Frækorn - 31.01.1905, Blaðsíða 12
20
FRÆKORN
Sjónleikur
Reykjavík hefir nú urri tíma átt kost
á að sjá sjónleik, sem er um kristi-
legt efni: John Storm, saminn af
enska skáldinu Hall Gaine. Nafn
leiksins væri, nákvæmlega útlagt,
»Kristni maðurinn:« Sumum þykir leik-
urinn afbragð, margir kaflar mjög
hugðnæmir o. s. frv.; aðrir þar á móti
hrteykSlast á því að sjá og heyra hin
helgustu málefni dregin frarrt á leik-
svið, heyra guðs orð og bænir »í
leik«* Og það er óneitanlegt, að
bænin til guðs er of heilög til þess
að hafa hana að leikefni.
„Skrítið uppátæki."
Svona þóknast ritstjóra „Reykjavíkur" að
nefna það, sem „Frækorn" í síðasta blaði skýrðu
frá, sem sé að nokkurar konur hér í bæ hafa
myndað félagsskap með sér til þess að styðja
að kristniboði i öðrum löndum. Slík félög
eru til i öllum „kristnuni" löndtim — nema
íslandi, begar þess er gætt, að meir en níu
aidir eru liðnar síðan, að kristnin náði hingað
til lands, þá er sannarlega ekki hægt að neita,
að það sé „skrítið", að slikt hafi ekki verið
byrjað hér fyrri. Og „skrítið uppátæki" og
harla ósamboðið slíkum heiðursmanni og ritstj.
„Reykjavíkur" er það að amast við slíkum fé-
lagsskap og slíkri viðleitni.
Ekknasjóður Reykjavíkur
hélt aðalfund sinn 2. þ. in. Lagður var fram
reikningur fyrir árið 1904 og átti sjóðurinn
samkvæmt reikningi þessum í árslok kr. 9566,72.
hafði hann vaxið á árinu um ca. 1400 kr.,
mestinegnis við tonibóluhald. — 14 ekkjur
nutu styrks úr sjóðnum árið 1904, 33 kr. hver.
Dómkirkjupresturinn er formaður sjóðsins,
en féhirðir Gunnar kaupmaður Gunnarsson.
Arstillag að eins 2 kr. Féiagar eru nú hátt
á fjórða hundrað, — menn af öllum stéttum.
Kynleírt í autrum ritst. „Kvennabl.“
Uin ferð sína um Noreg skrifar ritstýra
„Kvennablaðsins" í 1. tbl. þ. á. Meðal ann-
ars segir hún svo frá heimsókn sinni hjá
prófessori einum í Sandviken:
„Lítið atvik, sem korn þar fyrir, sýndi mér
eina hlið af norskum siðum. Hji prófessorn-
um voru 12 gestir, foreldrar og vandamenn
hans. Þegar skyldi setjast til borðs, gengum
við öll masandi og hlæjandi inn í borðstofuna
og settumst í sæti vor. Svo heyrði eg, að
hann tdaði eitthvað lágt. Eg lít við og held
að hann tali við borðdömuna sína, en sé þá,
að hann er ákáflega alvarlegur, horfir í gaupn-
ir sér og heldur áð sér höndum, Mér varð
litið framan í hitt fólkið ög sá, áð það vaf
alveg eins. Þá skildi eg að hann var að lesá
borðbæn, Og það mundi vera siður. Mér
Fanst þetta kynlegt og hugði, að hann hefði
líklega valið húsi sinu stað á bjargi, til þess
að það væri líka í biblíustíl. — Annars sá eg
þetta oft síðar, og var hætt að finnast það
undarlegt."
Ætli þetta hefði alment þótt íslenzkum
mönnuul kyrllegt? Varla trúum vér því.
fiorbergur íinarsson,
fœddur 9. sept. 1882,
dáinn 14. mai 1904.
Kveðja frá st. Vonin.
Oss finsl sem að myrkvuð sé maidagssól,
því myrkur dauðans þig, ástvinur, fól;
horfið er anda þíns hugbliða Ijós,
helbleik er œskunnar vordaga rós.
Hér sem að ræddum við reglunnar mál,
reynd var þin barnslega trútynda sál.
Vér kveðjum þig harmandi’í hinstasinn,
því hingað framar þú kemur ei inn.
Þín sakna brœður og hollvinur hér.
Hver það bezt finnur, sem nœst honum er,
faðirinn harmar sinn hjartkœra son,
horfin er ellinnar fegursta von.
Látum oss hvíla við öldungsins arm,
andvörpin lesum á tárvotum hvarm
og syrgjandi föðursins sameinum raust,
söknuð vorn þakklæti, bænir og traust.
Stund þin var komin, þvi höfum vér hrygð,
hrygð sem af fögnuði brátt verður skygð.
Húmrökkur grafar og helógnin dvin.
Himneska kœrleikans vorsólin skín.
Dygðar og frómlyndis fána þú barst,
falslaus og hjálpsamur öllum þú varst.
„Hvað systrum og brœðrum sýndir þú hér“
segja mun frelsarinn, „gjörðir þú mér".
fón Guðmundsson.
/, koma út tvisvar í mánuði, auk
J cxinOrn jóidblaðs., Árg. minst 25 tbl.
200 bls.). Kostar á íslandi 1 kr. 50 au.
Til Ameriku 60 cents. Gjalddagi 1. okt.
Fyrirfram borga.idi kaupendur fá sérstök.
hlunnindi.
Prentsmiðja »Frækorna“.