Frækorn - 31.01.1905, Blaðsíða 2

Frækorn - 31.01.1905, Blaðsíða 2
10 FRÆKORN vegna eigum vér að hlaupa veg boð- orða hans. (Sálm. 119, 32). Vér höfum öðlast líf guðs heilaga anda; þess vegna eigum vér að ganga fram í andanum. (Gal 5, 25) — og til þess heyrir fyrst og fremst að ráða aldrei neitt af eftir »holdsins vild« (2 Kor. 1, 17), eða eins og það er orðað á öðrum stað: »Farið ekki eftir fýsn hjartna yðar né augna (4. Mós. 15, 39), heldur skal hver sá, sem vill heita »trúr«,gjöra samkvæmt því, sem er í hjarta guðs og i huga hans (l.Sam. 2, 35). í þessu efni eigum vér vandlega að gæta vor. Guð hefir gefið oss boð- orð sín, að þau séu oandlega haldin. (Sálm. 119, 4). Regar Móse ætlar að fara burt af Egyptalandi, þá vildi hann hafa alt á burt með sér. Hann segir við Faraó: »Kvikfé vort skal og fara með oss, og ekki skal ein klauf eftir verða. (2 Mós. 10, 26). — Og þegar Jósías hreinsaði musteri drottins, þá vildi hann taka alf burtu; hann brendi altari Baals og Astarte og síðan segir: »Hann flutti öskuna til Beteb eða »kastaði henni íKedronslæk (2. Kon. 23, 4. og 12.). Drottinn Jesús gjörði ávalt það, sem »föðurnum þóknaðist« (Jóh. 8, 29.) og gat alls ekkert gjört af sjálfum sér, nema það, sem hann sá föðurinn gjöra (Jóh. 5, 19.). Eins 1 eiga guðs börn að gjöra alt í orði og verki í nafni drottins Jesú (Kól. 3, 17) og gæta þess »alla æfi«, sem guð vill láta gæta, halda hans lög, tilskip- anir og boðorð (5. Mós. 11, 1). Vér eigum að muna til drottins á öHum vorum vegum (Orðskv. 3, 6.) og hata sérhvert lýginnar spor (Sálm. 119,104) ogæfa oss jafnan í því, að hafa óflekkaða samvizku, bæði fyrir guði og mönn- um. (Post. (26, 16. Guðs börn eiga ekki að líkjast ak- neytum þeim, sem gengu fyrir örk drottins og »viku afleiðis« (2. Kron. 13,9). Pau orð mættu standa eins og grátleg yfirskrift yfir lífi margra kristinna manna. En ritningin segir: »Víkið ekki frá drotni! því þá snúið þér yður til fánýtra skurðgoða, sem hvorki hjálpa né frelsa, því þau eru hégómi« (1. Sam. 12, 21.). Pá komum vér að þriðja undirbún- ingsatriðinu: Vi/ji guðs er altaf beztur; það er til- vinnandi að gjöra hann; alt annað er hégómi. Drottinn bauðjósúa, að hann skyldi »breyta hyggilega á öllum þeim vegi, sem hann ætti að ganga«, og þetta útskýrði drottinn sjálfur á þá leið, að hann mætti hvorki víkja til hægri né vinstri frá lögmáli drottins, heldur gæta þess að gjöra eftir því (Jós. 1, 7). Pað var því hið hyggi/egasfa, sem Jósúa gat gjört á öllum sínum vegum, að fylgja vilja drottins. Og enn í dag er það hið hyggilegasta, sem vér getum gjört. »Verði ekki minn, held- ur þinn vilji«, er þess vegna lífsins æðsta speki, því að vilji guðs er alt af beztur. Pað er bæði sjálfum oss og ríki guðs hagkvæmast, að hugur vor girnist ávalt það, sem guð vill. Frh. ORGELVÍSA. Þá tónrikan „tanyent“ slœ, hann túlkar, hvað jeg meina, og enga betri’ eg unun jœ en orgeltóna hreina. Þeir lyfta minum anda i ódáinssali bjarta, þangað sem engin þrumusky sér þrengja' að minu hjarta. Guðm.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.