Frækorn - 29.03.1906, Side 5
FRÆKORN
101
erþá kominn í »svefnsýkis-ástandið« (hið
letargiska). Augun eru lokuð til hálfs
eða þá allokuð. Lyfti maður hönd eða
fæti sjúklingsins upp, fellur það samstundis
niður aftur, gjörsamlega afllaust. Menn
geta stungið hann með nálum án þess að
hann verði þess var, því í þessu ástandi
er húðin tilfinningarlaus. Öll merki um
meðvitund eru horfin. Ómögulegter að
koma honum í skilning um nokkuð,
hann framkvæmir ekkert af eigin vilja
en liggur þannig þar til hann er vakinn,
með því að blása í augu honum.
Annað ástand dáleiðslunnar er dá-
stjarfinn, hið kataleptiska ástand.
Dáleiði maður á þann hátt, sem fyr er
nefnt, nefnil. að láta sjúklinginn stara á
gljáandi hlut, verður maður að nota það
augnablik, þá augnaráðið verður undar-
lega starandi og augað sperrist upp og
hætti að depla augnalokunum. Taki mað-
ur þá snögglega í burt hinn skínandi
hlut, þá er sjúklingurinn í því ástandi sem
nefnt er »dástjarfi«. Það kemur fram á
þann hátt, að hinn dáleiddi hagar sér
eins og hann skyldi vera gjörður af vaxi.
Lyfti maður til dæmis hönd hans upp,
svo hún stendur beint út í loftið, og sleppi
henni síðan, þá sígur hún ekki niður aft-
ur, en helst kyr í sömu stöðu. Gjöri
maður samskonar tilraun við vakandi
menn, þá líður ekki á löngu, áður en
höndin sígur niður, hann verður þreyttur
og orkar ekki að halda henni lengur í
sömu stöðu.
Hinn dástjarfaði finnur ekki til þreytu.
Hönd hans heldur sér í þeim skorðum,
sem hún er einusinni látin í. Hin dá-
stjarfaði hefir enga tilfinningu. Menn
geta barið hann eða stungið með nálum,
hann líður enga þraut af því, og stendur
í sömu sporum, með höndina út í loftið.
í þessu ástandi getur maður þó fengið
hann til að hreyfa sig. Láti maður í
hönd hans t. d. fýsibelg, þá fer hann að
blása með belgnum og heldur því áfram
án afláts, þar til fýsibelgurinn er tekinn
af honum aftur. Ef maður lokar augun-
um á slíkum dástjarfa sjúkling, fellur hann
í »svefnsýkis« ástand það, er fyr er getið.
Blási maður aftur á móti í augu honum,
vaknar hann upp af svefninum.
Hið þriðja ástand er »svefngöngur«.
(»Somnambulismus«). Til að koma sjúkl-
ingnum í það ástand, þarf hann oftast nær
að hafa gengið gegn um hvortveggja hið
fyrtalda. Pessar svefngöngur eru hin
þyngsta tegund dásvefnsins. Sjúklingur-
inn lítur út líkt og í svefnsýkisástandinu.
Hann er tilfinningarlaus, og limirnir hanga
máttlausir niður, en það, sem sérstaklega
einkennir svefngönguástandið er, að hann
( hlýðir þeim skipunum, sem honum eru
j gefnar.
Skipi maður honum að standa, þá
| stendur hann. Skipi maður honum að
ganga, þá gjörir hann það. Hann hlýð-
ir í blindni. Skipi maður honum að
fara eitthvað, og setji torfærur á leið
hans, hlýtur maður að undrast þann styrk,
sem kemur í Ijós hjá honum. Kraftar
| hans hafa margfaldast. Vilji maðurrann-
j saka sjón sjúklingsins, þarf maður ekki
annað en bjóða honum að lesa skrift,
i þegar búið er að gjöra myrkt í herberg-
j inu. Hann getur þá lesið og aðgreint
j stafina, hann hefir langt um næmari sýn
í en í vökunni.
I slíku ástandi er maðurinn eiginlega
»svefngangari.« Svefngangarinn hefirgjör-
samlega mist alt vald yfir sjálfum sér.
Hann hlýtur að hlýða hverju því, sem
I dáleiðarinn býður, og er algjörlega á
' hans valdi.
Láti maður pappa-ræmu í hönd hon-
j um, og segi honum, að það sé hnífur
j og að hann skuli drepa með honum ein’
j hvern þeirra, sem viðstaddir eru, gengu
} hann rólega og ákveðið til þess, er hon
um var skipað að drepa, og rekurpapp
ræmuna af öllum kröftum í brjóst hans
I þessu svefngönguástandi getur.
maður ekki gert greinarmun góðs og ills.
Bara hlýðir.
t’egar hann svo vaknar, hefir hann
glymt öllu, sem hann tók sér fyrir hönd-
ur og framkvæmdi í þessu ástandi. Retta
er í raun og veru ekkert annað en það,
j sem vér verðum svo oft varir við í nátt-
úrlegum svefni. Bezta mann í heimi get-
ur þó dreymt, að hann fremji morð, eða
eitthvert andstyggilegt verk. Hann dreym-
ir, að hann framkvæmir þetta, án þess að
nokkur hugsun vakni hjá honum, til að
aftra verkinu.
Regar hann svo vaknar og man eftir
draumnum, þá finst honum hræðilegt,
að hann skuli hafa dreymt þannig. Þá