Frækorn


Frækorn - 07.06.1906, Qupperneq 7

Frækorn - 07.06.1906, Qupperneq 7
FRÆKORN 183 Noistar. Sérhver siðferðisleg endurbót, sem ekki breytir hjartanu, er svik. Freistingar eru jafnvel nauðsynlegri fyrir hina trúuðu, heldur en matur og drykkur, svo þeir verði varðveittir í auð- mýkt og ótta drottins, og læri að reiða sig einungis á guðs náð. Nafnkunnur rithöfundur segir: »Vér þurfum frið og ró. Rað, sem verst er fyrir marga á þessum erfiðleika og á- hyggjutímum, er einmitt það, að þeir geta ekki verið rólegir. Pað er gleymd list. En grátum ekki yfir því að hún er mist, heldur reynum að öðlast hana; hver sem getur það verður sterkur, og fær um að styrkja aðra. Jjgréttir oq smáwqls, Alfons Spánarkonungur er sagt að hafi haldið brúðkaup sitt 1. þ. m. til Enu prinsessu, systurdóttur Ját- varðar konungs. Boðsgestir voru 1100; mjög hafði verið gestkvæmt og mikið um dýrðir í Madrid þann dag. Drotn- ingarefnið mátti leggja mikið í sölurnar, til þess, að hljóta slíka hefðarstöðu. Hún varð að kasta trú sinni, og játast undir kreddur og hleypidóma kaþólsku kirkj- unnar. Rausnarleg gjöf. 1000 kr. í peningum hefir stórkaupm. Sigurður Jóhannesson í Kaupmannahöfn sent hingað í mannskaðasjóðinn. „Kristilegt félag ungra manna“ hefir keypt grunninn, þar, sem Félags- bakaríið brann í vctur, og ætlar að reisa þar samkomuhús, í stað þess, er það hefir haft á Lækjartorgi. Hús fyrir helztu söfn landsins er áformað að byggja hér innan skams. Dönskum byggingameistara var falið að gjöra upp- drætti að húsinu og líta eftir vinnunni. Hús þetta mun verða stærra og dýrara en nokkurt annað hús, sem áður hefir verið bygt hér á landi. Gleðifregn. »Hótel ísland« er selt frá næsta nýári, og hefir frú Halberg afsalað sér veitinga- leyfi frá sama tíma. Húsið kostar um 90,000 kr. Kaupendur eru 12 menn hér í bænum, og gengst einn þeirra, Halldór Jónsson, bankagjaldkeri fyrir kaupunum; ætlun kaupenda mun, að hafa jrað fyrir bindindismanna-hótel. — Vel sé þeim, er styðja gott málefni. Tveir Norðmenn druknuðu fyrra sunnudag af bát, skamt frá Viðey, hinn þriðji bjargaði sér á sundi til lands. ínakristniboðs-félagsfundur föstudags- c' ’ f kvöld 8. þ. m. SAMKOMUHÚSIÐ ÐETEL. Sunnudaga: Kl. 2 e. h. Sunnudagaskóli. Kl. 6 i/2 e- h. Fyrirlestur. Miðvikudaga : Kl. 8lU e. li. Bibliusamtal. Laugardaga: Kl. 11. f. h Bænasamkoma og biblíulestur »FRÆKORN« koma út vikulegaog kosta 1 kr. og 50 aura um árið,

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.