Frækorn


Frækorn - 07.06.1906, Side 5

Frækorn - 07.06.1906, Side 5
FRÆKRON 181 að stóð fyrir dyrum. Aðeins gamla stundaklukkan rauf þögnina, eins og vildi hún minna þá á, að tíminn liði ótt, og að þeir notuðu vel hina stuttu stund. »Viltu lofa mér einu ?« spurðifaðir- inn. yjá,* svaraði sonurinn, »því eg veit að þú óskar einkis af mér, sem ekki er rétt.« »Gefðu mér þá hönd þína sonur minn,« sagði faðirinn, »og lofaðu mér því, við alt sem heilagt er, að berjast ætíð fyrir sannsöglina, og í öllu lífinu að halda þig að hinu rétta og sanna. Láttu ekki hræðslu, glys og gjafir, eða það sem verra er, hefnd- ina ginna þig frá þessari leið, og hvað sem ógnar þér eða lokkar, þá fylgdu ætíð sannleikanum, þá gengur þú á drottins vegum, því eins og við- mót hans er kærleikur, þannig klæð- ist hann einnig sannleikanum. Viltu heita mér þessu ?« »Já, elsku pabbi minn«, svaraði sonurinn, og tók í hina máttförnu hönd föður síns fast og innilega. »Drottinn heyri loforð mitt, og láti mig aldrei gleyma því 1« — »Hvert skifti, sem þú ert í hættu staddur, þá mundu eftir þessu heiti, sem þú gafst þínum deyjandi föður, hinu sama heiti, sem þú áður hefir gefið drottni ! Rað er hið illa, sem þú hefir lofað að forðast, þvi öll skreytni og fölskvi tilheyrir hinu illa. Þetta sama heit gaf eg drotni á alvarlegri stund, og áður en dauðinn aðskilur okkur, ætla eg að segja þér viðburð, sem algerlega breytti stefnu lífs míns. Hækkaðu dálítið höfðalagið mitt, því mér er svo ilt fyrir brjóstinu, og eg á svo erfitt með að tala.« »Rað er viðburður frá æsku minni, sem hefir haft þau áhrif á mig, að hann hefir staðið mér fyrir hugskots- sjónum, alla æfi. Aldrei hefir mér farið sá viðburður úr minni, og jafn- vel núna, þegar liðnir eru nær því tveir mannsaldrar síðan, man eg eftir hverju smá-atriði eins og það hefði skeð í gær. Eg átti bróðir, sem hét Rúðólfur, og sem var tveim árum yngri en eg; þú hefir aldrei þekt hann, drengur minn, því hann dó þegar hann var á tuttugasta árinu. Við vorum einu börn foreldra okkar, og lékum við þess vegna hver við annan, þegar við vorum heima, og skyldu menn því hafa lialdið, þar eð lítill aldursmunur var á okkur, að okkur semdi vel, en því var öðru nær. Við vorum báðir bráðir og uppstökkir, svo oft lenturn við í smá- rimmum, og leikurinn endaði oft fyr en skyldi, vegna þrætu okkar, sem oft endaði með alvarlegum riskingum, En við vorum fljótir að gleyma og byrjuðum að nýju næsta dag. Eg vildi ráða yfir Rúðólfi, þar eð eg var eldri, en það feldi hann sig ekki alt- énd við. En því miður vissi eg, að eg hafði meðhald, einkum hjá pabba og þetta jók auðvitað dirfsku mína til að vera yfirdrotnandi. Að stærð og afli var ekki mikill munur á okk- ur, en fimleiki Rúðólfs vigtaði á móti hinn litla er eg var honum aflmeiri. Kaldan vetrardag (þá var eg 14ára en Rúðólfur 12,) sendi pabbi migferð út í bæ. Snjórinn lá jafn alstaðar; það var gott og bjart veður, en frost. Skamt frá heimili okkar var dálítil hæð, en niður af henni var löng brekka, þar sem við krakkarnir rend- um okkur niður á sleðum. Brekkan náði niður að þjóðveginum, og dug- legur drengur, sem vel kunni að stjórna sleða sínum, gat runnið all-langan spöl eftir honum. Rar stóð hús skósmiðs

x

Frækorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.