Frækorn - 26.08.1904, Blaðsíða 1

Frækorn - 26.08.1904, Blaðsíða 1
Xífssfríð og tífsfró■ Bækur og rit Eg leitaðð um fold og eg sveif yfir sœ, því að sál min var hungruð í brauð, en~eg gat ekki neinssiaðar gulli því náð, sem oss gefur þann lifandi auð. Og svo varð eg uppgefinn, sál min svo sjúk, að hún sá ekki likn eða fró, því alt traust á mér sjálfum með trúnnivar burt, og af tápinu sorglega dró. En þá var það eitt sinn á ólundarstund, að eg eigraði dapur á sveim; og eg reikaði hljóður um víðlendisvang, þvi eg vildi’ ekki í tómleikann heim. Þá heyrðist mér rétt eins og hvislaði rödd, svo að hjarta mitt greiðara sló: „Ef þú horfir með ólund á himinn og jörð, þá hlýtur þú aldregi ro!“ Þá leit eg i kringum mig, loftið var alt ein logandi kveidroðaglóð, meðan sólin mér heyrðist við sœflötinn yst vera’ að syngja mér óminnisljóð. Og fuglarnir, iyngið og lækir og grjól og lömbin og fjöllin og hjarn fékk aftur sinn heilaga samelskusvip, og eg sjáifur? — Eglék eins og barn! Matth. Jochumsson. Oddur Björnsson: Vegurinn frá mannlífi til heimsíífs. Akureyri 1904. Á kostnað höfundarins. Þetta er eflaust lang-einkennilegasta ritsmíði, sem hefir verið prentað á íslandi á seinni árum. Það verður leitun á mönnum, sem fylgjast með höfundinum á hugsanaferðum hans. Bókin er dulvísisrit og kennir þar margra grasa, sérstaklega verður mað- ur var við austurlandaspeki og Buddha- trú, og mun höfundurinn hafa orðið fyrir áhrifum af því tagi, meðan hann dvaldi i Höfn, þar sem hin svo nefnda »teósófí« hefir nokkra fylgjendur. En eitt rekur maður sig á, að ekki kemur fram samhengi eða lógík í framsetningu höf., en hvort þetta sé nú viljandi eða óviljandi, er ekki hægt að segja með vissu. Bókin byrjar t. d. með þessum ein- kennilegu orðum: „Mannlegt hyggjuvit! Ertu nú svo fótvíst, sem þú lœtur? Hvernig getur tímans barn þekt eilífðina? Hvernig getur endanleikans sonur skynjað það, sem engum takmörkunum er bundíð? Hvernig getur fjötrað eðli skilið alfrjálsa vitund? Hvernig getur ytri náttúran skilið það, sem efninu, líkamanum er óskylt og gagnstætt, — andans eðli ? Hvernig getur hinn fáfróði skilið hinn visa?

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.