Frækorn - 20.07.1905, Qupperneq 3

Frækorn - 20.07.1905, Qupperneq 3
FRÆKORN 115 haft jafn óhlýðinn dreng,« sagði herra Berg við vin sinn, herra Arnesen, sem stóð og hlýddi á, meðan hatin af- lauk fyrirskipunum sínum við son sinn, sem þegar hefir verið sagt frá. Hann sýnist ekki skeyta um hvað eg segi. Orð mín hafa næstum engin áhrif á hann.« »Máske það komi af því, að það eru ekki hin réttu orð,« svaraði herra Arne- sen. »Hin réttu orð! Hvaða orð ætti þá faðir að hafa við barn sitt, þegar hann ætlast til, að það gjöri eitthvað fyrir sig?« »Vingjarnleg orð,« var hið rólega svar Arnesens. »Pau eru ætíð miklu kröftugri, en hin hörðu orð. I’au eru lík og hið kyrra regn eða hin hressandi dögg, þar sem hörð orð beygja og sundurtæta alt, sem hið mesta ofviðri. Vingjarnleg orð vekja og glæða kærleiksríkar tilfinningar; þar á mót forherða hin hörðu orð hjartað, og eyðileggja allar hinar göfugustu tilfinn- ingar, sem til eru í barnshjartanu. Reyndu að tala vingjarnlega til sonar þíns, þá muntu finna, að orð þín verða margfalt kröftugri; eða mér skjátlast mikillega.« Herra Berg fanst sem snöggvast sér vera misboðið með hinni trúföstu og opinskáu leiðréttingu vinar síns, en hinar betri tiifinningar hans, fengu brátt yfir- höndina, og hann sagði: Kærar þakkir, eg ætla að reyna að fylgja ráði þínu. Mín eigin aðferð heíir mislukkast hingað til.< »Já, gjörðu það, og láttu mig vita á- rangurinn,« sagði hr. Arnesen, um leið og hann kvaddi. Eg er farinn að ætla, að hr. Arnesen hafi haft rétt fyrir sér,« sagði Berg við sjálfan sig, um leið og hann fór inn á skrifstofuna inn af búðinni. »Eg hefði öldungis ekki viljað láta tala svo harðlega til mín, þegar eg var drengur. Eg verð að vaka yfir orðum mínum, annars get eg neitt hann til opinbers mótþróa gegn mér. Meðan hann braut heilann um þetta, leið tíminn óðfluga, og hann sannfærðist betur og betur um, að það mundi vera hyggilegt að reyna vingjarnleg orð, hvort þau hefðu nökkur áhrif. t’egar hann leit á úrið, varð hann þess var, að klukku- tími var liðinn, síðan sonur hans fór á stað, og skyndilega steig reiðiský upp í huga hans; en orð lir. Arnesens þrengdu sér aftur fram í hugsunum hans, og hann bældi niður reiðina, í því hann sagði við sjálfan sig: »Jú, eg skal reyna það; eg hefi reynt hina aðferðina nógu lengi og veit, að hún hefir algjörlega mishepnast, og dugi þetta ráð ekki betur, verð eg að láta drenginn fara og gjöra það, sem honum gott þykir.« í sama bili heyrði hann fótatak Hin- riks. Hann gekk hægt inn, og ótti lýsti sér í svip hans. Hann vissi, að hann hafði tafið lengur á leiðinni, en nauðsyn- Iegt var, og bjóst því við hegningu sam- kvæmt hótun föðursins. Hann hafði á- sett sér, að taka á móti hegninguni með þrjózku og hörku. f’egar hann hafði skýrt frá erindislokum, bjóst hann við, að faðir sinn mundi ávíta sig, en sér til mestu undrunar heyrði hann föður sinn segja í vingjarnlegum róm: Rú ert góður drengur, farðu nú og leikíu þér þangað til við borðum kvöld- mat.« Hinrik gat naumast trúað sínum eigin eyrum. Að vera hrósað, þegar hann hafði nöldrandi lokið erindi sínu, það var meira, en hann gat skilið. Ress meir sem hann hugsaði um þetta, því óskiljan- legra varð honum það. Hann vissi hann hafði óhlýðnast föður sínum, bæði í huga og verki, og hann var nú hryggry yfir því. Hin hörðu orð höfðu gjört dimt og svart í sálu hans og vakið reiði, en hin blíðu orð höfðu sigrað hann. í stað þess að fara að leika sér með félög- um sínum, gekk hann út og settist nið- ur í skemtihúsi, sem var í einu horninu á garðinum. Að síðustu runnu tárin niður vanga hans, en hann mintist þess, hve óhlýðinn hann hefði svo oft verið, og óskaði, að hann gæti farið til föður ! síns, til að segja honum, hve hryggur hann væri. í sama bili heyrði hann föð- ; ur sinn kalla í vingjarnlegum róm: >Hinrik, Hinrik! hvar ertu, drengurinn minn?« | . Kallaðir þú, pabbi?« svaraði Hinrik,

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.