Frækorn


Frækorn - 09.08.1907, Qupperneq 4

Frækorn - 09.08.1907, Qupperneq 4
240 FRÆKORN ur slíkur stuggur af, er ekki til í raun og veru. Pegar kirkjan missir stuðning hins ver- afdlega vaids, verður hún að styðja sig við guð almáttugan eða — deyja. Nú höfum vér þá óbifanlega sannfær- ingu, að landsmenn mundu ekki verða guðlausir fyrir það, að þessi eðlil'ega breyting yrði á kirkjulífi þeirra, heldur þvert á móti yrði afleiðingin sú, að miklu meiri kristilegur áhugi vaknaði hjá fjölda fólks, en nú, — að kristindómurinn hlyti að vakna og ekki minka, ef farið væri í þéssum efnum eftir orði Krists og eðli og anda kristindómsins. Og að svo yrði, virðist oss ómótmælanlega sannað að ailri sögu kirkjunnar, og jafnvel af sögu Js- lendinga sjálfra, að fornu og nýju. Saga fríkirkjusafnaðanna íslenzku íVesturheimi ber þess Ijósan vott, að menn vilja held- ur af sjálfsdáðum halda uppi lifandi krist- indómi hjá sér en verða heiðnir og kristindómslausir Auðvitað verða ekki allir kristnir í því landi, þar sem fríkirkja er. þeir menn eru til, sem afneiía allri trú og lifa guð- lausu lífi einnig þar eins og í þjóðkirkju- Iöndunum, en verra er það ekki. Hræsn- isblæjunni verður að svo miklu leyti lyft af þeim, að þeir verða að sýna fórn- fýsi og sjálfsafneitun, vilji þeir í kristn- um söfnuði vera, en alls ókristnir menn vilja þá oftast heldur sýna sig, eins og þeir eru en taka slíkar byrðar á sig. Svona lítum vér áþetta mál, og þakklátir erum vér »Bjarma<', fyrir að hafa gefið oss ástæðu til þess að ræða málið. Vér erum vissir um, að hógværar umræður um það munu verða til þess, að menn glöggvi sig betur og betur á því. Og víst er um það, að fríkirkjumálið og aðskilnaður ríkis og kirkju er fram- tíðar-mál, sem á sigurinn vísan. Par er ekki til neins »að sporna móti brodd- unum«. Bað -fer að verða mönnum skiljanlegt, að það er rangt, og kristindóminum ó- verðugt, að kúga með lögum vantrúaða menn og kristindómslausa til þess að greiða fé til eflingar þeirri trú, sem þeir eru andstæðir; að það er réttara að láta menn vera alfrjálsa í trúmálum, að láta þá, sem elska Krist, halda málefni hans við, en hætta að ræna fé úr vösum mót- stöðumanna hans, til þess, að fylgismenn kristninnar þurfi ekki að leggja svo mik- ið á sig — heldur geti sofnað og sofið svefni aðgerðaleysisins. Og eftir því, sem menn skilja þetta, munu raddirnar um aðskilnaði ríkis og kirkju verða æ sterkari og sterkari. Reglur fyrir heimilis-hamingju. 1. Lærðu að stjórna sjálfum þér, og vera blíður og þolinmóður. 2. Gættu skaps þíns, einkum þegar þú ert veikur, í geðshræringu 'eða líður illá, leitaðu rósemdar í bæn og minstu þinnar eigin heimsku og ófullkomleika. 3. Talaðu eða framkvæmdu ekkert í reiði, bið til guðs, áður en þú talar og framkvæmir, og hugsaðu svo um, hvort Kristur mundi -hafa gjört þetta sama, hefði hann verið í þínum sporum. 4. Minstu þess, að * hversu dýrmæt sem talsgáfan er, þá er þögnin þó oft ennþá dýrmætari. 5. Væntu ekki mikils af öðrum; minstu þess, að aliir hafa spilt eðli, og við meg- um búast við að sjá afleiðingar þess; vér skulum því vera hógværir og umburðar- lyndir við aðra, eins og við óskum oft, að þeir séu við oss. 6. Svaraðu aldrei orði, sem talað er í athugaleysi eða reiði; það er annað orð- ið, sem kemur þrætu af stað.

x

Frækorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frækorn
https://timarit.is/publication/181

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.