Frækorn - 05.11.1903, Blaðsíða 7

Frækorn - 05.11.1903, Blaðsíða 7
FRÆ.KO RN. 151 Nafngáta (Kvennmansnafn.) Ljóssins hjól, og húðarband, hreifing lofts í voðum, fullið tært, og lítið land, Ioftfar ofar hroðum. J\j\n r..,. Fréttabálkur. Vetur var kominn í Noregi snemma í síðastliðnum mánuði. Talsvert komið af snjó í f’rándheimi. Serbía. Skörðótt hríð, og sundruð sátt, sveit, og blómið jarð'r, tvöföld njörfa kind, ogkátt kvikið hafs, og fjarðar. Jón Jónsson. Pétur konungur virðist eiga bágt með að 5-tilla til friðar í landi sínu, — Óvild rís gegn honum út af því, að hann virðist standa morð- ingjum Alexanders of nær. Svo horfir jafn- vel við, að hann muni koma til að segja af sér. Elzti sonur hans talinn sjálfsagður eft- irmaður hans. #1!* ..Matar allar kreddur “ Eitt af blöðunum var hér um daginn að telja sér |>nð til gildis. — Hvað er meint með þessu ? Pótt orðið »kredda« sé algengt orð, er það samt eigi íslenzkt. Það er upprunalega komið af latneska orðinu Credo, sem þýðir: eg trúi. Kredda er eftir þessu trú. Blaðið hatar þá alla trú! — Pað er svo sem ekki smávægdegt, þetta. En í rauninni er það hin versta fprstæða, sem nokkur getur komið með, því að, þótt menn hatist við ein- hverjar ákveðnar trúarsetningar, þá er þó varla nokkur einasti maður til, sem hatast við alla trú, því að án allrar trúar lifir í rauninni enginn einasti maður, og getur ekki komist gegn um heiminn án hennar. Pekk- ingin t. d. er byggð á trú. fegar litla barnið á að læra að lesa, verður það að trúa. Leg- ar því er kennt að einn stafurinn sé a, ann- ar b o. s. frv., þá myndi lítið gagna vantrú'n og afneitunin. Ef barnið segði: eg get eigi sannfærst ?f þínum orðum einungis; eg vil hafa ástæður, sannanir fyrir því, að þetta sé a og þetta sé b, þá yrði lítið úr kunnáttunni. Trúin er alveg ómissandi, og enginn getur verið án hennar, ekki einusinni »trúleysingj- arnir« svo kölluðu; þeir trúa ekki því, sem kristnir menn sameiginlega viðurkenna sem sannleika, en mörgu öðru trúa þeir, sem þeir alls eigi geta fengið sannanir fyrir, Guð gefur í orði sínu fullgildar sannanir fyrir sannleika |>essa sama orðs. Og hver, sem ekki snýr eyrunum burtu frá kenningu guðs orðs, mun geta f'engið fullgildar ásfæður fyrir henni. Friðarstefna var haldin í Wien í september. Óvenju- lega margir löggjafarþingmenn (um 500) voru mættir. Eyrir hönd hins norska félags voru mætlir skólastjóri Horst, tollskrifari John Lund og prófastur Chr. Knudsen. — Ping Norð- manna hefur jafnan verið hlynnt friðarstarfinu og veitt fé til þess. — í raAu, sem hr. Horst hélt á fundinum, telur hann víst, að Noregur — ef til ófriðar horfðistmilli hans ogSvíþjóðar— mundi kjósa að Iáta afgera slíka óeir.ingu með gerð.irdómi, en ekki með sverði. Frú tiuldn Garborj?, sem ferðaðist hér um land í sumar, hefur ritað skilmerkilega um ferð sína í »Dagl>ladet«. Hún var mjög hrifin af landinu og hrósar mörgu og mörgum, en finnur lika að, þar sem henni líkar miður; þannig segir hún miður skemmtilega sögu af fylgdarmanni einum, er hún nafngreinir, og mun honum að líkin- dum þykja gamanið grána, ef hann fær að vita, ao frammistaða hans er sett í gapastokk um allan Noreg. Sigurbjörn Á Gíslason, trúboði innrimissionarinnar, var með Hólum um dnginn og prédikaði í Bindindishúsinu hér á Seyðisfirði. Vel Iíkaði mönnum ræðu hans, og enginn varð var við neitt af því, sem ýms blöð hafa úthúðað honum fyrir. Rannsókn Axel Tulinius, sýslumaður á Eskifirði, hefur verið skipaður til þess að hefja rannsókn af hálfu hins opinbera, út af framburði stúlku nokkurrar hér á Seyðisfirði, Oddrúnar Sigurð- ardóttur, par sem hún hefur skýrt frá, látið skrásetja og útbreiðast eftir sér, að hún hafi verið sjónarvottur að því, er nokkrir nafn- greindir menn hér í kaupstaðnum hafi verið að fela peningakassa þann, er stolið var af

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.