Frækorn


Frækorn - 22.11.1906, Qupperneq 1

Frækorn - 22.11.1906, Qupperneq 1
VII. ÁRG. REYKJAVÍK 22. NÓV. 1906. 48. TBL. StefjahrGimur. Upphafsljóð að hinu nýja Ijóðasafni Hafblik eftir tinar Benediktsson. Frá geimi Ijóss og lits og hljóms að lífsins kjarna bylgjur falla, — sem skálar ilms af blöðum blóms, % er barmi' að eigin vörum halla, sem bergöld, er sig hrópar heim, sem himindögg í jarðar eim, er jurtir aftur að sér kalla. En sem ein alda’ hins innra manns vill eðli hans til sjálfs sín knýja, svo leiðir önnur anda hans sem útsog — til að þrá hið nýja. Par merkjast sömu máttug lög, sern magna sólarhjartans slög, — en láta hnöttinn fang þess flýja. Svo skapast alt, jafnt orð sem dáð við iðugeislann, fagra og hlýja. Og lífstréð rís í röðuls náð frá rústum vona - í hallir skýja. Og hátt til lofts, sem lauf þess nær og lágt til djúps, sem rót þess grær, skal blað hvert stofnsins vexti vígja. — Og alt er fest í formsins bönd, jafnt fegurð hauðurs, lofts og voga. í einför fljóts uni eyðilönd er eins og leikur strengs við boga, — og hljómur óðs í stormsins straum; í strandar þögn, í lognsins draum, er undirspil af aflsins loga. Ó, hulda vald í manni og mold, sem málminn sjálfan slær með eldi. Ó, kærleikshvöt í hafí og fold, sem hismið reisir lífs í veldi. Þá heimur giftist heli og gröf gaf himinn þessa morgungjöf — er lýsir ölln að yzta kveldi. Og list - sem göfgar málsins mynd og mótar sál af steini köldum, sem huggar augað lits við lind og leikur gleði í sorgar tjöldum ; sem hreinsar dapra hreimsins tón, .— hún hjúpar dauðan voðasjón, svo lognborð skin á afgrunns öldum. Og feðratungan tignarfríð — hver taug mín vill því máli unna; þess vængur hefst um hvolfin víð, þess hljómtak snertir neðstu grunna. - Það ortu guðir lífs við lag ; eg lifi’ í því minn æfidag og dey við auðs þess djúpu brunna. Mitt verk er, þá eg fell og fer, eitt fræ, mitt land, í duft þitt grafið ; mín söngvabrot, sem býð eg þér, eitt blað í ljóðasveig þinn vafið; ein insta hræring huga míns,

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.