Frækorn - 05.05.1907, Síða 4
136
FRÆKORN
ir og áhyggjur ailar hverfa, og hann
sér allskonar dyrðarsjónir. Eftir að
hann er vaknaður, finnur hann enn
um nokkurn tíma til hinna þægilegu
lífgandi áhrifa af ópíumsreyknum, og
þá er hann líka fær til vinnu um
. tíma.
En sælan er dýrkeypt: meir og
meir eyðileggst maðurinn af nautn
þessa eiturs, verður magnlaus og
raunalegur, og veikleiki og alt, sem
að honum gekk, áður en hann fór að
reykja, kemur nú með nýju valdi aft-
ur. Linun fær hann að eins nreð
því að fá sér ópíum aftur. Og svo
er ástríðan mikil, að þeir sem ópíum
reykja, Ijúga og stela eins og þaó
væri sjálfsagt, til þess að ná í ópíum.
Það er skiljanlegt, að slíkan vana
er ervitt að leggja niður, enda sagði
séra Biggin, að það sé að heita má
ómögulegt — nema fyrir trúna á
Krist. — Og mörg alvöruorð talaði
þessi trúboðs-prestur um svívirðingu
þá, sem það væri fyrir brezku þjóð-
ina, er vildi þó kristin nefnast, bæði
að hafa innleitt eitur þetta í Kína og
svo um langan tíma að hafa grætt
fé á þessari voða-ginningu. — Og
óttalegt var að sjá, að séra Biggin
auk þess að hafa með sér stór stykki
af ópíum frá Kína og Indlandi, syndi
ópíum, á glösum, tilbúið til reyking-
ar, með verksmiðjunafni og »Edin-
borg« áprentað. Ekki hafði Bretinn
sett þar: »made in Oermany« (tilbúið
á Pýzkalandi), eins og hann stundum
gerir, heldur kannaðist hann við »sví-
virðingu eyðileggjandans.«
Stjórn Kínaveldis kvað nú vera á
móti ópíumsnautninni, enda er ekki
langt síðan fréttir komu um það, að
ópíumsnautn væri bönnuð í Kína.
Nú væri því réttur tími fyrir brezku
þjóðina að þvo hendur sínar í þessu
máli með því að hætta að flytja óp-
íum til Kína. Nú ætti að hefja inn-
anríkisstríð á Bretlandi gegn þessum
óvini Kínverja, að taka algerlega fyr-
ir kverkarnar á þessari svívirðilegu
sölu. Vonaði ræðumaður, að dagar
hennar væru innan skamms taldir.
A sýningunni var sérstök deild helg-
uð minningu Davids Livingstones,
hins mikla kristniboða og menningar-
frömuðs í Afríku. Dagbækur hans,
ýms áhöld hans og margir minja-
gripir eftir hann voru þar sýndir og
skýrt t'rá verki hans. Bretar mega og
vel með gleði minnast þessa göfuga
sonar síns. Minning hans lýsir eins
og sól mitt í hinu mikia síngirnis-
myrkri enskra brennivíns- og ópíums
kaupmanna og þeirra, sem — sem
hafa verksmiðjur ti! að búa til skurð-
goð handa heiðingjunum. Rótt ótrú-
legt sé, eru slíkar verksmiðjur til
á Stórbretalandi. — Kristindóminum
er gefið þetta að sök, þótt rangt sé.
Menn, sem aðhafast annað eins, eru
auðvitað »hundheiðnir«, þótt þeir lifi
í hinu »krístna Bretlandi.*
Skwgoð. — Séra Biggin sagði mér
eitt mikilsvert atriði viðvíkjandi skurð-
goðum, sem eg þekti ekki áður. Eg
hafði heyrt því haldið fram af Evrópu-
mönnum, að þjóðirnar í hinum ment-
uðu heiðingjalöndum, svo sem t. d.
í Kína, tilbæðu ekki skurðgoðið sjálft
heldur guðdóm þann, sem það tákn-
aði. Eg spurði séra Biggin, hvort
þetta hefði við veruleg rök að styðj-
ast. — Svar hans var á þessa leið:
»Almenningurinn í heiðnu löndunum
gerir enga slíka skilgreining. Og eins
er um Kína. Svo skal eg nefna eitt
atriði (hr. Biggin tók eitt kínverskt
skurðgoð og sýndi mér): Sjáið þér
þetta gat í bak skurðgoðsins? Áður
en nokkurt skurðgoð er tilbeðið, verð-