Frækorn - 14.04.1905, Blaðsíða 10

Frækorn - 14.04.1905, Blaðsíða 10
66 FRÆKORN myndi endast, og níu krónur betur en myndi tíu krónur til þess að bæta úr þörfum sjálfs sín og sinna, eftir að hann hefir borgað drotni eyrinn eina og krónuna eina, honum, sem krefst þessa sem eignar sinnar. Sá maður, sem trúna hefir, efast ekki um þetta. Sérhvert barn guðs, sem náð hefir sér niðri í þessum sannleika, hefir reynt, að þaðan kom honum óbrigðult athvarf. teir einir hafa á þessu ótrú, sem aldrei hafa borið nógu mikið traust til guðs til þess, þótt ekki væri meira, að nota sér það til reynslu. í*að er eins um einstaklinga í þessu efni eins og um söfnuði. Hvorki kröggur þeirra né efa- semdir stafa nokkurn tíma af því, að þeir hafi borgað skuldir sínar, eða af því að þeir hafi of örlátlega gefið af efnum sínum. Svert- ingja prestur einn gamall hafði gjört sér ljósan sannleikann í þessu máli, þegar hann sagði: »Aldrei vissi eg til þess, að nein kirkja gjörði út af við sig að gefa drotni of mikið. Væri slík kirkja til og eg fengi að vita um það, þá vil eg segja ykkur, hvað eg skyldi fara að gjöra: Eg skyldi nú undir eins í kvöld fara til þeirrar kirkju; og eg skyldi klitra upp á hið mosavaxna þak hennar og setjast tvívega upp á mæniásinn og hrópa svo Viástöfum: Sælir eru hinir dauðu, þeir sem í drotni eru dánir«. Að deyja af skyldu- rækni — að verða hungurmorða út af tíundar- gjaldi drottins — er góður dauðdagi. En það er síður dauðahætta á þeirri leið en á nokk- urri annari, sem þeim, er þetta ritar, er kunn. Það var fyrir tuttugu og þremur öldum, að guð mælti svo til barna sinna, sem verið höfðu í vafa um þetta efni: Flytjið alla tíundina í vistaklefann, svo að nóg vist sé til í mínu húsi, og vitið svo til, segir drott- inn alsherjar, hvort eg skal ekki upp ljúka fyrir yður vatnsrásum himinsins og úthella yfir yður yfirgnæfanlegri blessan. Og það var fyrir tuttugu og sex öldum, að gjörð var meðaí lýðs guðs alvarleg tilraun í þessa' átt. En sú tilraun leiddi til þess, að tíundarfé safnaðist saman í hrúgur og varð meira en svo, að Iprestar drottins væru því vaxnir að nota það. »Og Esekía spurði prestana um þessar hrúgur. Fá svaraði honum Asaría, höfuðpresturinn af húsi Sadoks, og mælti: Frá því menn byrjuðu að flytja gáfur í drott- ins hús höfum vér etið og erum orðnir mettir, og höfum Ieift mikið; því drottinn hefir blessað sitt fólk, og þessi mikla hrúga er afgangurinn«. Ef alt fólk drottins á þessum tíma kæmi með tíundir sínar og legði þær í fjárhirslu drottins, þá myndi féð liggja í hrúgum og bíða eftir nýjum tilfæringum til að koma því í hreyfing. Hverjar horfur virðast þér vera á því, að kærleiksstraumarnir kiistilegu fara vaxandi, að því er peninga-utlát snertir? Gjörir þú það, sem þér ber, til þess að styðja að þeim vatnavexti? Quð lætur ekki að sér hæða. Hinn 19. febrúar 1723 hafði einn mikilshátt- ar maður í Raab í Ungarn boðið heldri íbú- um staðarins til föstuglaðnings og þar á með- al herumboðsmanni einum, er Jósef Treitafer hét. Maður þessi var nokkuru áður snúinn frá Evangelisku kirkjunni til Rómversk-kaþólsku kirkjunnar og tók svo brátt að gjöra dár að sannleika fagnaðarerindisins og notaði hvert tækifæri, sem bauðst, tíl þess að reyna að gera það setn hlægilegast. Þá er menn höfðu etið kvöldverð, var farið að danza, og stóð það yfir fram á nótt. Til þess að skemta gestunum og auka og fullkomna ánægjuna klæddi herumboðsmað- urinn sig í búning, í hverjum hann svo átti að líkjast Marteini Lútlier, og ungur aðalsmað- ur bjó sig sem konu Lúthers. í búningi þessum fóru þeir svo inn í danz- salinn. Sá dularklæddi, sem sýna átti Lúther, bar stóra bók undir hendinni og tilkynti við komu-sína, að hann væri kominn hér til þess að hlusta á skriftamál. Hinn viðstaddi ka- þólski biskup var sá fyrsti, er skriftaði fyrir honum, og hans dæmi fylgdu svo ýmsir þeirra, er viðstaddir voru. Þar á ofan hélt sá dularklæddi ræðu og veitti í háði syndafyrirgefningu, sem allur hóp- urinn meðtók með glymjandi hlátri; að síðustu endaði hann dáraskap sinn með því að mæla fram „Faðir vor". En í því að hann mælli fram orðin: „því að þitt er ríkið og mátturinn", varð hann skyndilega lostinn af heilablóðfalli og steypt- ist, öllum til hinnar mestu skelfingar, til jarðar og veltist um froðufellandi sem óður hundur. Með mikilli fyrirhöfn gátu menn komið hon- um úr fötunum; var hann síðan borinn út á vagn og honum ekið þannig á sig komnum heim kl. 12 um nóttina. Margir læknar voru sóktir, sem tóku hon- um blóð og notuðu öll möguleg ráð til að hjálpa hönum, en alt til einkis. Eftir að hafa liðið þannig í ellefu daga með óhljóðum og ógurlegum kvölum, dó hann i hryllilegu ástandi. Skömmu síðar veiktist hinn ungi aðalsmaður, er búið hafði sig sem konu Lúthers, og dó hann 16. marz sama ár. (S. /. þýddí.)

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.