Frækorn - 31.01.1905, Blaðsíða 7

Frækorn - 31.01.1905, Blaðsíða 7
FRÆKORN 15 Fljótt fengið - fljótt farið Eftir Tolstol. í litlum bæ við strönd Okas lifði einu sinni fátækur ferjukarl, að nafni Timo- eitsch. Um tíu ár hafði hann verið við það starf að ferja menn yfir um fljótið, og það starf gaf svo sem ekki mikið af sér. Oft voru eigandaskifti að ferjunni, en Timofeitsch hélt stöðugt áfram að vera ferjukari. Hann var nú einu sinni vanur við það, og það gaf honum þó það nauðsynlegasta til lífsviður- væris. Húsbændur hans báru þar að auki hið bezta traust til hans, því að hann var einkar ráðvandur og sveikst aldrei um að skiia hverjum eyri af hinum daglegu tekjum sínum, Allur bærinn þekti Timofeitsch, og af ogtil var hann beðinn um að vera skírnar- vottur, Ekki safnaði hann fé, gamli mað- urinn, í tíu ár hafði hann ekki get- að keypt sér meira en einn sparifrakka og eina sauðskinnskápu, En loðhúfu hafði hann árangurslaust óskað sér í fleiri ár, og í hvert skifti, sem hann fór í bæinn, gat hann ekki látið hjá 'íða að spyrjast fyrir um húfur hjá kaupmönnunum, tiltaka einhverja beztu húfuna, semja um verð og láta á sér skiljast, að þegar hann fengi nógu marga peninga, þá mundi hann kaupa hana. Á meðan á þessari bið stóð, notaði hann gömlu lélegu húfuna sína. Þótt Timofeitsch væri vanur slíkri æfi, var ekki faust við,að hann við og við öfundaði þá, sem áttu við betri kjör að búa heldur en hann. »Hví hefir guð gefið þeim svo mikil auðæfi, en mér ekki neitt?« hugsaði hann. »Eg er sannarlega ólánssamur maður!« Og hann kvartaði sárara og sárara yfir fátækt sinni og bað guð um auð. »Þá mundi eg lifa góðu og gagnlegu lífi«, hugsaði hann, »og þá mundi eg ekki gleyma fátæklingunum. Nei, þá mundi eg breyta réttilega.« Einn dag sat Timofeitsch að vanda fyrir utan húsið, þar sem hann átti heima; sá hann þá hinumegin fljóts- ins lögregluþjón koma, er benti til hans og kallaði til hans. »Hvað ætli hann vilji?« hugsaði ferju- karl, og réri yfir um til hans. Áður en hann var kominn yfir fljót- ið, tók lögregluþjónninn ofan ogsýndi mestu kurteisi, Hann var svo mál- hreyfur,að Timofeitsch horfði undrandi á hann og skildi ekkert í þessu — hugsaði helzt, að hann kæmi frá drykkjustofu, »Við höfum komist að því«, sagði lögregluþjónninn, »að þú ert orðinn auðugur, Timofeitsch. Ættingi þinn einhver, eg held, í Rostof, er dáinn og hefir látið eftir sig mikinn auð, sem hann hefir safnað við verzlun sína, og þar sem hann er barnlaus, erfir þú alt saman, Ress vegna hefir borg- arstjórinn skipað mér að óska þér hamingju og biður þig um að koma til sín. Timofeitsch varð nærri því frá sér af undrun, og starði á lögregluþjón- inn, sem var hinn blíðasti og auð- mjúkasti. »Hér býr eitthvað undir«, hugsaði ferjukarlinn. »Slíkir menn ómaka sig ekki að þarflausu.« »En hvað gengur að þér, Miron?« spurði hann. »Rú hefir lfklega verið í afmælisveizlu hjá einhverjum kunn- ingja þínum?«

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.