Frækorn


Frækorn - 09.08.1907, Page 8

Frækorn - 09.08.1907, Page 8
244 FRÆKORN þar! að svífa upp yíir allar stjörnur | heim til þess staðar, sem vér höfum að eins séð með augum trúarinnar, sem oft, þegar stríðið var harðast niðri á þessari dimmu, köldu jörð, veitti kraft og hugrekki til að halda áfram baráttunni. Nú sér hið um- myndaða auga þá björtu borgarveggi, hin skínandi perluhlið, hin gullnu stræti. — Hliðunum er lokið upp og réttlátur lýður gengur inn. Es. 2ó, 2. Pá munu hinir réttlátu skína sem sól- in í ríki föður þeirra. Matt. 13, 43. Ekki er furða, þó guðs börn á öll- um tímum hafi horft fram til þessa viðburðar með innilegri eftirvænting. Um hann spáði Enok, sjöundi mað- ur frá Adam (Júd. 14.). Um hann söng hið forna skáld ísraelsmanna: »Himnarnir gleðjist og jörðin fagni, hafið þjóti upp, og alt það, sem í því er; foldin gleðji sig, og alt, sem á henni er, já, öll tré skógarins fagni ; fyrir drottins augliti, því hann kemur, kemur til að dæma jörðina.* Sálm. Ö6, 11.-13.; 98, 7.-9. Esajas spáði um þenna dag og all- ir spámennirnir, sem þráðu að »sjá konunginn í Ijóma sínum. Es. 33, 17.; Dan. 12, 1.-3. j Hvernijg getum vér verið undirbún- ir þenna dýrðlega viðburð? Les Tít. 2, 11.-13. Hebr. 11, 35.-37. Op. 22, 12.— 14. Kæri vinur, láttu guðs frelsandi náð kenna þér að lifa þann- j ig, að orð meistarans hljómi til vor: | »Komið, þér ástvinir míns föður, og eignist það ríki, sem yður var fyrir- I búið frá upphafi veraldar.« (Les Jer. 8, 20.; Es. 2, 21.; Op. 6, 16. sjá mismuninn á því og Es. 25, 9., Matt. 25, 34.) L. Muderspaeh. Sigurlaunin. „Sá, sem sigrar, hann skal skríðast hvítum búningi." Op. 3, 5. Strj'ðsmaður Krists, haltuáfram stríð- inu! Hættu ekki, íyr en sigurinn er unninn. Sigurlaunin eru þess verð að stríða fyrir. Par er juilkominn lireinleiki. í Sar- des voru nokkurir, sem ekki höfðu saurgað klæði sín. Fullkominn hrein- leiki er endurgjald vorrar háu köll- unar; látum oss ekki missa það. Par er sigur. Pú skalt skrýðast hvítum búningi, bera kórónu á höfði og pálmaviðargrein í hendi, og bæði menn og guð sjálfur mun skoða þig sem sigurvegara. Par er kennimannlegux skrúði. Rú munt standa frammi fyrir guði í svip- uðum skrúða og Arons prestar báru. Rú skalt fórna þakklætisfórnum og í söng og bæn stöðugt komast nær og nær guði. Hver skyldi ekki vilja stríða fyrir slíkan herra, sem virðir svo mikils hinn minsta meðai sinna trúu þjóna? Hver skyldi ekki vera fús til, Krists vegna, að vera álitinn heimskingi hér, þegar hann síðar skal íklæðast dýrð- arinnar skrúða? C. H. S. Mann dreymir oft um framtíðar- hamingju, meðan hann sefur burtu hamingju yfirstandandi tíma. Cornova. Sá, sem vill vera hamingjusamur, verður að finna sjálfan sig hafinn yfir hamingjuna.

x

Frækorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.