Frækorn


Frækorn - 04.01.1906, Blaðsíða 5

Frækorn - 04.01.1906, Blaðsíða 5
FRÆKORN 5 Bænavika Evangelisks Bandalags frá 7.-14. jan. 1906. Trúaðir menn úti um heiminn í hin- um ýmsu kirkjudeildum hafa síðan miðju 19. öld haft þann sið að verja hinni fyrstu viku hvers árs með al- mennu bænahaldi og haga því þann- ig, að sérstök umræou og bænaefni væri tiltekin fyrir hvern dag. Fyrir þessum samtökum gengst hið »Evangeliska Bandalag*, sem er sam- band milli ýmsra kirkjudeilda víðs- vegar um hinn kristna heim. Síðasta ár var hér gerð lítils- háttar byrjun til þess að fylgjast með í þessum félagsskap. Og enginn efi er á því„ að blessun hafi af þvi leitt, og meiri hefðu afleiðingarnar orðið, ef hluttakan hefði verið almennari. Nú flytja »Frækorn« bæna- og um- ræðuefni þessi, eins og þau koma fyrir í umburðarbréfi »Bandalagsins«. Opinberar samkomur verða haldn- ar á hverjum degi í vikunni milli 7—15. jan. og verða þær nánar aug- iýstar. En vér vonum, að einnig á mörgum heimilum hér í bæ og víðar verði bæn haldin og guðs orð lesið og íhugað samkvæmt þessari leiðbein- ing. Textar fyrir ræður oí bæn. Sunnudaginn 7. janúar 1906. Rœðutextar: »Kristur mun vegsamast í líkama mínum, hvort sem það verður með lífi eða dauða. Því að lifa er mér Kristur og að deyja er mér ávinning- ur.« (Fil. 1. 20, 21). »Það skal ske á hinum síðustu tímum«, segir guð, »eg vil úthella anda mínum yfir alt hold — tákn verða á himni og fyrirburðir á jörðu. — Og hver sem ákallar nafn drottins skal verða hólpinn.« —Postg. 2, 14 — 21. Ennfr. Postg. 1, 6 — 11. Hebr. 10, 11 — 14. og 13, 1—8. Mánudag 8. janúar. Þakkir og auðmýkt. Vér þökkum fyrir byrjun vakning- anna, sem heyrist um frá ýmsum löndum, og fyrir augljósa ávexti af starfsemi andans, fyrir bænarandann, sem úthelt hefir verið, og fyrir yfir- fljótanlega bænheyrzlu; fyrir tækifær- in til að útbreiða fagnaðarerindið, og fyrir það, hvernig menn hafa hagnýtt sér það. Vér auðmíkjum oss sökum þeirm óheillavænlegu flokkadrátta, sem fá svo oft vantrúuðum mönnum vopn í hendur gegn fagnaðarerindinu, sökum þess hversu tiltölulega fáir kristnir menn eru áhugasamir í að flytja öðr- um blessun þá, sem þeim er trúað fyrir, sakir eigingirninnar og sjálfselsk- unnar, snm dregur of oft úr krafti guðsþjónustu kristinna manna, sakir aðfinningaseminnar,sem drotnar stund- um þar, sem andi kærleikans ætti að ríkja. Vér bibjum um að ríki drottins breið- ist út, að heilagur andi endurlífgi kirkjudeildirnar, lífgi andlega dauða, bjargi glötuðum og búi kirkjuna und- ir endurkomu drottins. (Biblíuleskaflar: Sálm. 100 og 95, Esaj. 12, Heb. 13, 15, I. Kron. 16, 28 — 36, Daníel 0, 8-10 og 17-23, Sálm. 51, 17). Priðjudaginn 9. janúar. Allsherjarkirkjan: Bœn og íofgjörð fyrir „likamanum tina“ sem Kristur er höfuð d. Lofgjörð fyrir eininguna, sem er hans verk, fyrir framkomu hans heima og erlendis meðal kristinna manna og kirkjudeilda; fyrir að með því er sann- að, að Kristur sé eina höfuðið. Bæn um að þessi sannleiki komist betur ogbetur í framkvæmd, og heim- urinn sjái hann ; um meiri einingu, líka þeirri, sem auðkendi hina fyrstu kristni; um greiðari andsvör og hlýðni við síðustu skipun drottins, að söfn- uðurinn skyldi vitna um hann alt til endimarka jarðarinnar; um að menn taki meira tillit til þess sannleika, að alt, sem menn kalla eigur sínar, er ekki annað en lánsfé gjafarans; um að allir trúaðir menn megi verða enn gjafmildari. Biblíukaflar: Efes. 1,10 og 4, 3-13, Jóh. 17, 11-21, Kol. 1, 17-19 og 3, 12-17).

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.