Frækorn - 31.01.1905, Blaðsíða 5

Frækorn - 31.01.1905, Blaðsíða 5
FRÆKORN 13 og kristilegt uppeldi. En sinnaskiftum tók hún fyrst árið 1840, þá er hin stórmerkilega advent-hreyfing gekk um Ameríku. Og áhugann, sem endurkomu-pré- dikuninni fylgdi, hefir hún enn eins lifandi í hjarta eins og þá. Hennar líf alt hefir, svo að segja, verið ein einasta endurkomu-prédikun. Hún hefir ásamt manni sínum (hún giftist 1846) starfað ótrauðlega í s. d. ad- ventistaflokknum alla tíð frá stofnun hans í þeirri mynd, sem hann nú hefir, enda urðu þau hjónin til að koma föstu skipulagi á starf hans, og er það þeim að þakka, að mestu leyti, hvað menn snertir, að stjórnarfyrir- komulag s. d. adventista þykir eitt- hvaðhið bezta, sem nokkur trúarflokkur hefir. Meðan ýmsir trúarflokkar skifta sér svo sem ekkert af flokksmönnum sínum í öðrum löndum og heims- álfum, er þessi flokkur ein einasta allsherjar-eining með sameiginlegri stjórn. Petta hefiraftur á móti meðal annars haft þau áhrif, að flokkurinn geti beitt sér langt um betur við starf sitt út um heiminn, og þess vegna er það orðið svo umfangsríkt, að lík- lega er enginn kristinn trúarflokkur nærri því eins starfsamur að tiltölu til meðlimafjölda, eins og s. d. ad- ventistar eru. Hjónin White störfuðu ótrauðlega að útbreiðslu guðs ríkis með ræðum og ritum. Aðalmálgagn s. d. a. í Ameríku og um leið uni allan heim, nú nefnt > Review and Herald«, stofn- aði James White árið 1849. Rað kemur út enn. Ritstörf frú Whites eru mjög mikilfengleg. Auk »Vegarins til Krists« (»Steps to Christ«) hefir hún ritað stórt sögulegt rit, er nefnist »The Great Controversy« (»stríðið mikla«), »Patriarchs and Prophets« (»Ættfeður og spámenn«), »Testimonies to the Church* (Vitmsburðir til safnaðarins«) í 8 bindum og margt fleira. Frú White þykir mjög mæisk og hvar sem hún hefir ferðast, hvort sem það hefir verið í Ameríku, Ástralíu eða Evrópu hafa afarfjölmennir söfn- uðir safnast til þess að heyra hana. Auk hins andlega starfs hefir hún tekið mikinn og góðan þátt í bindind- isstarfseminni. Mikill kraftur, eld- móður og bjargföst sannfæring fylgir hverju orði hennar. ýlð sofa og gleyma. Að sofa og gleytna sœla er hverjum þeim, er sorgir heimsins nísta heljartökum, því hvar sem ber oss guðs um víðan geim, vér gráta og syrgja hljótum, meðan vökum. Um síðstu stund vér sofa fáum rótt, það sanna gleði veitir lífsins nautnum, þá leiðir oss hin Ijúfa, þögla nótt á Ijóssíns braut frá heimsins voðaþrautum. Þ. Ó, ------------------ EG ELSKA. Eg elska blómin blið, sem brosa’ í hlið og blessuð skœru himin-ljósin fríð. — Eg elska vor með alt sitt líf og fjör, eg elska kœrleiksbros á friðri vör. Eg eiska hraustan hug, og hafsins flug, það hressir, vekur, glœðir karlmanns dug. Eg elska hjarta, ei sem þekkir harm, Eg elska tár af barns-saklausum hvarm. Eg elska islenzkt mál, eg elska sál, sem aldrei hefir flekkað heimsins prjál, Eg elska stund, sem er mér gleðileg. — eg elska það, sem nœr að hrifa mig. Jens Sœmundsson. 'rS§í)(*’«<5§Í3c-

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.