Frækorn - 26.08.1904, Blaðsíða 3

Frækorn - 26.08.1904, Blaðsíða 3
FRÆKORN. 131 engu að síður bæði sannar og gull- fagrar. Vér viljum ekki ganga fram hjá þeim. Hér skulu settar fáeinar þeirra: »þér er það í fréttum að færa, að vegurinn inn í heim þess sjáanda, sem eygir lengra en efagirni skamm- sýninnar grillir, iiggur ekki í gegn um danssa! léttúðarinnar, eigi um fjala- gólf þæginda né næðis, eða um hæg- lætishlið há!fvelgjunnar«. (Bls. 5). Um opinberun guðs dýrðar í sköp- uninni segir höfundurinn þessi fögru og sönnu orð: »Önnur er ’hlið’ alföður, sú er í öllum heimum, ætíð og alstaðar, skín og birtir endurljóma af hans óendan- legu veru«. (Bls. 8). »Það er eigi kirkjan í sveit þinni, heldur þú sjálfur, sem í sannleika er musteri Ouðs. Gættu þess vandlega, að halda musteri Guðs hreinu og flekklausu. Þá skalt þú verða skugg- sjá hans eih'fu dýrðar>. Vér nemum hér staðar. Bókin vitn- ar um áhuga og alvöru og lotningu fyrir hinu guðlega, og þótt höf. eigi sé kominn lengra en hann er i tilliti til opinberunarvissu kristindómsins, þá er bókin, sem heild skoðuð, eins og fórn og tilbeiðsla til hins »ókunna guðs«, sem Kristur opinberar þeim, er til hans koma. Oddur Björnsson stendur meðal vor sem ærlegur, sannleikselskandi vinur, og leitun hans er svo einlæg og elsku- leg, að hver sá, sem hefir lært að meta gildi manns, ekki eftir einskorð- uðum játningarbókum, heldur eftir því, sem verulega þýðingu hefir, hann hlýtur að virða hann og elska, hvort meira eða minna beri á milli, hvað skoðanir snertir. Ritið er prentað sem »handrit«, og hefði ef ti! vill átt að liggja í þagnar- gildi. En þögnin er áður rofin (af M. J. í »Norðurlandi«), og mun eng- inn skaði vera í því, að um slík mál- efni sé rætt. J. Raabe: Lœre- og lœsebog i Norges og Jj Nordens historie for folkeskole og hjem. Med 81 mynd. 223 bls. í stóru i 8 bl. broti. Cammermeyers bókaverzlun,jKrist- ianíu. Verð í pappabindi 90 au. Það er sjaldgæft, að norskar bækur komi til íslands, og enn sjaldgæfara, að þeirra sé getið í íslenzkum blöðum. Vér viljum reyna að breyta svolítið til í þessu efni, gerum því hér byrjun með að nefna bók, sem að mörgu leyti verðskuldar að verða keypt á ís- landi. Hinn ötuli forstöðumaður Cammer- meyers bókaverzlunar í Kristjaníú,’ hr. Lars Swanström, hefir sjálfur 'verið hvatamaður að útgáfu þessarar bókar. Fyriraetlunin hefir verið, að gefa mönn- um reglulega skemtibók yfir jsögu Noregs og Norðurlanda frá upphafi til vorra daga. Kenslubækur eru oft mjög leiðinlegar, svo lesarinn leggur þær sem fyrst frá sér. Öðruvfsi er þessari bók varið. Hér er varla hægt að finna neitt af þurru kenslub ókar- bragði. Alstaðar mesta snild á frá- sögninni. í Noregi hefir bókin með réttu hlotið alveg einstætt lof. Höf. er vel þektur, reyndur kennari í sögu, og hann hefir haft auga fyrir því, sem mest er um vert í sögunni, en það eru ekki eintómar áratölur og konunganöfn, heldur það, sem ein- kennir líf hverrar kynslóðar og þjóðar. Björnstjerne Björnson skrifar um bókina: »Bókin nær hátt upp yfir allar aðrar’

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.