Frækorn


Frækorn - 05.05.1907, Blaðsíða 2

Frækorn - 05.05.1907, Blaðsíða 2
134 FRÆKORN atriði snýr sér burt frá ljósinu, for- herðir hjarta sitt, svo að honum hætt- ir við að fyrirlíta það einnig í öðru. Sá, sem brýtur siðferðislegar skyldur, í tilliti til fæðis og klæðis, er undir það búinn að lítilsvirða guðs skipan- ir í því sem lytur að hinu eilífa. Lík- aminn er ekki vor eigin. Guð heimt- ar að vér gætum þess bústaðar, sem hann het’ir gefið oss, svo vér getum lagt h'kami vora fram fyrir hann eins og lifandi, heilaga, guði þókpanlega fórn. Líkamir vorir tilheyra honum, sem skapaði þá, og það er skylda vor, að afla oss þekkingar á því, hvernig vér getum bezt varðveitt þann bústað, sem hann hefir gefið okkur. Ef vér veiklum líkamann með því að láta eftir girndum vorum og munað- arfýsn, og með því að klæða oss eft- ir hinum skaðlegu lögum tízkunnar til að geta liíað í samræmi við heim- inn, þá verðum vér óvinir guðs. Frh. Bækur og rit. Gamalnorske bokverk, utgjevneav Det norske samiaget. — I. Soga um Volsungarne. Gamalnorsk grunn- tekst og nynorsk umsetjing. Ved Torleiv Hannaas. Oslo 1907. Bók þessi, sem þýðandinn hefir sent »Frækornum<; er útgáfaá tveim- j ur málum: Völsunga sagaánorrænu og nýnorsku. Útgáfan er einkar hent- ug fyrir þá, sem vilja kynna sér ný- norsku, og eru það líklega ekki svo fáir, því menn eru væntanlega farnir að vakna upp til þess að sjá það, að nýfiorskan sé ekki svo afleit samt, eins og sumir íslendingar hafa viljað lýsa henni. í neíndri Völsungasögu-útgáfu er ! norrænan prentuð á einni blaðsíðunni, en nýnorskan á hinni, svo samanburð- urinn er hægur mjög. Rýðingin virð- ist ágæt, enda hefir þýðandinn dvalið hér á landi um tíma og kynt sér ís- lenzku. Hann er málfræðingur og að sögn mjög vel að sér í norrænu og íslenzku. Bókin ætti að geta náð útbreiðslu á íslandi, því hún er mjögódýr: 184 bls. stór, en verðið að eius 60 aura. Frágangur allur vandaður. ijperðsmolaF. I. /í gufuskipinu »Qeres* 14. april 1907. »Ceres< lagði af stað frá Reykjavík þann 8. apríl kl. 7 síðd. Veðrið var gott, og ferðin yfir haf til Skotlands gekk ágætlega. Þangað kom skipið að fjórum sólarhringum liðnum. Við- staðan í Skotlandi var styttri en vant er með skipum hins sameinaða gufu- skipafélags. Ferðamenn frá íslandi eru sjaldnast í neinum vandræðum með að fá þann tíma til að líða, sem þeir bíða í Skotlandi, og sérstaklega verð- ur hann þeim stuttur, ef þeir kunna að bregða fyrir sig ensku: þá er altaí nóg að aðhafast. Ceres lá í Leith á Skotlandi einn sólarhring í þetta sinn. Meðal þess, sem hugtók mig mest þar, var sýning frá trúboðslöndum Englendinga. Sýning þessi var haldin í Edinborg, frá 10 — 20. apríl og var opin daglega frá kl. 2—10 síðdegis. A sýning þessari voru sýndir og skýrðir siðir og menning þeirra þjóða, þar sem trúboð Englendinga er rekið. Trúboðar frá hinum ýmsu löndum voru þar við staddir, margir þeirra

x

Frækorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.