Frækorn - 26.08.1904, Síða 2

Frækorn - 26.08.1904, Síða 2
130 F R Æ K O R N. Hvernig getur síeinninn skynjað manninn? Hvernig getur maðurinn þekt — GUÐ? - Dœmdu varlega, jarðnesk þekking!" Höf. gefur þráfaldlega í skyn, að eiginleg þekking á guði sé óhugsan- leg hér í heimi: »Alföður þekki eg ekki.« »Sannleikurinn í sjálfum sér, eins og'Tiann'er, birtist aldrei Tút- heimi.« En þrátt fyrir þetta er bókin með sínum 37 »iðkunum« nærri því á hverri blaðsíðu leitun á að »birta« þetta. Bókin er prédikun um guð, og ef höf. meinar nokkurn veginn það sama með íslenzkum orðum og aðrir menn og það verður hann að gera, annars er ekki til neins að brúka málið —, þá er bókin fræðsla um guð, um »sannleikann í sjálfum sér«, fræðsla um þetta, sem enginn (og þá heldur ekki höf.) þekkir né getur þekt »í út- heimi.« Um veginn til sannleikans’^segir höf.: »Veginn til sannleikans finnur hver sá maður, sem sannleikans leitar af alhug og kærleikans lögmáli hlýðir.« (Bls. 5). Vér getum fallist á þetta, það er bæði skynsemi og kristindómi sam- kvæmt. Kristur segir: »Sá, sem leitar, hann finnur«. »Petta er eilífa lífið, að þeir þckki þig, einan sannan guð, og þann sem þú sendir, Jesúm Krist«. Berum svo saman orð þessi við þessa setningu höf.: »Ein er vera Alföður, sú er aldrei birtist í neinum heitni; aldrei opinberast neinni dulspekissjón«. Samkvæmt þessum orðum höf. er kristindómurinn villa eða svik og höfundur kristindómsins annaðhvorl svikari eðaþá viltursjálfur, \)\i\hannhob- aðafdráttarlaustþað, sem höf. segir að »aldrei birtist í neinum heimi,«; »aldrei opinberast< o. s. frv. Hvernig sami höf. seinna í bók sinni^geturj nefnt Krist »hinn mikla meistara« (bls. 29), það skiljum vér ekki. Orð [Krists samrýmast aldrei >Vegi« höfundarins. Kristur er opinberun föðursins. »Sá, sem hefir séð mig, hefir séð föður- inn«, segir Kristur. Og?einn af rit- höfundum nýja testamentisins segir um Krist, ’ að hann sé »geisli hans dýrðar og ítnynd hans veru«. >Andinn tansakar alt, jafnvel guðs leyndarráð*. — Ég hef leyft mér að benda hinum heiðraða höfundi »Vegarins« á þessi orð nýja][testamentisins til þess að slá því föstu, að það nær engri átt að hugsa sér neina samhljóðun milli rits þessa og heimildarrita kristindóms- ins. Enga einustu setningu hefi eg fund- ið í þessari bók, er bendi til Krists sem sáluhjálpara og frelsara, heldur byggist öll sæluvon á eigin verkum mannsins. Höf. segir: »Hver maður getur orðið varanlega sæll. En fyrst verður hann að borga skuld sína við guð og menn og því næst verður hann að lifa skynsamlega«. (Bls. 50). Hvað þeir vesælu menn eiga að gera, sem vantar efnin til að borga skuld sína við guð með, hefir höf. ekki sagt neitt um. í heild sinni er bókin óljós bæði að hugsun og framsetningu, og minnir svo átakanlega á orð Tegnérs: »Det dunkelt sagda ar det dunkelt t;ánkta«. (Það, sem óljóslega er sagt, er óljós- lega hugsað). Þetta segjum vér um ritið sem heild. En margar setningar í ritinu eru

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.