Frækorn - 20.07.1905, Blaðsíða 1

Frækorn - 20.07.1905, Blaðsíða 1
VI. ÁRO. REYKJAVÍK 20. JÚLÍ 1905. 13. TBL. Hvernig verður vilji guðs fundinn? Biblíurannsókn eftir C. Skovgaard-Petersen. Framh. Rækilegur »undirbúningur hjartans« þarf einatt að ganga á undan, áður en vér erum fyllilega fúsir. Oskir vorar hafa mikið vald yfir oss, oft svo mikið, að vér verðum þess áskynja, að fúsleiki vor, þegar til kastanna kemur, er ekki annað en yfirskin. Oft verður oss þetta þá fyrst reglulega Ijóst, þegar vilji guðs eða svar hans hefir reynst gagnvart vilja vorum. I spádómsbók Jeremíasar er gott dæmi þessu til upplýsingar. (Jer. 42, 3-7 og 42, 20-43,2). Lessi staður er svo hörmulega átakan- leg lýsing á þessum yfirdrepsskap. Lýð- urinn kemur til Jeremíasar og biður hann að kunngjöra sér vilja drottins. — F*eir lofa því, að hvort sem það svo sé gott eða ilt, þá vilji þeir hlýða raustu drott- ins guðs síns (42, 6). En þegar á átti að herða og Jeremías segir þeim móti óskum þeirra og vilja, segir, að þeir megi ekki fara til Egyptalands, þá svara þeir: »Pú talar lýgi, drottinn þinn guð hefir ekki sent þig« (43, 2). Til þess. að gjöra oss óhulta fyrir slík- um og þvílíkum uppgerðar-fúsleika, gefur ritningin oss margar bendingar. Rannsakaðu, hvort bendingar þær, sem þú leggur fyrir drottin, eru ekki í raun- inni vifilengjur til að komast hjá að giora það, sem er hið eina eðlilega og hendinni nœst eftir ástœðum. Ef svo reyndist, þá er öll vor eftirgrenslan og spurningar að líkindum ekki annað en svik undir guðhræðslu yfirbragði, því hið eðlilega og það, sem næst liggur, er því nær alt af guðs vilji. Drottinn sagði, þá er Jeríkóborg var hertekin: »Lýðurinn ráði til uppgöngu, hver og einn fyrir sig beint af augum fram (Jósúa 6, 5). Og sama er sagt um kerúbana, sem báru hástól drottins dýrð- ar. > Peir gengu hver fyrir sig beint af augum fram.« (Es. 1, 12). Með djúp- settari orðum er ekki hægt að lýsa því, hvernig vegir drottins liggja. Guðs börn eiga að fara eins að. Krókagötur eru aldrei vegir guðs; sniðgötur sjaldan. Rar sem samvizka vor segir skýrt og skýlaust: l’ú skalt, er sjaldgæft að drott- inn segi: þú skalt ekki. Viljirðu því gjöra þig öruggan fyrir því, að fúsleiki þinn sé yfirdrepskapur, þá rannsakaðu líka, hvort þú hafir ekki í rauninni fengið svar í samvizku þinni, og haltu ekki áfram að spyrja að einstil að geta komið að þínum vilja. í þessu efni er Bileam oss til viðvör- unar. Balak, Móabíta konungur, sendi menn til Bileams, biður hann koma og lýsa óbænum yfir ísrael. Bileam hefði nú átt að vita af því, hvernig orð- sendingin hljóðaði, að það var ekki guðs vilji, að hann færi með sendimönnum konungs. Samt sem áður spyr hann guð, hvað hann skuli gjöra, og guð svarar

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.