Frækorn


Frækorn - 09.08.1907, Qupperneq 1

Frækorn - 09.08.1907, Qupperneq 1
VIII. ÁRO. REYKJAVÍK, 9. AUO. 1907. 31-32. TBL. 'iffindápfi JflíoYek ii. foyfu ■ BsTs Andrés frá Höfða mundurn vér ís- lendingar kalla liann. — Hann er ein- hver sá langnorsk- asti Norðmaður, er eg hefi kynst á 10 ára dvöl minni í Noregi. Eru þó margir meðal yngri Norðmanna svo norskir í anda, að oss íslendingum mundi þykjanógum ef þjóðerni og frels- isþrá skipuðu svo öndvegi í brjóstum vorra ungmenna bæði í ræðu og riti. Margir og fríðir eru flokkar þeir, er starfa af kappi að endurreisn lands og þjóðar á norskum grundvelli, — starfa að því að reisa og byggja Noreg hinn nýja, fagran og frjálsan bústað hrausts og þjóðrækins lýðs. Meðal foringja æskulýðsflokka þess- ara sést Anders Hovden framarlega 1 fylkingar broddi, og ly'sir og Ijómar af honum yfir land alt. Enda er hann fæddur til framsóknar og sjálfkjörinn foringi þjóðrækins æskulýðs. Anders Hovden er fæddur í Höfða- sveit á Sunnmæri 1860. Hinu megin við >Höfðatin« er bærinn Ás, fæðing- arstaður Ivar Aasen (ívars í Ási), mál- fræðingsins nafnfræga og aðalfröm- uðs nýnorskunnar. Á Sunnmæri hef- ir nýnorskanfsveita- málið norska)marg- ar dýpstu og beztu rætur sínar, og Sunnmæra-náttúran er fléttuð og tvinn- uð úr því fegursta og stórfenglegasta, sem norsk náttúra á til. Hovden er því rótum runninn úr rammnorskum jarðvegi — og er í þrengri merkingu Sunnmœringur fremur en Norð- maður. Hann er lifandi ímynd Sunn- mæris í hug og hjarta. Og hann finnurþaðvel sjálf- ur, er hann segir svo fagurlega: — - Ró frýs eg ei á feðra minna gröf, né fárast vil um liðnar skapatíðir, mín lífsvon grær, sem glói sól um höf og gylli hvert það strá, sem leiðin prýðir. Sunnmærahlíð, eg heyri þytinn þinn, og þýðir fuglasöngvar heim mér bjóða,

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.