Frækorn - 28.06.1906, Qupperneq 2
202
FRÆKORN
lingi, fyrir hönd sonarins, að Magnús
skyldi í öllu hlýðnast kirkjunni, og sem
tákn upp á þessa undirgefni átti kóróna
konungs við dauða hans að »fórnfærast«
á altari dýrðlinganna í Niðarósi. Að
þessu loforði var Magnús krýndur í
Kristskirkjunni í Björgvin af Eysteini
erkibiskup, en legáti frá páfanum var
viðstaddur ásamt 5 biskupum.
Sverri Sigurðsson,
sem var andstæðingur Magnúsar og varð
konungur eftir hann, var sjálfstæðari mað-
ur en svo, að hann vildi lúta klerkavald-
inu eins og Magnús gerði. Arið 1183
tókst honum og Birkibeinurum. hans að
ná á vald sitt flota Magnúsar og öllum
hinum beztu dyrgripum hans, meðal ann-
ars kórónu hans og veldissprota, og
öllum vígsluskrúða hans. Hann átti
mörg ár í stríði við kirkjuna og var,
eins og kunnugt er, jafnvel bannfærður,
en náði þó að verða krýndur í Björgvin
árið 1194 með kórónu Magnúsar, af
4 biskupum, og meðal þeirra af Nikulási
biskupi, sem bannfærði hann áður fyrri;
hann setti kórónuna á höfuð honum.
Hvorki Hákon Sverrisson, Guttormur
eða Ingi voru krýndir.
Hákon Hákonarson
var næsti krýndi Noregskonungur. Það j
var árið 1247. Hafði Hákon þá verið
konungur í Noregi 30 ár. Einnig á
hans tíma var allmikið stríð milli kirkj-
unnar og konungsvaldsins. Arið 1227 |
fór Hákon þess á leit við páfann að
verða viðurkendur af honum og krýnd-
ur. Og loks árið 1246 gaf Innocentius j
VI. leyfi til þess og fól kardinála sínum
Vilhjálmi frá Sabína að krýna Hákon.
F*að leyfi hefir 'verið dýrkeypt. Enskur
munkur, sem þá dvaldi í Noregi, skrifaði,
að Hákon hefði alls orðið að borga páf-
anum 30,000 mörk silfurs eða 270,000
krónur, Tjáist þessi krýning að hafa
verið hin viðhafnarmesta, sem til þess
tíma hafði farið fram í Noregi.
Magnús lagabœtir Hákonarson
var krýndur í Björgvin 1261. Næstur
honum var
Eiríkur Magnússon,
var hann síðastur þeirra konunga, sem
krýndir voru í Björgvin. Bróðir hans
Hákon V. Magnússon
var krýndur í Osló 1. nóv. 1299. Um
krýningu lians er ekkert Sérstakt að segja
og heldur ekki um
Magnúsar Eirikssonar yngra, Kristófers
af Bayern og Karls Knútsonar.
Þeir voru allir krýndir í Osló.
Aftur á móti voru krýndir í dómkirkj-
unni í Rrándheimi:
Kristján I. (1450) og Hans (1483)
Kristján II. var hinn síðasti Olden-
borgarkonungur, er krýndur var í Noregi,
í Osló 1514. Friðrik I. og Kristján III.
voru aldrei krýndir í Noregi, og eftir
1537 var Noregur skoðaður sem lýðland
Danmerkur, og var því engin ástæða að
krýna konungana í Noregi eftir það.
Svo getur ekki verið að tala um Noregs-
konnngaí eiginlegum skilningi fyr en árið
1813, er Noregur sameinaðist Svíaríki, og
strangt tekið ekki fyr en 1814, er það
fékk viðurkendan rétt sem sambandsríki
við Svíaríki. í grundvallarlögum Nor-
egs frá 17. maí 1814 er slegið föstu, að
Noregskonungar skuli krýndir í dóm-
kirkjunni í Prándheimi, og 7. sept. 1818
var hinn fyrsti norski konungur krýndur
samkv. þeim lögum. Það var
Karl Jóhann XIV.
Hann var, sem kunnugt er, franskur
að ætt, og auðvitað lítt kunnur löndum
sínum og þjóð þegar í byrjun. Hann