Frækorn - 20.07.1905, Page 2

Frækorn - 20.07.1905, Page 2
114 FRÆKORN skýlaust: lYi skalt ekki fara með þeim og lýs ekki óbænum yfir þessum lýð, því að hann er blessaður (4. Mós. 22, 12). Balak sendir samt sem áður »fleiri og ágætari höfðingja« og endurtekur beiðnina. Bileam sýnir, að hann er sér þess fyllilega meðvitandi, að það sé.ekki guðs vilji, að hann fari með sendimönn- um konungs, því hann svarar: »Enda þótt Balak vildi gefa mér hús sitt fult af gulli og silfri, mætti eg samt ekki gera á móti boði drottins, míns guðs, með því að gjöra í þessu efni mikið eða lít- ið« (18. v.) En þrátt fyrir það segir hann: »En verið þó hér í nótt, að eg megi skynja, hvað drottinn vill enn frem- ur við mig tala. (19. v.) Hann vill því spyrja aftur og aftur, þrátt fyrir vissu sína. Auðsætt er, að þessar spurningar Bileams eru ekki annað en dulklæddar en magnlausar tilraunir til að fara í kring um skipun drottins. Sá, sem ekki spyr til að fá vissu, held- ur til að fara kring um þá vissu, sem hann liefir, syndgar á móti þessum orð- um Jesú: »Gangið, meðan þér hafið ljósið, svo myrkrið falli ekki yfir yður«, og hann mun komast að raun um, að >sá, sem gengur í myrkri, veit ekki, hvert hann fer.« (Jóh. 12, 35.) Til vonar og vara vd eg að eins bæta því við, að það leiðir af sjálfu sér, að ítrekun spurningar getur verið réttmæt. Einu sinni spurði Davíð drottinn aftur og aftur um hið sania, þrátt fyrir það þó drottinn svaraði honum í fyrsta sinni. (1. Sam. 23, 1 — 4). En hjá Davíð var það sprottið af trúarveikleika, — af þrá eftir að fá að vita vissu sína um sitt mál- efni, en ekki eins og hjá Bileam, af því, að viljann vantaði til að gjöra það, sem guð hafði sagt. (Framh.) ----------------- Kraftur kærleikans. (Christian Common Wealth.) Raðjvarj’snemma dags,r að Hinrik litli Berg var’að skemta sér með skólafélög- um^sínum, úti í garðinum;' þeir ’ höfðu frí í skólanum. Faðir^hans kom þá út fyrir dyrnar, og kallaði höstum rómi: »Komdu hingað, Hinrik, þú verðurað reka erindi fyrir mig.« IJað virtist sem Hinrik tæki ekki strax eftir, hvað faðir hans sagði, en hélt áfram að leika sér. »Heyrir þú, hvað eg segi,« hrópaði faðirinn enn þá byrstari en áður. »Komdu hingað á augabragði«! Hægt og seint og með hrygðarsvip yfirgaf Hinrik félaga sína, og hélt í átt- ina til föður- síns, eins og hann væri hræddur við hann. »Komdu, og berðu fæturna lítið eitt hraðara! « sagði faðir hans í byrstum róm. lYgar eg kalla, vonast eg eftir, að mér sé hlýtt á augabragði. Skrýddu ekki eins og ormur, en flýttu þér af stað, Farðu með þetta bréf til herra Friðriksens og hlauptu eins hart og þú getur. Láttu ekki grasið vaxa undir fótum þér á leið- inni. Heyrðu nú það, sem eg segi, og komdu svo fljótt til baka aftur sem þú getur.« Hinrik tók við bréfinu af föður sínum og hélt á stað hægt og þunglamalega, þungbúinn á svip, sem sýndi, að hann var ekki sem ánægðastur yfir orðum föð- ur síns, né kærði sig mikið um að hlýða skipun hans. Þegar faðirinn sá þetta, hrópaði hann enn þá einu sinni til hans í ströngum róm: »Er þttta að gjöra það, sem eg bauð þér? Sagði eg ekki, að þú skyldir flýta þér? Heyr, hvað eg segi; ef þú verður ekki kominn aftur eftir hálfan tíma, verð- urðu barinn.« Regar drengurinn hafði fengið þessa aðvörun, gekk hann að sönnu lítið eitt hraðara, en það var auðsætt, að hin hörðu orð föður hans höfðu sært tilfinningar hans djúpu sári. Hann hafði af náttúr- unni erft nokkra af eiginleikum þeim, er sérkendu föðurinn, sem sé sjálfsþótta og þverlyndi, og þegar þessar tilfinningar vöknuðu, leiddu þær til kærulausrar breytni, án þess að skeyta hið minsta um afleið- ingarnar. Við þetta tækifæri fann Hin- rik, að hann hafði orðið fyrir harðri og óréttlátri meðferð. Ressar tilfinningar urðu því sterkari, sem hann fjarlægðist félaga sína meira. »Eg verð að segja, að eg hef aldrei

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.