Frækorn


Frækorn - 28.04.1907, Qupperneq 4

Frækorn - 28.04.1907, Qupperneq 4
128 FRÆKORN heíir áhrif á blóðið, hefir áhrif á all- an líkamann. Tóbak hefir fijótt áhrif á blóðið, hvernig sem þess er neytt. Samkvæmt vitnisburði hins fræga lækn- is og vísindamanns Dr. B. W. Richard- son í Lundúnum gjörir tóbaksnautn- in mjög athugaverða breytingu á blóð- inu : »F*egar menn anda að sér tóbaks- reyk, kemur fram merkileg breyting á blóðinu; það verður þynnra en venju- lega og oftast nær bleiklitað. Stund- um sést þetta á á öllum líkamanum, svo að yfirborð hans verður gulhvítt og þrútið. Blóðið verður þunt og rennur fljótt út, svo ef sár kemur, þá blæðir það lengi. Helzta breytingin er á hinum smáu ögnum, sem fljóta í blóðinu, svo þúsundum skiftir, og kallast »rauð blóðkorn«. Ressi korn eru upphaflega kringlótt, flöt og jöfn. Regar menn anda að sér tóbaksreyk breytast þau mjög fljótt. Rau missa kringlótta lagið, verða bungumynduð og óregluleg. Það er vottur um góða heilsu, ef þau dragast hvert að öðru, svo þau eins -og renna saman. hjá manni, sem andar að sér tóbaks- reyk, liggja þau eins og á víð og dreif og í óreglu. Vitnar þetta ástand þeirra um vanheill á líkamanum. Tóbakið spillir ekki einungis blóðinu, heldur truflar hringferð þess og áhrif þau, sem það hefir á taugarnar. Regar vér skiljum, hvernig þetta eit- ur verkar á blóðið, þá er hægt að sjá, að það hlýtur að orsaka veikindi. (Framh.) Hið islenzka kvenfélag'. Það er eigi all-lítið starf, er félag þetta hefir innt af hendi og væri því eigi úr vegi að þess væri getið, einkum þar sem ýms störf félagsins munu vera almenningi ókunn. Hinn 26. Janúar 1894 var hinn fyrsti fundur haldinn. Funduriun var stofn- aður í þeim tilgangni að koma ásam- skotum meðal kvenna til styrktar há- skóla á íslandi. Var þá ákvarðað að halda stóra hlutaveltu gekk það svo vel að ágóðinn af henni varð 1763 kr. sem félagskonur gáfu til hins fyrir- hugaða háskóla, þó með þeim skii- mála, að sá styrkur, sem úr þeim sjóði veitist, yrði einungis veittur konum er stunda vildu nám við skólann. Félagið kom á fót laugakeyrslu til þess að þvottakonur þyrftu ekki að bera á bakinu þvott í laugar og eyddi félagið miklum peningum til þess, því að keyrslugjaldið var sett svo lágt. Hafði félagið á hendi keyrsluna í 2 ár og þá tók maður sá sjálíur við, er haft hafði keyrsluna á hendi fyrir félagið. Félagið byrjaði á útsölu á heim- ilisiðnaði, sem Thorvaldssensfélagið síðan tók að sér. — 1896 lagði félag- ið fram fyrir Alþingi áskoranir um jafn- rétti kvenna er safnað hafði verið j landínu. — Sama ár sendi félagið Ó- |afíu Jóhannesdóttur á Þingvallafund til að bera fram kvenfrelsismálið. Þá hafði félagið látið gjöra sér flagg sem var dregið á stöng þar á fundinum í fyrsta skifti; flagg þetta var að gerð og lit eins og fáni, sá, er stúdentafélag- ið hefir tekið upp. Félagið hefir komið á fót og gefið landinu sjúkrasjóð sem nam 3‘/2 þús- undi króna. Rúmt ár er síðan hann tók til starfa. Nú er félagið að safna í styrkarsjóð fyrir fátækt aldrað kven- fólk, sem er að verjast sveit; hann er þegar orðinn 1900 krónur. Þar að auki hefir félagið gefið til ýmsra fyrirtækja: I 100 kr. þegar aldamótagarðurinn var I stofnaður, 100 kr. í blóinsveigasjóð

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.