Frækorn


Frækorn - 07.06.1906, Qupperneq 3

Frækorn - 07.06.1906, Qupperneq 3
FRÆKORN 179 Hjálp við biblíurarmsókn. (F’ýtt.) Orðið Eilífur*. Retta orð kemur í nýja testament- inu af orðinu aioon, og er skýrt þannig í grískum orðabókum: ævarandi; tak- mörkuð eða ótakmörkuð tímalengd, eilífð; hluti af liðnum eða ókomnum tíma, tíð, aldir, lífstíð; heimur o. s.frv. Að tímalengd þess, sem kallaö er eilíft, er takmörkuð í guðsorði, sést af Mós. 16, 31. Jón. 2, 7. Préd. 12, 5. Jer. 51, 39. 57. Júd 6. Op. 14, 6. Orðin »allaraldir« í Op. 20,10.eru óná- kvæm þýðing; þar ætti að standa: '>tíma tímanna.« Sama er að segja um Op. 14, 11. Hegningartíminn er lika tak- markaður, annars væri ekki hægt að tala um fleiri tíma. í frummálinu er talað um fleiri »eilífðir« eða tíðir. Pegar talað er um guðs ríki og sælu guðs barna, er ekki að eins viðhaft orðið eilífur, sem útaf fyrir sig gæti verið vafasamt, heldur er þar líka sagt berum orðum, að það ríki og líf verði án enda. Es. 9, 6. Lúk. 1, 32. 33. Helviti. Petta orð kemur af hebreska orð- inu sheol í gamla testamentinu, þar er það þýtt helvíti og gröf og getur að minsta kosti skilist um gröfina. í nýja testamentinu eru þrjú orð, sem eru þydd með helvíti: 1. Hades. Þetta orð þýðir aldrei síðasta hegningarstað. Hin uppruna- lega merking þess er: fylgsni, gröfin, afgrunnið, dauðra ríkið. Orðið hel- víti er eflaust samkynja enska orðinu »Hell« sem er upprunnið af engil- saxneska orðinu Helan« — að þekja, hylja. í hades eða gröfinni eru þeir dauðu ekki lifandi, heldur dauðir. Opinb. 20, 13. Dauði og hel skiluðu ekki aftur þeim lifandi, heldur hinum dauðu, sem í þeim voru. 2. Tartaro-o kemur fyrir að eins einu sinni, 2. Pét. 2, 4. og merkir þar verustað hinna vondu engh, og af Opinb. 12, 9. sést að hann erá þessari jörð. 3. Gehenna þýðir orðrétt Hinnoms barna dal. 2. Kong. 23, 10. Jer. 19. 2. 6. Dalur þessi var fyrir sunnan Jerúsalem og þar var eldi stöðugt haldið við, til að brenna líkami glæpa- manna og dauðra dýra. Pað sem eldurinn ekki eyðilagði varð upp etið af ormum. Tilganguriun var sá, að loftið skyldi ekki verða óheilnæmt af stækju þeirra. Sjá hverja gríska orða- bók, sem er, eða Am. Trakt-Selsk. Bibel-Ordbog. Petta orð finst í gríska testamentinu og er þýtt helvíti á þessum stöðum: Matt. 5, 22. 29. 30.; 10, 28.; 18, 9.; 23, 15. 33. Mark. 9, 42. 44 46. Lúk. 12, 5. Jak. 3, 6. Frelsari vor brúkar þetta orð sem fyrirmynd upp á hegningu óguðlegra, því er mest beint til Gyðinga, sem þektu svo vel Hinnomsdal. Pað er hæfileg mynd upp á elddíkið þar, sem hinir óguðlegu munu verða upp brendir. Frá Savoien. Saga eftir Chr. Westergaard. Theodór Árnasoti þýddi. Niðurl. Nú ætla eg að sækja læknir, sem get- ur gert þig frískan aftur. Svo verð eg altaf hjá þér.« Hann var þegar horfinn. »Ó, guði sé lof!« sagði hann glaður í bragði. »Hann er ekki dauður! Nú skal eg bæta órétt þann er eg gerði hon- um, og reyna að gera hann frískan. Alt, | sem eg á, vil eg gjarnan gefa fyrir það,

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.