Frækorn


Frækorn - 09.08.1907, Síða 2

Frækorn - 09.08.1907, Síða 2
238 FRÆKORN og firðir þínir falla í brjóst mér inn, og fjöllin þín mér táp og stórhug Ijóða, og bólstrar þínirfá míns hugarform eg fanga hafblik þitt og vetrarstorm«. Anders Hovden er talinn afgamalli höfðingjaætt á Sunnmæri. Faðir hans dó snemma, og fátækt varð eftir í heimahúsunum. Anders var mjög fyr- ir bókina, og var því settur til náms, og munu fáir hafa lifað af skornara skamti eða öðru eins basli og bágind- um og hann á skólaárum sínum. Hugð- ist hann þá helst verða herforingi, en móðir hans, góð og guðhrædd kona, hafði altaf alið þá ósk og von í barmi að sjá hann Anders »á stólnum«, og fór því að hennar vilja, og tók And- ers guðfræðispróf. Var hann iýðhá- skólakennari um stund, en síðan prestur. Anders Hovden er ræðuskörungur mikill. Um það ber öllum saman, þótt skiftar hafi verið skoðanir um kennimensku hans, því hann er mað- ur írjálslyndur mjög og sjálfstæður í skoðunum sínum og þolist þessháttar oft miður innan vébanda kirkjunnar. — Hann er þjóðkunnur sem skáld og ræðumaður. Ritar hann og ræðir á nýnorsku (»landsmálinu«) og gengur, eins og áður er drepið á, eínna fremst í broddi fylkingar »landsmálsmanna<. Leiftrar og Ijómar þá af honum karl- menska og vígahugur, og er hann þá í essi sínu, er hann fær höggið áaðra hlið, en lagt á hina. a ársfundum norsku ungmenna- félaganna er hann »fastur« ræðumað- ur, og fer hann oft landshornanna milli í þeim erindum. Sem ræðumað- ur er hann jafnvígur öllum vopnum. Leita orð hans stundum svo hjarta- strengjanna, að tilfinningar losna, og tár fylla augu manns. En hitt veifið er hann glaður og kátur, skemtilegur og meinfyndinn, ærslafullur og djarf- ur eins cg ungur ofurhugi, og getur enginn varist hlátri, er hann slær á þá strengi. í kapps- og deilumálum er hann alveg óviðjafnanlegur. Hleyp- ir hann þá kjarki, eldmóði og ósveigj- andi áhuga í æskulýðinn, og stenst þá enginn árás hans. Á þenna hátt hvetur hann og stælir þúsundir af norskum æskulýð á ári hverju með ræðum sínum (og ritum) til að stefna fram í þjettri fylking undir sigursælu merki nýnorskunnar. Og verður gagn það, er hann hefir unnið því málefni, eigi metið til fjár. Einna bezt kemur Sunnmæranáttúr- an fram í kvæðum Hovdens. Skáld- legar hugmyndir hans gnæfa hátt eins og fjallatindarnir í fæðingarsveit hans, og orðskrúðið er eins og sólbjörtu fossarnir í skóggrænu hlíðunum hans >hejma«. Hugblærinn er ýmist glett- inn og ærslafullur eins og fjallalæk- irnir, sem dansa niður snarbrattar Sunnmærahlíðarnar, þýður og klökkur eins og kveldblær í birkilaufi — eða djúpur og sorgþungur eins og haf- aldan, er bylgjar utan úr reginhafi, inn að fjörusteinunum, í vogum og víkum, kveður vögguljóð sín tyrir bændabörnin og laðar hug drengj- anna að sér þegar í æsku og setur innsigli sitt á skap þeirra og hugarfar. »En agasöm og hörð er vistin hér, því Helja fylgir hverjum þinum syni, í opið haf — með hruman bát sem fer og herjar þar í kviku Ránar gini Hann niæiir fátt, en hægur jafnt og hýr hans hvarmar bjartir,sálin djúp og skýr. Hovden hefir ritað bæði sögur og kvæði, en þó mest af kvæðum, enda er hann tilþrifamikið ljóðskáld og sér- kennilegur að mörgu leyti. Er hér eigi rúm t>l að rekja það til rótar. í haust er von á einni Ijóðsögu hans, »Bóndinn«, í íslenskri þýðingu eftir Matthías Jochumsson. Er það saga Sunnmærabóndans frá vöggu til graf- ar og fléttaðar þar inn í gúllfagrar lýsingar á æskulífi og náttúru á Sunn- mæri. Verður það eiguleg bók í alla staði og eigi sízt sökum þess, að þar kynnumst vér skáldi, er ann íslandi og öllu því, sem gott er og þjóðlegt í fari voru. — Hovden var einn af kennaraleiðangursmönnunumnorrænu, er hingað komu í fyrra sumar. Helgi Valtýsson.

x

Frækorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.