Frækorn - 26.08.1904, Blaðsíða 5

Frækorn - 26.08.1904, Blaðsíða 5
F R Æ K O R N. }i. M- Stan/ey. Hann lézt í Lundúnum io. maí 63 ára. Fá- ir ferðamenn veraldarinnar hafa verið honum j^fn-frægir. Fjórtán ára gamall fór hann til Vestur- heims og hafði þá engan eyri í vasanum, heldur vann fyrir sér á leiðinni. 1861 var hann í Bandaríkjaóíriðnum í liði Norðmanna. Svo fór hann til Tyrklands og Litíu-Asíu og ritaði þaðan greinar til ýmsra blaða. Upp frá því varð hano fastur fregn- ritaii »New York Heralds«, og fyrir það blað var liann í leiðangri Englendinga gegn Theo- dor konungi í Abyssiníu. f’ví na st var hann lengi fregn.ritari blaðsins á Frakklandi og Spáni. í Október 1859 fól eigandi blaðsins Gor- don Bennet, honum á hendur að standa fyrir leiðangri til þess að Ieita að Livingstone. f*á liafði ekkert til hans spurzt um 2 ár, en menn vissu, að hann var einhverstaðar langt inn í Afríku. Eftir 10 mánaða ferðalag um Afríku og afskaplegustu mannraunir fann hann Livingstone 3. nóv. 1871 í Ujiji á strönd Tanganyikavatnsins. Stanley Iýsir þeim fundi í sinni nafrfrægu bók: »Hvernig eg fann Livingstone«, og atburðurinn er heimsfrægur. Árið 1874 lagði Stanley á stað í aðra af sínum miklu Afríkuferðum. Gordon Bennet og »Daily News« í Lundúnum kostuðu það ferðalag. Hann 'agði upp frá Zanzibarströnd mcð 300 manna, meiri hlutann svertingja, til þess að rannsaka uppland Afríku. Rannsókn- ir hans á upptökum Nílar og ýmissa vatns- falla í hitabeltinu, einkum Kongofljótsins, gerðu hann að einum af alba-merkustu land- kanncrdum veraldarinnar, og enginn einn inaður hefir meira unnið að því en hann að ryðja Norðurálfu-menningunni braut í Afríku. Loks lagði Stanley upp í þriðju og síðustu stórferðina 1887 til þess að leita- að þýzka landkannandanum Emin Pascha, sem menn héldu að væri í nauðum staddur Iangt inn í Afriku. Stanley fann Emin, en hlaut. misjafn- ar þakkir fyrir. Þjóðverjar héldu því fram, að Einin hefði alls ekki þurft á neinni hjálp að halda og að »Iiðveisla« Stanleys helði í rauninni ekki verið annað en enskt ofbeldis- verk til að leggja undir sig lönd þar syðra. í þessari ferð rataði Stanley enn oftsinnis í 133 mestu hættur og mannraunir, og hvað eftir annað komu fregnir um andlát hans til Norð- urálfu. Hann var rúm 2 ár í þeirri ferð. Á siðasta áratug æfi sinnar fékst Stanley við stjórnmál á Englandi og var þingmaður frá 1895 til 1900. Á þingi þótti Iítið að hon- um kveða. Flestir, sem kyntust honum nákvæmlega, segja, að hann hafi verið harðiyndur maður og lítinn skdning haft á hugsjónaöflum mann- lífsins. En jirekið var obilandi og þráin eftir baráttu og æfintýrum óseðjandi. Fyrir þá sök hafa fáir lagt meiri skerf til heimsmenn- ingarinnar en hann. (Nl.) Jlótf. Nú ríkir kyrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfra sal, í hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðað: Góða nótt. Nú saman liggja blómsturblöð er breiddu faðm mót sólu glöð, í brekkum fjalla hvda hljótt, þau hafa boðað: góða nótt. Nú hverfur sól við segulskaut og signir geisli hæð og laut; cr aftanskynið hverfur hljótt það hefur boðað : góða nótt. Skógdal. Xoöldhugsun IJá sól að beði sævar hnígur og síðstu geislum laugar grund og nótt af dular djúpi stígur og dróttum færir væran blund. Vér minnumst kvöldið æfi á þá allir vimr hverfa frá. Tví biðjum vininn himin hæða oss hverja stund að dvelja hjá. Vor syndameinin mýkja’ og græða unz myrkur dauðans fellur á, og leiða’ oss friðar landið í þar ljós guðs hylja’ ei sorgar ský. Þorst. Firinbogason.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.