Frækorn - 09.08.1907, Side 13
FRÆKORN
240
Sú skylda, sem hvílir á mæðrunum
að uppala börn sín með aga og um-
vöndun drottins, verður ekki uppfylt,
meðan þær klæða sig í öllu eftir tízk-
unni. Þær hafa þá engan tíma til að
biðja eða rannsaka ritninguna, til þess
þær geti skilið sannleikann og kent
börnum sínum hann. Rað er ekki
einungis réttindi sérhvers nianns, held-
ur skylda, að afla sér daglega meiri
og meiri þekkingar á guði og lians
sannleika, en óvinur sálnanna nær til-
gangi sínum, ef hann getur fundið
upp á einhverju til að draga huga
mannins frá því að gjöra það. Or-
sökin til þess, að svo margir ekki vilja
vera á bænasamkomum og taka þátt í
guðræknisiðkunum, er sá, að hugur
þeirra snýst um aðra hluti. Þeir líkj-
ast heimsins börnum í klæðaburði,
og meðan þeir gjöra það, styrkja þeir,
með ósæmilegri framkomu sinni, van-
trúna hjá þeim, sem þeir annars hefðu
mátt gagna, ef þeir hefðu látið Ijós sitt
skína í framkvæmd góðra verka.
Guði væri þóknanlegt, ef systur
vorar vildu klæða sig snoturt, en ein-
falt, og starfa með kostgæfni að drott-
ins málefni. f*ær skortir ekki hæfileg-
leika, og ef þær nota réttilega það, sem
þær þegar hafa, mundu þær fá end-
urnýjað og aukið starfsþrek. Ef þær
vildu nota þann tíma, sem þær nú
eyða til ónauðsynlegrar vinnu, til þess
að rannsaka guðs orð og útskýra það
fyrir öðrum, þá mundu hjörtu þeirra
auðgast af fjársjóð sannleikans ogtil-
raunir þeirra til að þekkja grundvöll
trúar vorrar, mundu veita þeim styrk
og kraft. Ef systur vorar væru sam-
vizkusamar og bygðu trú sína á heil-
agri ritningu og reyndu að nota sér-
hvert tækifæri til að upplýsa aðra, þá
mundum vér fyrir starf þeirra og sjálfs-
afneitun, sjá fjölda sálna aðhyllast
sannleikann. Systur mínar, hvernig
mun yður verða við á þeim degi, þeg-
ar allir eiga að standaguði reiknings-
skap? Munið þér með gleði geta
gjört reikningsskap fyrir ráðsmensku
yðar, eða munuð þér finna, að þér
hafið sótt eftir ytra skrauti en van-
rækt að auðga anda yðar?
Hafa systur vorar ekki nóga alvöru
og djörfung til þess, skilyrðislaust að
fylgja kenningu biblfunnar? Postul-
inn hefir nákvæmlega sagt fyrir hvað
ber að gjöra í þessu tilliti: »Sömu-
leiðis vil eg að konurnar skrýði sig
sómasamlegum búningi með blygð og
hóflæti, ekki með hárfléttum, né gulli
né perlum eða dýrindis skarti, heldur
eins og þeim konum sómir, er sýna
vilja guðrækni með góðum verkum«.
Hér bannar guð greinilega, fyrir munn
postulans að skreyta sig með gulli.
Látum þá, sem þekkingu hafa, ekki
afvegaleiða aðra með eftirdæmi sínu.
E. G. White.
Pað fylgist að.
Á hraðlestarbautarstöð kom maður einn
og spurði, hvort þar væri ekkert með
hans utanáskrift. Eftir að afgreiðslumað-
urinn hafði leitað um stund, innan um
kofort og kassa, fann hann loks brenni-
vínsanker sem bar nafn spyrjandans.
»Er það ekki fleira? spurði maður-
inn aftur.
»Nei, en þarna hinu meginstendur lík-
kista, hún hlýtur líka að vera til yðar,
— ætli hún fylgi ekki brennivíninu?*
Staðfast hugarfar er það bjarg, þar
sem ást og vinátta getur óhult varp-
að akkeri.