Frækorn


Frækorn - 27.09.1906, Page 6

Frækorn - 27.09.1906, Page 6
302 FRÆKORN ast. »Hvernig munum vér geta sloppið hjá hegningu, ef vér vanrækjum slíkan frelsislærdóm. f’ótt vér drögum satnan í eitt, vinír mínir, alt sem þarf til þess að glatast, til þess að leiða yfir oss guðs reiði, vegna téttúðar vorrar-, og fyrirlitningar á þeim gleðiboðskap, sem boðaður er af syni hans, og afrekaður með hans friðþægjandi dauða; alt sent til þess þarf er einungis að lítilsvirða- hann. Fyrir nokkrum árum var stórt blað í Minneapóiis, »Minneapólistribunen -, gefið út í skrautlegu sjölyftu húsi, þá hinu feg- ursta ritstjórnarhúsi um þær slóðir. Eg hafði oft haft tækifæri tii að fara upp á efri loftin, til að hittá þar vini niína með- al biaðamannanna. Rað var siæmur galli á núsinu, sem eg aldrei hafði tekið eftir, hann var sá, að stiginn lá í sviga alt í kring um lyftivélar rúmið, svo að efeld- ur kom þar upp, var enginn vegur að forða sér niður tröpp.una heldur, en að utanverðu var járnstigi. Rettá kom fyrir. Eldur kom upp í lyftivélinni og læsti sig upp eftir lyftivélar-rúminu sífelt hærra og hærra, björgun var ómöguieg bæði niður lyftivélina og tröppuna. Rar var duglegur lyftivélardrengur, sem fór upp mörgum sinnum, þar til hann hafði kontið flestum niður af efri loftunum, næstum allir hinir björguðu sér niður járnstigann. Uppi á sjötta lofti var maður, fregn- riti frá stærstu frétta- krifstofu Bandaríkj- anna; hann var hvattur til að bjarga sér, en hann vildi ekki hreyía sig. Þarna sat hann við vélina og sendi hraðskeyti í allar áttir um að húsið væri að brenna. Hann hafði getað komist niður björg- unarstigann, skundað svo yfir götuna á ritsímastöð, sem þar var, þaðan hefði hann eins vel getað sent hraðskeytin. En sem ekta amerískur blaðamaður vildi hann gjöra eitthvað eftirtektavert, þess vegna sat hann þarna og sendi skeyti um frétt- irnar. Svipað atvik hafði komið fyrir uppi í Johnstown, þegarflóðið gekk þar yfir, og stíflan yfir fljótið gekk úrskorðum. Kona sat fyrir neðan flóðgarðinn og sendi hrað- skeyti til manna í Johnstown að flóðgarð- urinn væri að eyðileggjast, þeir yrðu að bjarga lífi sínu. Hún sat þarna af því í skyldan krafði þess, þangað til flóðgarð- j urinn brast og flóðið hreif hana með sér. Aftur á móti sat þessi maður þarna án j þess nauðsyn bæri tii, af því hann vildi j verða nafnkendur. Eg er í alþýðuhús- inu á sjötta lofti, og húsið er að brenna«, telegraferaði hann, eldurinn hefir uáð j öðru lofti ; eg er á því sjötta.« Litlu síðar sendi hann nýtt skeyti: «Eldurinn er kominn á þriðja loft.« Litlu síðar: j Ældurinn hefir náð fjórða lofti ; eg er j á því sjötta. Brátt sendi hann nýtt skeyti : »Eldurinn hefir náð fiinta lofti ; : eg er á því sjötla. Nú hugsaði hann fyrst, að það væri j tími til að bjarga sér, en ti! að geta það varð hann að fara gegnum ganginn og að glugganum, þar sem stiginn var. Hann j stökk að hurðmni og opnaði hana, en sá þá, sér til skelíingar að eldurinn hafði ! ekki einungis náð fimta heldur líka sjötta lofti. Gangurinn var fullur af loga og reyk, sem streymdi inn í herbergið jafn- j skjótt og hann opnaði hurðina. Hann lokaði strax afíur. Hvað átti hann nú að gjöra? Uppgöngustiginn, lyftivélin og björgunarstiginn var a!t bannað. Hann var hugaður maður, stökk að giuggan- um og lauk honum upp. Fyrir neðan stóð þéttur fólksfjöldi, sex loftuin neðar án þess að hafa nokk- urn dúk til að taka á móti honum ef hann kastaði sér niður. Hann stóð við gluggann án þess að vita hvað hann skyldi gjöra. Alt í einu leit hann upp. Yfir höfði hans var giidur ritsíma- þráður lagður með guttaperka, hann lá frá þaki hússins, yfir götuna þar á annað hús. Fyrir neðan hann voru sex þræðir niður á götu, en hann hugsaði sig ekki um að nota þessi úrræði, og byrjaði að fika sig eftir honum með höndunum. Fólkið fyrir neðan horfði á frá sér numið, hægt og hægt miðaði honum á- fram, svo stansaði hann. Ætlaði hann að sleppa þræðinum ? Nei! Lengra áfram enn þá. Hann stöðv- aðist aftur, fólksfjöldinn dró andann á lofti, en það varaði að eins augnablik. Kraftar hans voru þrotnir, hann var til neyddur að sleppa, og féll nú niður frá þessari hæð og marðist á götugrjótið. Alt þetta einungis vegna vanrækslu. Menn og konur, þér eruð i brennandi

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.