Frækorn - 07.06.1906, Síða 4
180 FRÆKÖRN
að hann verði frískur og fyrirgefi mér,
hann er mér miklu betri; hann minnist
ekki á það, sem eg hefi brotið á móti
honum.«
í mesta flýti gat hann haft upp á lækni
og hann huggaði Viktor með því, að
veikindi Jakobs væru aðeins mjög mikil
ofkólnunar hitasótt, og að heilnæmara
híbýli og góð aðhlynning mundi fljótt
gera hann frískan. Viktor lét sér nú
mjög ant um sjúklinginn og stundaði
hann mjög vel; hann sat dagiega hjá
honum margar stundir og vakti oft yfir
honum á nóttunni. Pegar hann nú gekk
syngjandi um, var söngur hans fjörugur
og glaðlegur; það var að vísu enginn
sem gaf þessu gaum, en sjálfur
var hann glaður þótt pyngja hans léttist
dag frá degi. Hvað kærði hann sig
um það? Það sem hann gat gert fyrir
vin sinn, var svo undur lítið, að honum
fanst, á við þá óhamingju, sem hann
hafði ollað honum.
Kvöld eitt, er Jakob var tekinn að hress-
ast og var farinn að klæðast lítið eitt,
gekk Viktor gætilega inn í herbergið
með eitthvað undir treyjunni. Hann gekk
að Jakob og hnepti jakkanum frá sér og
apinn féll niður í kjöltu hans. Hversu
innilega glaður varð hann þá? Hann
kysti og klappaði litla dýrinu, sem á
sinn hátt sýndi öll merki mikillar gleði
yfir endurfundinum. Jakob setti hann
við hlið sér. Hann átti að læra að spila
á fiðluna.
»Þökk fyrir, Viktor«, sagði hann. sÞú
ert alt af svo góður við mig, þú eyðir
öllum þínum peningum mín vegna, hvern-
ig á eg að launa þér það!«
»Minstu aldrei á það, Jakob. Nú fer
eg fyrst að verða glaður, en eg verð ekki
algjörlega eins og eg á að mér fyr en
þú getur fyrirgefið mér synd mína gagn-
vart þér.«
íþað vil eg svo gjarna gera« svaraði
hann; »án þín væri eg 'nú í þetta sinn
j algerlega dauður. En þú frelsaðir mig.«
»IJökk Jakob«, sagði Viktor, og féll
um háls honum. Nú er eg sannarlega
glaður. Pað er ekki eg, sem hef frelsað
þig, heldur er það drottinn, sem alt hefir
gert. F’ú getur aldrei ímyndað þér hvað
eg hef liðið í seinni tíð, og hve hryggur
eg hef verið yfir hinni ógæfusömu skreytni
minni, en nú held eg að það sé guð,
sem hefir leitt okkur samafi.«
»Ef eg verð nú bráðum frískur,« sagði
Jakob »þá skulum við fylgjast að um
heiminn og aldrei skilja. Og þegar við
komum heim, skuium við búa saman og
altaf vera góðir vinir.«
»Já,« svaraði Viktor, »og þá verða
feðurnir okkar líka að verða góðir vinir,
að því skulum við vinna. Hvað segir
þú til þess? — Eg er glaðari í kvöld
en eg hef lengi verið.«
Þetta kvöld lágu þeir lengí vakandi og
töluðu um ættjörðina óg alla ástvinina
þar. Pað var hugfró fyrir þá hvern um
sig að tala við kunningjana um það, er
þeir mest söknuðu og þráðu. Þá komu
einnig fram margar gamlar endurminn-
ingar, og það var orðið framorðið þegar
þeir loks sofnuðu. f*eir héldust í hend-
ur er þeir sofnuðu, og eftir það leidd-
ust þeir á ferðalaginu gegn um lífið.
Heitið.
Theodór Árnason þýddi.
Rað sat sonur við rekkju föður síns
með tárvotum augum, því faðirinn
var fárveikur. Augun voru máttleysis-
leg og sokkin inn í höfuðið, hönd-
in hvíldi máttlaus ofan á sænginni,
og hann dró þungt andann. Feðg-
arnir horfóust í augu, og töluðu
þannig með augunum um hrygðina
við skilnaðinn, sem þeir báðir vissu,