Frækorn - 23.06.1907, Side 2
190
FRÆKORN
all. Mennirnir hafa í þúsundir ára rann-
sakað guðs orð; þeir gætu haldið áfram
með það í þúsundir ára enn, og sífelt
fundið í því nýja og dulda fjársjóði.
Ef þú stæðir frammi fyrir Jesú, augliti
tii auglitis, og beiddir hann um eitthvað
og hann lofaði að uppfylla bæn þína, eða
ef þú beiddir hann um leiðbeiningu og
hann segði þér hvað þú skyldir gjöra,
þá mundir þú eflausttrúa. Meðan Jesús
var hér á jörðunni voru margir, sem sáu
hann og gátu talað við hann, en flestir
aðeins augnablik. Vér erum betur sett
í þcssu efni. Vér getum fylgt honum
gegnum sköpunarverkið í fyrstu kapitul-
um biblíunnar (Kol. 1. 15-16.) og þegar
hann leiðir þjóð sína út af Egyptalandi
gegnum eyðimötkina, og vér getum ver-
ið með honum frá þeirri stund hann tók
á sig vort hold, alt til þess hann sté upp
til himna. Allan þennan tíma getum vér
fylgt honum og heyrt rödd hans tala til
vor, og orð hans hafa fullkomlega sama
kraft og áhrif nú, ef vér aðeins trúum.
Hagnýtum oss því kostgæfilega þessi
dýrmætu einkaréttindi, réttinn að tileinka
oss þau orð, sem hafa kraft í sér til að
endurskapa oss og uppbyggja, og veita
oss arfleifð meðal hinna heilögu. Fyrst
guð hefur gefið oss sitt orð, þá vill hann
að við tökum það eins ogþaðværi skrif
að eða talað til okkar persónulega. Að
svo miklu leyti, sem vér rannsökum guðs
orð, geymum það í hjörtum vorum, og
lifum eftir því munum vér fyllast anda,
guðs anda og iífi — lífi Krists, hinu ei-
lífa lífi. Að svo miklu leiti, sem vér trú-
um og tileinkum oss orðið, höfum vér
í því alt vald á himui og jörðu, oss og
öðrum til hjálpar.
Ef það er nokkuð, sem hinn vondi
gjörir sérstaka tilraun til, þá er það að
halda okkur frá því að rannsaka ritning-
una, Og það setn vér þurfum mest af öllu,
er að rannsaka ritninguna oss til leiðbein-
ingar framfara og fullkomnunar.
H, M. L.
Nú sé eg það.
Prédikari nokkur segir svo frá:
Eitt kvöld, er eg sneri heimleiðis
mætti eg gömlum manni, sem staul-
aðist áfram á hækjum sínum. Pegar
hann kom nær, sá eg að hann var
hryggur í bragði, og svipur hans bar
vott um þunga sorg. Eg talaði til
hans nokkrum vingjarnlegum orðunt
og leiddi síðan samtalið að andlegum
efnum, og spurði hattn hvort hann
hefði frið við guð.
»Prestur minn«, sagði hann sorg-
bitinn, »eg hef nú í þrjú ár stöðugt
beðið um að fá frið við guð.«
»Hefir guð þá bænheyrt yður?«
»Nei, en eg vildi óska að hann gjörði
það.«
»Pað stendur hvergi í bibliunni,
að vér skulum frelsast fyrir margar
bænir, heldur fyrir trúna. Pér hafið
víst heyrt gleðiboðskapinn um frels-
ara vorn Jesúm Krist?«
Já, eg hef heyrt hann.«
Æegið mér þá, hvað hafið þér heyrt
um liann?
»Eg hefi heyrt að hann dó á kross-
inum.«
»Vissulega, en fyrir hvern dóhann?
»Fyrir syndara náttúrlega.«
»Já, lofað sé hans heilaga nafn,
Pað er satt, en eg vil að þér gefið
mér ákveðnara svar; fyrir hvern dó
hann?«
»Fyrir okkur alla,« sagði gamli
maðurinn með áherslu.
Já, það er rétt, en eg óska eftir
enn ákveðnara svari.«
Maðurinn hugsaði sig um stundar-