Frækorn - 31.01.1905, Page 8
FRÆKORN
16
Lögregluþjónninn sór við alla dýrð-
linga í almanakinu, að borgarstjórinn
hefði sent sig.
»Kom þú!« bætti hann við, »þá
munt þú heyra það af sjálfs hans
vörum.«
Timofeitseh fór með honum og var
að brjóta heilann um það á leiðinni,
hvaða ættíngi það væri, sem hann
hefði átt í Rostof. Loks mundi hann
eftir, að hann átti föðurbróður, sem
settist þar að, fyrir mörgum árum, en
hafði ekkert frétt til hans síðan.
Er Timofeitsch kom til borgarstjór-
ans, sagði hann:
»Föðurbróðir þinn er dáinn, og
hefir skílið þér eftir í arf tvö verzl-
unarhús, hér um bil þrjú hundruð
þúsund krónur.«
Timofeitsch fór skjótt að búa sig
til ferðar. En þrátt fyrir fullyrðingu
lögregluþjónsins vildi enginn trúá því,
að ferjukarlinn væri orðinn auðugur
maður, né lána honum peninga til
ferðarinnar; en þess þurfti hann með,
því hann átti ekki svo mikið til, að
hann gæti borgað ferðina.
En hvernig, sem það fór, tókst hon-
um þó að lokum að komast til Rostof.
Regar ferjukarlinn sá öll þau auð-
æfi, sem honum hafði hlotnast, gat
hann varla trúað sínum eigin augum.
Hann hafði ekki einusinni dreymt um
svona mikinn auð. Og hvernig átti
hann að fara með slík auðæfi?*
Stórar upphæðir átti hann inni hjá
hinum og þessum, en skuldaði einn-
ig stórfé hjá ýmsum. Ýmist hlaut
hann að fara í mál við þráláta skuldu-
nauta ellegar borga skuldabréf, er voru
fallin í gjalddaga. Vörur voru send-
ar til umboðsmanna í Moskow og Kir-
gísalandi, og umboðsmennirnir biðu
nákvæmari tilskipana.
Timofeitsch var ómentaður maður.
Hann hafði aldrei á æfi sinni haft
bókfærslu á hendi, og nú neyddist
hann til að færa tíu bækur í einu.
Hann misti allan kjark, og vissi ekki,
hvað hann átti að gjöra. Engan gat
hann spurt til ráða, þar sem hann
var öllum ókunnugur. Að vísu vildu
margir vera vinir hans, en þejr vildu
að eins hafa hann að féþúfu.
Einn gjörir honum heimboð og
heldur honum veizlu, annar slær hon-
um gullhamra,til þessað hann bjóði sér
til miðdegisverðar, þriðji kemur hon-
um inn í ný verzlunarfyrirtæki með
því að telja honum trú um mikinn
hagnað. ' Hinn fjórði gjörir mikla
fjárkröfu í dánarbúið, sem Timofeitsch
skilur ekkert í. í einu orðj: veslings
ferjukarlinn veit ekki upp né niður.
Hann hefir aldrei verið eins óánægð-
ur og þunglyndur og nú. Hann nýt-
ur hvorki svefns né matar, og liggur
við, að þessi umsvif gjöri útaf við
hann.
Hann fór að neyta áfengis til þess
að liná þrautir sínar, og þá vantaði ekki
vinina, sem hjálpuðu honum til þess að
eyða fénu. Menn átu og drukku og
héldu heimboð, en alt var gjört á
hans kostnað.
Kvöld eitt kom hann ölvaður heim.
Hann tók lampann með sér og ætl-
aði inn í svefnherbergið. Hann hras-
aði. Lampinn brotnaði, og þa^ kvikn-
aði í olíunni.
Timofeistch ætlaði sér út til ess að
leita hjálpar, en áður en hann komst
út í anddyrið, datt hann um á gólfið
og sofnaði.
Alt húsið brann, og með naumind-
um var Timofeitsch bjargað úr eldinum.
Rað var sorglegt fyrir veslings ferju-
manninn að sjá eigursínar fara þennan