Frækorn - 23.05.1906, Page 3
FRÆKORN
163
Krossinn beið hans í Jerúsalem með allri j
þeirri kvöl og háðung, sem honum fylgdi,
en Jesús var óbifanlegur í að ganga til
krossins hæðar, hann gjörði það með
fullum vilja og vitund. Það var ekki
einungis á hinni síðustu göngu hans,
heldur frá því fyrsta, sem hann gekk mót
krossinum, og skugga krossins lagði á
braut hans hvert spor, sem hann gekk.
Þegar hann kom til heimsins, var það
með krossinn fyrir augum. Hann kom
hingað til þess að deyja. Dauði hans
var ekki auka-atriði -í lífi hans. Dauð-
inn var augnamið holdtekju hans; hann
varð hold og bjó með oss til þess hann
gæti dáið. I’egar frá byrjun stefndi líf
hans að þessu — krossinum á Golgata.
Var það ekki undrunarverð lífsstefna?
En hvað var orsökin? Boðorð föðurs-
ins. Retta er kærleikur, þetta er að gefa
sig guði — að ganga á móti dauða, líf-
láti, skömm og niðurlægfngu. Af því
faðirinn sagði: >Gakk til krossins þarna«,
stefndi hann þangað og sagði: »Egfer.«
Ó, að vér kristnir menn hefðum sama
lífstakmark — að vér heyrðum guðs raust,
og þegar hann benti oss á krossinn, að
vér þá staðfastir stefndum mót honum.
Tökum eftir hvernig hann á annan
hátt sýndi kærleika sinn til föðursins.
Jóh. 8, 55. ’Þér þekkið hann ekki, en
eg þekki hann, og ef eg segði eg þekki
hann ekki þá væri eg lygari eins og þér;
en eg þekki hann og geymi hans orð.«
Hann sýndi kærleika sinn til föðursins
með því að geyma hans orð. »Hver er
nú munurinn milli þessa«, segir þú, >og
hins er vér þegar höfum talað um ?«
Mjög mikill munur.
Vér sýnum mesta umhyggju til að
varðveita það, sem vér álítum mikilsverð-
an fjársjóð. Maðurinn gætir gullsins ef
það er hans dýrmætasta eign. Konan
geymir vel gimsteina sína af því þeir
eru fjársjóður hennar. Fjársjóður Jesú J
var guðs orð. Rað var ekki einungis að
hann hlýddi því. Hann geymdi það eins
og það, sem liann elskaði og vildi ekki
að tekið væri frá sér. Menn geta veí
hlýtt guði af nokkurskonar skyldurækni
eða af ótta við hegningu, ef vér sýnd-
um óhlýðni. Eg þekti einusinni mann,
sem var mjög varkár í framkomu sinni
og forðaðist að gjöra nokkuð það, sem
hann áleit órétt, og þó sagði þessi mað-
nr við mig eitt kvöld: »Eg vildi óska,
að eg gæti trúað að guðværitil.« Hann
var mjög nákvæmur í að hlýða honum,
af því hann óttaðist hegninguna fyrir ó-
hlýðni. Rannig var því ekki varið með
Jesú. Hann hlýddi ekki orðinu einung-
is, af því hann varð að gjöra það, held-
ur geymdi hann það sem hinn dýrmæt-
asta fjársjóð lífs síns.
Ó, hversu ólíkur hann var mörgum,
sem á vorum dögum viðurkenna að þeir
elski guð. Vér þekkjunt fólk, sem viður-
kennir að það elski guð, og þó, þegar
komið er með einhverja röksemd og
þeim er sagt að hún sé heimspekileg og
skynsamleg, og að þeir verði að sleppa
hinum eða þessum hiuta af ritningunni,
þá hlusta þeir á þetta og trúa því. En
ef nokkur elskar guð, sá mun varðveita
hans orð. Hann vill ekki sleppa nokkr-
um hluta þess til að þóknast þeim fyrsta
sem kann að koma og segja: »Hefir
þú heyrt að liinir þýsku guðfræðingar
sern nú eru uppi liafa slept þessum hluta
af ritningunni ?« Hann mundi heldur
segja: Eg hirði ekki um hverju guð-
fræðingar nútímans hafa slept. Rað er
guðs orð; eg elska guð og vil varðveita
hans orð, hvað sem öllum þýskum guð-
fræðingum Iíður.
Framh.