Frækorn - 05.11.1903, Blaðsíða 6

Frækorn - 05.11.1903, Blaðsíða 6
FRÆKOR N. 150 að renna á skíðum. Þeir þekktu Island þar syðra, en héldu að menn tölnðu dönsku þar. Heitasta ósk mín hefur nú lengi verið að líta Island og Færeyjar og kynnast löndum mínum þar. Kapteinn Angell er íþróttamaðurmikill, fræg- ur fyrir kapphlaup frá yngri árurn sínum, ágæt- ur sundmaður, hefttr oft bjargað mönnutn frá drukknttn; í fyrra fékk hann gullmedalíu fyrir að hafa bjargað manni frá drttkknun, mig minn- ir í 5. sinni. Hann er elskaður og virtur af undirmönnttm st'num. Auk áðurnefndra bóka hefur hann nýlega skrifað sögu frá Sogni, er heitir: „Kapteiti Jörgensen og Leirdölerne hans", og hefur hún fengið mikið hrós í norskum blöðum. Að endingu vil eg óska þess, að ættjarðar- ást kapteins Angels, sem kemur svo kröftuglega fram í bókum hans, megi hrífa og gagntaka hjörtu íslenzks æskulýðs, - því honum eru „Svartfjallasynir" ætlaðir, svo að hin unga kyn- slóð skapi íslandi bjartari og hamingjusam- ari framtíð, en það áður hefur haft — dáðrík- ari, friðsantari. Framtíð þá, sem andlega flat- botnaður og lágloftaður hugsunarháttur hefur bægt burt frá landinu. H. V. Skírn fyrir hina dauðu Niðurl. Dr. Clarke segir enn fremur: »Eins og skírnin er ímynd dauðans, með því að menn Iáta fúslega dýfa sér niður í vatnið, þannig cr hún einnig fyrirmynð upprisunnar til eilífs lífs, með því að sá, sem skírður er stígur aftur upp úr vatninu. Þeir láta þannig skírast í óbifanlegri trú á upprísunna. Þrjú næstu versin sýna það enn betur, að þessi útskýring er rétt.« Þótt postulinn liði allt fyrir Krists sakir, og þótt hann hefði barist við óarga dýr í Efesus,—hvað gagnaði það, ef dauðir ekki upp rísa ? (1. Kor. 15, 32). Hann vissi það, að væri ekki upp- risa til, þá væri heldur engin sæla til og ekkert eilíft líf, Og hann heldur því fast fram, að skírnin sé dýrmætur vott- ur, eigi að eins um dauðann, heldur og um upprísuna til eilífs lífs. Vér skulum enn tilgreina nokkur orð úr heilagri ritningu, sem sýna það, að skírnin hefur þessa þýðingu, og að það er rétt að skipa henni þar :æti meðal náðarráðstafana guðs, sem vér áður höf- um bent á. »Þér eruð allir orðnir guðs börn fyrir trúna á Jesiím Krist, því svo margir af yður, sem eruð skírðir til Krists, þér hafið íklæðst Kristi* (Gal. 3, 26. 27). »Með því að þér eruð með honum greftraðir í skírninni, í honum og með honum, eruð þér og upprisnir fyrir trúna á mátt guðs, er uppvakti hann frá dauðum« (Kól. 2,12.). Fyrir trúna á Jes- úm Krist öðlast iðrandi sál barnaréttinn, og í skírninni er hún greftruð með Kristi, svo að hún geti upprisið með honum; og eins og afturhvarfið er ómögulegt án trúar, eins er það og ómögulegt, að nokk- ur maður geti upprisið með Kristi í skírn- inni án trúar á mátt guðs, sem reisti hann frá dauðum. Það er því Ijóst, að sá, sem skírður er, verður að hafa heyrt og meðtekið vitnisburðinn um dauða og upprisu Jesú Kiists, til þess að skírniu geti komið honum að nokkru liði. Af því, sem hér hefur verið tekið fram, vonum vér, að auðskilð sé, að ritningar- staður þessi getur með engu móti not- ast til þess að halda uppi þeirri kenn- ingu, sem sumir hafa farið með hér á landi, að menn geti látið skírast fyrir 1 dauða menn, og þeir, þótt vanfrúaðir væru, fyrir það öðluðust sáluhjálpina. — I Um slíkt er postulinn ekki að tala, enda j mundi slík kenning stríða móti öllum anda kristindómsins og nýja testament- isins, því þar er frelsunin óhjákvœmilega bundin við persónulega tileinkun náðar- innar í iðrun og lifandi irú. Bæn. Drottinn! þitt lát líf og ljós lifa í hverri sál og rós. Drottinn láttu Iífið mitt liggja upp við hjarta þitt. G.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.