Frækorn


Frækorn - 04.01.1906, Blaðsíða 4

Frækorn - 04.01.1906, Blaðsíða 4
FRÆKORN 4 og afmáun'hinna óguðlegu. En gjama vildi eg fyrir mitt Ieyti verða af þeim sæluauka í komanda heimi, sem keypt- ur væri með eilífu kvalalífi meðbræðra minna. 3. Að hið eilífa kvalalíf geti aldrei komið þeim óguðlegu til gagns og góða leiðir af sjálfu sér. Með því að þessar þrjár getbárur eru á engum rökum studdar, þá er það ljóst, að kenningin um eilíft kvala- lif er eigi útrunnin frá guði, upp- sprettulind allrar speki. Hún er þvert á móti runnin frá þeirri lygi, sem lyg- innar faðir framber fyrst í aldingarð- inum í Eden : »Enganveginn munuð þið deyja.« 1. Mós. 3, 4. Höfnum þessari lygi og meðtökum fagnandi guðs dýrðlega fyrirheit: »Sjá, eggjöri ait nýtt.c Ouðs dómur mun tortýna þeim óguðlegu, og þar með mun hans réttlæti verða fullnægt. En hans óend- anlegi kærleikur mun gefaöllum þeim eilíft líf, sem elska Jesúm; og þeir munu ásamt sínum drotni og kon- ungi fagna á hinni nýju jörð alla tíma. Lofaður sé drottinn! J.O. M. Móður andvarp. Ljósadýrð lít ég í bænum, lofsöng ég heyri; hátíðabragur í húsum hvergi sér leynir. Full eru strætin af fólki, fagnaðarópin gjalla frá hjarta til hjarta á heilögum jólum. Hringt er til hátíðamessu, heyri ég óminn. Fagnaðarboðskapur fyllir frjálsborin hjörtu. Olatt er í guðshúsum sungið, gleður sig fjöldinn; tigna þar talsmanninn æðsta trúlyndar sálir. Sit ég í skammdegis skugga, skelfur minn þróttur; sorgin mig leitt hefir lengi, lundin er grátin. Sjúkleiki hjarta mitt hrellir, hreystin er þorrin; vinirnir fækkandi fara, fallvölt er gleðin! Smábarnið — sál minnar sálar —, signt hefir dauðinn. Á kinnunum frostrósir faeðast, fölur er svipur. Augun, hin bládjúpu brostin, barnsgleði horfin, höndin er hætt sínum tökum, hjartað er stirðnað. Gröfin þín geigvænleg bíður, græt ég þig sáran; veiklast og visna í moldu vonirnar mínar. í þér var auður minn fólginn, æskuna hélt ég sterkari dauða og dómi; drottinn, — það brást mér. Hvar er sú von, sem mér verði viðlíka fögur? Hvar er sú huggun, er herði hugsjúkan anda? Hvar er það Ijós, sem mér lýsi iangvinnar nætur? Hver ætli bjóði mér bindi um blóðuga sárið? Von mín skal vera í drotni, valdhafa lífsins. Huggun í honum, sem fæddist heiminum dauða. Ljós það, sem lausnarinn kveikti, lýsir mér veginn. Hönd hans, er sjúklingum sinti, sárin mín græðir. Hallgr. Jónsson.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.