum. Rannsóknin byrjaði þ. 21 f. m., og kom það fljótt í ljós, að framburður Oddrúnar þessarar gat eigi staðist. Eftir að 7 vitni höfðu verið yfirheyrð, og öll buðu að staðfesta með eiði framburð sinn, sem að meira og minna leyti var gágnstæður sögu Oddrúnar, og mótsagnir framkomnar í hennar eigin framburði, kvað rannsóknardómarinn upp svohljóðandi varð- haldsúrskurð þ. 24. f. m.: »Dómarinn tilkynnti Oddrúnu Sigurðar- ídóttur, að sökum þess, að við vitnaleiðslur »þær, sem fram hafa farið í málinu, hafi »framkomið miklar líkur fyrir því, að hún »vísvifandi hafi borið fram ranga skýrslu »fyrir rétti og að ástæðulansu kært menn »fyrir þjófnað, þareð skýrsla hennar kemur »í mótsögn við skýrslur vitnanna, og jafn- »vel framburður hennar fyrir réttinum eigi »kemur heim við hina skriflegu skýrslu »hennar, álíti hann rétt aðhafa hana í gæzlu- »varðhaldi fyrst um sinn, þar til málið verð- »ur betur upplýst. íÞví úrskurðast: »Oddrúnu Sigurðardóttur á Seyðisfirði ber »að setja í gæzluvarðhald fyrst um sinn, »þar til betri upplýsingar eru fengnar.« (Til- fært úr prófunutn). Við framhaldsvitnaleiðslur herur það enn Betur komið í Ijós, að framburður Oddrúnar er uppsptuni einn, t. d. er það sannað með eiðfestum vitnisburðum, að hún hefur á öðr- um tímum tilnefnt aðra nafngreinda menn sem valda að þessu ódáðaverki. Fimmtán vitni hafa verið yfirheyrð og kem- ur framburður þeirra allra meira og minna í bága við sögu Oddrúnar. Sex af vitnunum hafa svarið framburð sinn, en Oddrún boðið eið sinn á móti! í*.[_27. f. m. var rannsókninni frestað og: »ákvað dómarinn að taka Oddrúnu Sigurð- • ardótlur með sér á Eskifjörð til frekari »rannsóknar og yfirheyrslu, þareð ástæða »væri til að ætla, að hún sjáli' væri bendl- »uð við þjófnaðinn, eða eigi heil á geðs- »mununt.« (Tilfært úr próiunum). Síðan tók sýslumaðurinn Oddrúnu með sér, og munu margir óska, að honum mætti auðn- ast að koma hinu sanna í ljós í þesru máli, sem um svo langan tíma hefur verið tilefni til úlfbúðar og ósamlyndis hér í bænum. iRegnboginn Indverjar kalla regnbogann boga regnguðs- ins Indras. í Kína er hann álitinn stoð himinsins. í Perú er honum helgað musteri. Caraíbarnir segja, að hann sé sægyðjunnar höluðdjásn' Lithauarnir fullyrða, að hinn sjöliti bogi sé hið marglita belti gyðjunnar Laimas. Eftir gömlu ásatrúnni er regnboginn brú milli himins og jarðar; það er guðanna alfara- vegur og kallast Bif-Röst það er: hin vagg- andi brú, og yfir hana ríða hinir voldugu guð- ir á ljómandi hestum til Urða-brunnsins til að halda þing. Grikkir sögðu, að undir hinni fögru mynd regnbopans væri hinn léttfætti boðberi iris. Eftir kenningum biblíunnar er hinn himn- eski bogi sáttmáli milli guðs og hins synd- uga mannkyns, stórkostlegt, skrautlegt tákn á hinni miklu himinhvelfingu, sem hinn algóði guð staðfesti það loforð sitt með, er hann gaf fyrir rrörgum öldum síðan og aldrci hefur brugðist, að »svolengi sem jörðin stend- ur, skuli aldrei bresta sáð né uppskeru, frost né hita, sumar né vetur, dagur né nótt.« í kaþólsku kirkjunni er regnboginn ímynd þrcnningarinnar en«u síður en Maríu meyjar. Pýtt af Gunnl. S. Kaupendur! Þar, sem margir einstakir menn í sötru sveit kaupa Erælc., væri injög æskilegt, ef þeir slægju sér saman og veldu mann fyrir sig, er vildi taka að sér að hafa á hendi útbýtingu blaðs- ins, og standa rrér skii á andvirði þess fyrir þeirra hönd. Slíkum mönnurn mun eg gefa góð ómakslaun Pað mundi létta mér afgreiðslu bla5sins, sem nú er orðin æði mikil. Petta er þar að auki miklu hentugra fyrir hin^ einstöku kaupendur, því þeir geta þá borgað andvirði blaðsins til útbýtingamanns- ins, og fengið hjá honum kvittun fyrir greidda borgun og komast þannig hjá því að senda beint og að greiða burðargjald undir pening- ana. Það segir sig sjálft, að aðeins áreiðanlegir menn óskast, og eru slíkir menn beðnir um að skrifa mér og gefa sig fram. D. Östlund. FRÆKORN, heimilisblað með mynduni, 24 blöð á ári auk jólablaðs, - kostar hér á landi 1 kr. 50 au. uni árið;, til Vesturheims 50 cents. Borgist fyrir 1. okt. Úrsögnógild, nemakomiu sé til útg. fyrir 1. okt. og blaðið sé að fullu borgað fyrir það ár. Vegna þrengsla getur áframhald af grein- inni „Páfadæmið" eigi komið fyr en í næsta tölublaði. Prentsmiðja Seyðisfjarðar,

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.