Frækorn - 26.08.1904, Blaðsíða 12

Frækorn - 26.08.1904, Blaðsíða 12
140 FRÆ KO RN. Náttúrufegurð Noregs er ekkert nýtt, og hvert ár fara fjölda margir ferða- menn þangað og fara hugfangnir heim aftur. Kristjanía er ekki eins stór bær og Kaupmannahöfn, og er, ef til vill, held- ur ekki svo skrautleg. En nokkur hús eru þar fallegri og skrautlegri en í Höfn; t. d. hús, sem eru úr póleruð- um marmara, 5 og 6 lofta há; og um bæinn í heild sinni verður maður að segja, að hann virðist snotrari og hreinlegri. Húsin eru oftar þvegin að utan en í Höfn, ef það þá nokk- urn tíma er gert þar. Hús, sem hafa verið máluð, verða auðvitað óhrein að utan af ryki og sóti; og stórbæ- irnir eru alment mjög svo óhreinir í þessu tilliti. Kristjanía er að mínu áliti skárst, hvað það snertir. Þar sér maður mjög svo oft málara vera að þvo húsin án þess að mála aftur. Þetta sumar var mjög svo þurt í Noregi, og rýrir það uppskeruna vafa- laust að miklum mun. Það var verið að heyja, meðan eg dvaldi þar. Þegar eg kom til Svíaríkis, var kom- ið að uppskeru rúgsins. Svíaríki er, eins og Danmörk, mikið kornland, og það var fallegt að sjá hinar stóru flatneskjur með rúgi meir en mann- hæðar háu, meðan sláttuvélarnar fóru yfir þær og skáru og bundu bindini. Og eg mintist litlu nöpru vísunnar eftir Stgr. Th. um ísland: »í ey þeirri eigi vex rúgur« o. s. frv. Já, því er nú ver; en þó vex fleira á íslandi en það, sem skáldið nefnir, fleira, sem er meira um vert en það, sem hann segir »sprettur þar vel.« Stokkhólmur er ef til vill fegursti höf- uðstaðurinn á Norðurlöndum; það, sem gerir hann fegri en hina stórbæ- ina er, að hann liggur að mestu leyti á eyjum. Annars var eg óheppinn með veðrið, er eg var í Stokk- hólmi; þá daga, er eg dvaldi þar, rigndi stöðugt, svo eg fór ekki eins víða og eg ella hefði gjört. í Kaupmannahöfn, Kristjaníu ogjön- köping sat eg á ársþingum s. d. að- ventista. Margt var þar að sjá og heyra, sem hafði góð áhrif ámig; en það sem mest gagntók mig var hinn sjálfs- fórnandi kærleikur til starfsins, sem þessi flokkur rekur svo að segja al- staðar nú orðið. Afarmikið fé leggja félagsmenn fram, viljugir og glaðir, í þarfir guðs ríkis. Það er sannfæring- in um nálægð endurkomu drottins, er þannig kemur þeim til að starfa. Frh. -oo^s> •• Tíðarandinn Hvert sem litið er í heiminum á þessum tíma, mætum vér sama þunglyndinu, sama kviða, ótta og óró fyrir því sem framtíðin muni færa með sér. Tví að samviska mann- kynsins er sjúk; menn hafa leitað gæfunnar en ekki friðarins, fáfengilegs heiðurs, en ekki samfélags við guð. Og uppskeran reynist svik. Og meira að segja: Ein þjóðrísmóti annari, almennur ótti gagntekur hugi manna og stríð og fréttir um stríð metta tíðarand- ann. Hvergi er sönn ánægja, friður, von eða hvíld. Tað er eins og þungar dunur í fjarska það eru ógnandi ský, þungt loft og ógurlegt stríð alstaðar. Tá fer hugsunin til manns þjáninganna (Jesú Krists), og nemur j>ar staðar. Þar er ró, þar er hvíld handa hinum þreyttu. Heim- urinn andvarpar og kvíðir, en hann, sem hef- ur gefið líf sitt til friðþægingar, hann einn stendur uppréttur í friðsælli ró og segir: »Komið til mín allir þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, eg vil gefa yður hvíld.« Endurlífgun, svölun, heílbrigði, rí, — það er það, sem Jesús Kristur býður. Að halla höfði sínu að brjósti hans, að Ieita hvíldar í faðmi hans, það er frelsandi trú. Og hann

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.