Frækorn


Frækorn - 04.01.1906, Blaðsíða 2

Frækorn - 04.01.1906, Blaðsíða 2
2 FRÆKORN himinsælu Paradísar; engin kuldanepja raskaði anganblíðu andrúmsloftsins, enginn stormur eða hvirfilbylur sund- urbraut hin frjófsömu aldintré; engin eiturslanga rauf fuglsins ljúfu söng- gleði; ekkertglefsandi dýr reif saklaust lambið á hol; alstaðar ríkti himnesk- ur unaður og friður. Sérhver skepna lofaði guð eftir þeirri gáfu sem hann hafði gefið henni. En æðstur og full- komnastur af öllum guðs skepnum á jörðunni var þó maðurinn. Adam, sem varfullkominn að líkamsbyggingu og hafði hreina lund, bar í sér hæfi- leika til að elska guð yfir alla hluti fram, og til að njóta æðstrar sælu í stöðugu samfélagi við guð. Hví átti syndin að raska þessari sælu tilveru? Hví áttí Edens dýrð að líða burt sem draumur? Sú umhugs- un angrar hjartavort; en virkilegleik- inn liggur fyrir framan oss; fullsælan er horfin; syndin innleidd og með henni öll sú bitra armæða og sorg, sem nú fyllir jörðina. En guð hefir heitið að endurreisa alt þetta; hvílík sæluvon! hvílíkur fagnaðarboðskapur! Hann hefir gef- ið sinn eingetinn son til lausnargjalds fyrir marga. Og Jesús mun ávinna oss sæluvistina á ný með blóði sínu. Hann mun leiða oss aftur inn í ald- ingarðinn fríða í Eden, og veita oss aðgang að lífsins tré. Jesús mun yngja upp jörðina aftur og koma henni í hennar fyrra sæluástand. Pví gleðst mitt hjarta í trúnni, og minn andi fagnar. já, minn líkami hvílist óhult, er Jesús safnar saman sínum heilögu fyrir guðs augliti, þar sem að er gnótt fagnaðar og sælu, við hans hægri hönd eilíflega. Sálm. 16, 7 — 11. Pá mun sá nýi himinn og nýjajörð fyll- ast af dýrð drottins og vegsemd. Sérhver skepna mun lofa og veg- sama guð. jj ?»Pá heyrði eg hverja skepnu á himni og jörðu og undir jörðunni, og alt það sem í sjónum er, undirtaka og segja: þeim, sem á hásætinu situr, og lambinu séu þakkir og heiður, dýrð og kraftur um aldir alda.« Opinb. 5, 13. Þetta;guðs_orð getur eigi brugðist. Pað er enn eigi fram komið, því enn þá gefast margar þúsundir manna, sem fyrirlíta guð og hæða hann. Eigi getur það heldur nokkru sinni upp- fylst ef að hegning óguðlegra er ei- líft kvalalíf, því þá mundi meiri hluti manna án afláts fyrirlíta guð og hæða hann. En eftir vitnisburði guðs orðs tortýni eldurinn þeim óguðlegu. Opinb. 20, 9. Pá geta orð Péturs uppfylst: »En eftir hans fyrirheiti væntum vér nýs himins og nýrrar jarðar, þar sem réttlætið muni búa.« 2. Pét. 3, 13. Lýður drottins stynur undir núver- andi þrengingum, en hann þreyir með biðlund og lifandi von eftir hinni fyr- irheitnu endurreisn, takandi undirmeð Davíð: »Ó! að syndarar yrðu af- máðir af jörðunni, og þeir óguðiegu ei væru til. Mín sála, lofa þú drott- inn! halelúja!< Sálm. 104, 35. Mœða og dauði mun ekki framar til veta. »Hann (guð) mun þerra hvert tár af þeirra augum, og dauðinn mun ekki framar til vera; hvorki harmur né vein, né mæða mun framar til vera, ví hið fyrra er farið.« Opinb. 21, 4. etta er samræmi við það, sem Páll segir: að dauðinn verði afmáóur, 1. Kor. 15, 26. Og stundin, þegar þetta uppfyllist, er táknuð með orðunum: »því sá fyrri himinn og sú fyrri jörð var horfin.« Petta er tilgreint sem á- stæða fyrir því, hvers vegna mæða og dauði sé ekki framar til. Samhljóða þessu er Esajas: »Pví sjá, eg (drott- inn) skapa nýjan himin og nýja jörð; hins fyrverandi skal ekki framar minst verða, og það skal engum í hug koma.« Es. 65, 17. Sú gamla jörð verður fyrst að bráðna, og þeir hlutir — og þar til teljast óguðlegir —, sem á henni eru, uppbrenna, áður en dauði og harmur, vem og mæða taka enda. Par sem hér er sagt, að sorg og mæða muni enda taka, þá er það ekki einskorðað við hina guðhræddu og bústað þeirra, heldur á það við um alla guðs sköpun, því hið fyrra er berlega tilgreint eins og hið síðara. Pað er talað eins um gamla jörð sem tiýja, gamalt sem nýtt. Pessi sann- indi eru kröftuglega staðfest í guðs

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.