Frækorn - 09.08.1907, Qupperneq 3
FRÆKORN
239
»Bjarmi og aðskilnaður rikis og
kirkju.
»Bjarmi« þjáist enn mjög af ótia fyrir
því, að aðskilnaður ríkis og kirkju hefði
þær afleiðingar, að vér fengjum »kristin-
dómslausa fríkirkju« hér á landi.
Vér fórum nokkrum orðum um þenn-
an ótta blaðins í »Fræk« 28. tbl. — út
af smágrein í »Bjarma«, 13. tbl.
Nú í síðasta tbl. »Bjarma« er aftur
spilað á sömu strengjum, í langri grein
nm »aðskilnað ríkis og, kirkju«.
Auðsætt er á öllu, að blaðið er and-
vígt aðskilnaði ríkis og kirkju hér hjá
oss, því þótt það segi, að »vinir kirkj-
unnar« »eigi ekki að vinna á móti fríkirkju,
stofnaðri í kristilegjm anda, samkvæmt
hugsjón kristindómsins sjálfs«, þá sýnir
greinin samt nógu skýrt, að blaðið írú-
ir því, að um slika fríkirkju yrði alls
ekki að ræða hér hjá oss.
Blaðið virðist sannfært um, að ilt eitt
liggi í þeirri hreyfingu hér, er gengur út á
aðskilnað ríkis og kirkju, og segir hvað
eftir annað, að hvatirnar til aðskilnaðar-
ins séu aðallega þær, að koma ríkis-
kirkju fyrir kattarnef, »til þess að fé
hennar rynni í landsjóð, og vilja svo
láta fara sem verkast vill um það, hvort
hér verður nokkur kristindómur í landi j
eða ekki«.
F*að er algerlega rangt hjá blaðinu, að
segja það, að menn alment vilji það, að
eignir ríkiskirkjunnar renni í iandsjóð,
ef aðskiluaður ríkis og kirkju komist á.
Og jafnrangt er það að álíta, að öll
kristindómsfræðsla væri að sjálfsögðu úti-
lokuð frá skólum þeim, sein styrktir verða
af landsfé, eftir að aðskilnaðurinn væri
kominn á.
Sannieikurinn mun vera sá, að þeim
mönnum, sem aðallega hafa barist fyrir
aðskilnaði ríkis og kirkju hér, kemur ekki
alveg saman um það, hvað gera skyldi
j með eignir kirkjunnar, ef ríki og kirkja
væri aðskilið.
Forgöngumaður fríkirkju-hreyfingarinn-
ar hér, séra Lárus Flalldórsson, sem margt
gott og göfugt hefir ritað um málið, er
að vísu meðmæltur því, að eignir kirkj-
unnar rynni í landsjóð, en hver sá, sem
þekkir fríkirkjuáhuga þessa manns, hlyt-
ur að kannast við, að ekki hefir hann
haldið þessu fram af neinum óvildaranda
til kristindómsins, heldur af því, að hann
áleit, að þessi aðferð með kirkjuféð væri
hin eina rétta samkvæmt eðli og anda
kristindómsins. Vér trúum því heldur
ekki, að »Bjarmi« vilji eigna þessum for-
göngumanni aðskilnaðarmálsins annað
en góðar hvatir.
Jón Ólafsson hefir nýlega ritað í »Reykja-
víkinni« um það mál þetta. Bendir hann
meðal annars á þá leið, að mynda mætti
af eignum ríkiskirkjunnar sérstakan sjóð,
og mætti af vöxtunum af þessum sjóði
veita til hinna ýmsu kirkna í Iandinu upp-
hæð að tiltölu við meðlimafjölda þeirra.
Önnur uppástunga hans var að oss minn-
ir sú, að helga sjóðinn alþýðumentun-
inni í landinu.
Aðrir hafa ekki ritað um málið nú í
seinni tíð, auk kirkjumálanefndarinnar.
Og hvaðan hefir svo »Bjarmi« þessa
þekkingu sína um hvatir manna til þess
að óska aðskilnaðar ríkis og kirkju?
Ótti » Bjarma« fyrir kristindómsleysi
væntanlegrar fríkirju hér á landi er ákaf-
lega vanhugsaðir.
Ef aðskilnaður ríkis og kirkju kæmist
á, þá hlyti sú fríkirkja, sem úr því yrði
hér, að verða lifandi kirkja. Ffún gæti
ekki lifað í neinu svefnmóki, því það yrði
vís dauði hennar. Rá yrði hún að berj-
ast fyrir tilveru sinni, og allir þeir menn,
sem hat'a gert sér nokkra grein fyrir af-
leiðingunum af aðskilnaði þessum, hljóta
að sjá, að sú hætta, sem »Bjarma« stend-