Frækorn - 28.04.1907, Blaðsíða 3
FRÆKORN’
127
sögurusls, sem sífelt er verið að unga
út á íslenzku nú í seinni tíð. Pað er
unun að lesa »Vafurloga«, hvort sem
liugsað er um efnið eða búninginn.
Efntð er göfugt, hreint, hvetjandi
til dáða og drengsskapar, til umburð-
arlyndis og góðgirni, til trúar á guð
og hið góða og búningurinn er þessu
íyllílega samboðinn. Mál séra Friðriks
er sannarlegt snildarmál Hugsunin
skipuleg og auðveld, en hver setning
þunguð hugsun, sem ristir djúpt í
sálarlíf hvers manns, sem ekki er stein-
dauður. Efnið er að miklu leyti spunn-
ið úr fornsögunum íslenzku eða úr
þjóðtrúnni, svo sem til dæmis hinn
ágæti fyrirlestur: »A krossgötum«,
eða »Gunnar á Hlíðarenda«; það forna
er texti, sem höf. leggur út af með
sinni sérstöku sniid á þann hátt, að
það getur komið hverjum nútíðar-
manni að gagni. Bókin dregur nafn
sitt af sögu lítilli, sem höf. nefnir
»Vafurloga<. Sú saga er trúarhvöt í
tilliti til íslands og íslenzku þjóðarinn-
ar og framtíðar möguleika. Pað skemm-
ir ekki, að sú hugvekja er eftir Vestur-
íslending. Höf. segir frá föður og syni
sem eru að tala saman. Faðirinn er
nokkuð bölsýnn. En sonurinn þeim
mun bjartsýnni. Viðburðír, sem sag-
an segir frá, snúa íöðurnum og hann
segir á dánarsæng við son sinn:
»Vænt þykir mér um að þú ert víð-
sýnn sonur og þú ert viss um, að
það, sem þú sér íramundan, eru
vaíurlogar, en hrævareldar engir.
En mundu eftir eigin landareign
þinni, um frám alt.
Sérðu eigi vafurloga þar? Sjálfur
áttu með þar að grafa. Frð getur
enginn bannað þér. Með skóga og
akra getur farið alla vega. Ovíst, að
að þú sjáir þá nokkurn tíma nema í
hillingum. En auðlegð úr eigin land-
areign áttu sjálfur. Og að dreifa henni
örlátlega út um sveitina verður ávalt
fögnuðurinn mestur
Bók séra Friðriks á það fyllilega
skilið að hún verði sem mest keypt
og lesin hér, engu siður en i Vestur-
heimi. Hann á þakkir skyldar fyrir
hana og orð hennar munu bera*sinn
ávöxt.
Tobaksnautn og veikindi.
Ettir dr. med. J. H. Kellogg.
Aldrei hefir verið gjört eins mikið
og á vorum tímum til þess að upp-
götva orsakir til ýmsra sjúkdóma. sem
þ á mannkynið. Eftir því, sem menn
hafa betur lært að þekkja eðli sjúk-
dómanna í raun og veru, hafa þeir
einnig. séð að bezta lækningin er að
útrýma orsökum veikinnar. Þess vegna
hefir stöðugt verið lagt meira og meira
kapp á að komast fyrir orsakirnar.
Menn hafa rannsakað loftið sem vér
öndum að oss, vatnið, sem vér drekk-
utn matinn sem vér etum, fatnaðinn
sern vér berum á oss, húsin sem vér
búum í, störf vor, skemtanir, siði vora
og það, sem er umhverfis oss.
Við þessar rannsóknir hafa menn
fundið, tóbaksnautn er óneitanlega
mjög skaðleg fyrir heilsuna. Betta
er ekki bygt á vitnisburði þeirra, sem
eru óvinir tóbaksnautnarinnar, heldur
á vitnisburði frægra vísindamanna og
hinna reyndustu lækna.
Áhriý tóbaksins á blóðið.
Blóðið er lífsafl, sem ílytur næringu
til allra líffæra líkamans. Hin ýmsu
efni sem líkaminn fær gegn um mag-
ann, lungun og húðina, finnast í blóð-
inu. Ef eitur kemst inn í líkamann,
framkvæmir það hið eyðileggjandi
starf sitt gegn um blóðið. F*að, sem