Frækorn


Frækorn - 04.01.1906, Blaðsíða 8

Frækorn - 04.01.1906, Blaðsíða 8
8 FRÆKORN Fréttir* — Rússland. — Blóðugir jóladagar. Tuttugu þúsundir manna fallnar og særðar á borgargötunum í Moskva. t Eystrasaltsfylkjunum er alt í upp- námi. Kósakkar drepa menn þar í hrönnum og fremja mörg önnur ó- hæfuverk. Frá Moskva berast afskapleg ótíð- indi. Búðum er lokað, brauð og kjöt er stígið í gevpiverð, sem hung- ursneyð væri. Síðari fréttir frá Mosk- va segja, að hildarleikur sá, er háður var þar á laugardaginn (Rorláksdag) sé líkastur >Blóðsunnudagsatförun- um« (22. jan. þ. áð Mikill flokkur byltingarmanna ætlaði að taka á vald sitt opinber hús borgarinnar, en þá komu að 25 þúsundir hermanna og skutu þegar á flokkinn fyrirvaralaust. Fallbyssum var skipað á strætin og flúðu verkamenn bak við skyndivígi, er hlaðin voru um þverar götur. Var þá skotið á vígin með fallbyssum. En um síðir, þá ei verkamenn létu uppi vörnina og gengu úr vígstöðv- unum, þá var ráðist á þá, höggnir niður sem hráviði og troðnir undir hestafótum svo margir, að ekki varð tölu á komið. — Búister við, að fregn- in um ma.indráp þessi auki um allan helming uppnámið í Pétursborg. Múhameðsmenn eru enn vegnir í hrör.num í Kákasus. Hafa 2000 fjöl- skyldur flúið burt úr borginni Tiflis. A jóladagsmorgun snemma vartala þeirra, er faílið höfðu í róstunum í Moskva fimm þúsundir, en 15 þús- tmd voru særðir. Vopnaviðskifti og sfórskotahríðir héldu enn áfram á jóladagskveld. — »Nýtt kirkjubiað* heitir hálfs- mánaðarrit fyrir kristindóm og kirkju- lega menning, er feður hinna fyrri kírkjulegu tímarita hafa tekið fyrir að gefa út nú um áramótin. Af hinu iyrsta tölublaði að dæma, virðist »Nýtt kirkiublað* að verða nýtilegt og gott blað, og vafalaust mun það vel ráöið, að þeir sameinuðu sig, ritstjórar »ljóss- ins* og »kirkjublaðsins« sælu, því að með því móti verður blaðið fjölskrúð- ugra en ella. Blaðið er á stærð við »Verði ljós«, árg. verður 18 arkir, og verðið 2 kr. — 52 tölublöð koma af »Frækorn- um< í ár. Verðið er aðeins 1 kr. 50 au. Enginn getur borið á móti því, að »Frækorn« eru lang-ódýrasta blað landsins. — »Lögrétta« heitir annað blaðið, sem stofnsett hefir verið hér í Rvík um nýárið. Er það stuðningsblað hinnar nýju stjórnar vorrar. Ritstjóri er Porst. Gíslason. — »Alþýðublaðið«. Svo kvað eiga að nefna nýtt málgagn hér í bæ, og á það að verða blað jafnaðarmanna (socialista). Guðs börn í hinum ýmsu trúarflokkum hér eru beðin um að mæta til samtals um áríðandi málefni föstudaginn 5. jan. 1906 kl. 6e. h. í BeteK Eng- inn sérstakur trúarflokkur gengst fyrir þessari samkomu, heldur verð- ur hún sameiginleg fyrir alia trú- aða menn og konur. Frækorn korna út hvern fimtudag. ¥ ¥austið 1905 var mér dregið hvítt f*\ geldingslamb setn ekki er mín * eign, mark: sneitt aftan vinstra, sem er mitt mark; sá, sem það brúk- ar, gefi sig fram. Helgastöðum við Stokkseyri í desember 1905. Holgi Pálseon. Upplag „Frækorna“ er 4,500 eintök. *>* Sunnudaga : Kl. 2 e. h. Sunnudagaskóli. K1 6 ’/» e. h. Fyrirlestur. MiÖvikudaga: Kl. 8 e.h. Biblíusamtal. Auglýsingum i „Frækorn“ sé skilal fil ritstjóra fyrir hád. á miöv.daf. Prcnt&miðja ,,Frækc>rna“ 1906.

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.